Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 4
Þessi nýbreytni með íslensku kápuna hefur verið mjög vinsæl hjá spilurum og við finnum að það er mikilvægt að hafa hana á leiknum. Ólafur Þór Jóelsson hjá Senu Veður Í dag verður vestan gola eða kaldi, skýjað að mestu og einhverjir smá- dropar gætu stungið sér niður hér og þar. Síðdegis verður orðið hið ljúfasta veður. SJÁ SÍÐU 32 Heimsmeistarinn fékk óblíðar móttökur Ellefu íslenskir skákmenn tóku þátt á alþjóðlegu skákmóti á eynni Mön nú á dögunum. Á milli umferða styttu skákmennirnir sér stundir með því að spila knattspyrnu. Á myndinni sést heimsmeistarinn Magnus Carlsen, hvítklæddur, fá byltu eftir baráttu við Björn Hólm Birkisson, bláklæddan, og Hilmi Frey Heimisson. Stutt er í knattspyrnugenin hjá Hilmi en hann er sonur Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH. CHESS.COM/MARIA EMELIANOVA NEYTENDUR „Leikurinn hefur farið vel af stað og í raun betur en í fyrra og má leiða að því líkur að það hafi með innkomu íslenska landsliðsins að gera,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri útgáfu- og sölu- deildar Senu sem gefur út fótbolta- tölvuleikinn FIFA 18 hér á landi. Fáir ef nokkrir tölvuleikir njóta meiri vinsælda hér á landi og á heimsvísu en FIFA-leikjasería tölvu- leikjaframleiðandans EA Sports sem gefnir eru út ár hvert. Í síðasta mánuði var tilkynnt að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði í leiknum að þessu sinni sem gladdi óneitanlega tugi þúsunda spilara leiksins hér. Af því tilefni var sú nýbreytni tekin upp að sérstök kápa úr íslenska lands- liðsbúningnum prýðir nú hulstur leiksins hér og segir Ólafur það hafa skilað sér í sölutölum. „Þessa fyrstu viku hefur leikurinn selst í fleiri þús- undum ein- taka og ljóst að íslenskir FIFA-spilarar taka þessum nýja FIFA- leik opnum örmum. Þessi n ý b r e y t n i með íslensku kápuna hefur verið mjög vin- sæl hjá spilurum og við finnum að það er mikilvægt að hafa hana á leiknum.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, átti mikinn þátt í því að íslenska landslið er nú í leiknum eftir að forveri hans og KSÍ höfnuðu til- boði EA Sports í fyrra. „Ég er búinn að kíkja á okkar lið í leiknum og líst bara vel á. Gaman að sjá okkur í vin- sælasta íþróttatölvuleik í heimi þannig að ég er mjög ánægður með að þetta mælist vel fyrir.“ Sú staðreynd að tölvuleikur- inn seljist nú í bílförmum er athyglisverð í ljósi þess að l e i k i r f y r i r Play station 4 (PS4) og sam- b æ r i l e g a r l e i k j a t ö l v u r eru fjarri því að vera ódýrir. Algengt verð á FIFA 18 leiknum er á bilinu 9-10 þúsund krónur og hefur hann selst upp í einhverjum verslunum sem Fréttablaðið hafði samband við. Allt að 10,6 prósenta munur er á hæsta og lægsta verði leiksins hjá verslunum. Verðathugun Frétta- blaðsins leiddi í ljós að FIFA 18 fyrir PS4 væri ódýrastur hjá Tölvuteki á 8.990 kr. en dýrastur í Elko á 9.995 miðað við uppgefið verð á vefsíðum verslananna í gær. Heimkaup selja leikinn á 9.990 kr. en GameStöðin á 9.499 kr. mikael@frettabladid.is Íslendingar eru FIFA-óð þjóð og leikurinn rokselst Fótboltatölvuleikurinn FIFA 18 hefur selst í mörg þúsund eintökum fyrstu vikuna eftir að hann kom út og betur en leikurinn í fyrra. Sena segir tilkomu íslenska landsliðsins hafa haft áhrif. 10% verðmunur getur verið milli verslana. FIFA 18 hulstur í íslenskum búningi hafa vakið lukku hjá Íslendingum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska lands- liðinu eru í FIFA 18. kæli- og Frí Heimsending á öllum kæli- og frystitækjum 02–08 okt. frystidagar BRETLAND Theresa May, forsætisráð- herra Bretlands, baðst afsökunar á of yfirvegaðri og handritslegri kosn- ingabaráttu flokksins sem fór fram fyrr á árinu og kostaði flokkinn þingmeirihlutann. Það gerði hún í ræðu sinni á landsfundi Íhalds- flokksins. Að sjálfsögðu kom forsætis- ráðherrann einnig inn á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í ræðu sinni. „Ég er sannfærð um að við munum komast að samkomu- lagi sem gagnast bæði Bretlandi og Evrópusambandinu,“ sagði May sem vildi jafnframt fullvissa þá ríkisborgara ríkja ESB sem byggju á Bretlandi um að þeir væru enn þá velkomnir þar í landi. Þegar May vék að stöðu húsnæð- ismála í Bretlandi tilkynnti hún að félagslegum íbúðum yrði fjölgað þar í landi. „Það hefur valdið mér mikilli sorg að við Philip höfum aldrei eign- ast börn. Ég læt það hins vegar ekki stöðva mig í að hjálpa ungu fólki að eignast sitt eigið húsnæði,“ sagði forsætisráðherrann. May komst þó ekki í gegnum ræðu sína áfallalaust en hún var nærri því að missa röddina. Var rödd forsætisráðherrans svo lág að fjármálaráðherra steig upp og rétti henni hálsbrjóstsykur. Jafnframt varð truflun á ræðu May þegar grínistinn Simon Brod- kin gekk að sviðinu og sagði: „Boris bað mér að rétta þér þetta,“ og rétti forsætisráðherranum uppsagnar- bréf. – þea May baðst afsökunar May komst ekki í gegnum ræðuna áfallalaust. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulags- stofnunar um að vinnsla kalkþör- ungasets í Miðfirði skuli ekki vera háð umhverfismati. Í maí 2015 sótti Icecal ehf. um leyfi til Orkustofnunar til hagnýt- ingar 1.200 rúmmetra af kalkþör- ungaseti árlega á ákveðnu svæði í Miðfirði. Nýtingarleyfið var til 30 ára. Talið var að umhverfismats væri ekki þörf. Veiðifélag Miðfirðinga, land- eigandi og Landssamband veiði- félaga kærðu ákvörðunina. Hið sama gerði Húnaþing vestra. Kæru sveitarfélagsins var vísað frá þar sem það hafði ekki lögvarða hagsmuni en fallist var á kröfur annarra aðila. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að ákvörðunin hafi verið of vélræn og uppfyllti hún ekki viðmið laga um mat á umhverfisáhrifum. – jóe Kalksetnáma send til baka 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.