Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 4
Þessi nýbreytni með íslensku kápuna hefur verið mjög vinsæl hjá spilurum og við finnum að það er mikilvægt að hafa hana á leiknum. Ólafur Þór Jóelsson hjá Senu Veður Í dag verður vestan gola eða kaldi, skýjað að mestu og einhverjir smá- dropar gætu stungið sér niður hér og þar. Síðdegis verður orðið hið ljúfasta veður. SJÁ SÍÐU 32 Heimsmeistarinn fékk óblíðar móttökur Ellefu íslenskir skákmenn tóku þátt á alþjóðlegu skákmóti á eynni Mön nú á dögunum. Á milli umferða styttu skákmennirnir sér stundir með því að spila knattspyrnu. Á myndinni sést heimsmeistarinn Magnus Carlsen, hvítklæddur, fá byltu eftir baráttu við Björn Hólm Birkisson, bláklæddan, og Hilmi Frey Heimisson. Stutt er í knattspyrnugenin hjá Hilmi en hann er sonur Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH. CHESS.COM/MARIA EMELIANOVA NEYTENDUR „Leikurinn hefur farið vel af stað og í raun betur en í fyrra og má leiða að því líkur að það hafi með innkomu íslenska landsliðsins að gera,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri útgáfu- og sölu- deildar Senu sem gefur út fótbolta- tölvuleikinn FIFA 18 hér á landi. Fáir ef nokkrir tölvuleikir njóta meiri vinsælda hér á landi og á heimsvísu en FIFA-leikjasería tölvu- leikjaframleiðandans EA Sports sem gefnir eru út ár hvert. Í síðasta mánuði var tilkynnt að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði í leiknum að þessu sinni sem gladdi óneitanlega tugi þúsunda spilara leiksins hér. Af því tilefni var sú nýbreytni tekin upp að sérstök kápa úr íslenska lands- liðsbúningnum prýðir nú hulstur leiksins hér og segir Ólafur það hafa skilað sér í sölutölum. „Þessa fyrstu viku hefur leikurinn selst í fleiri þús- undum ein- taka og ljóst að íslenskir FIFA-spilarar taka þessum nýja FIFA- leik opnum örmum. Þessi n ý b r e y t n i með íslensku kápuna hefur verið mjög vin- sæl hjá spilurum og við finnum að það er mikilvægt að hafa hana á leiknum.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, átti mikinn þátt í því að íslenska landslið er nú í leiknum eftir að forveri hans og KSÍ höfnuðu til- boði EA Sports í fyrra. „Ég er búinn að kíkja á okkar lið í leiknum og líst bara vel á. Gaman að sjá okkur í vin- sælasta íþróttatölvuleik í heimi þannig að ég er mjög ánægður með að þetta mælist vel fyrir.“ Sú staðreynd að tölvuleikur- inn seljist nú í bílförmum er athyglisverð í ljósi þess að l e i k i r f y r i r Play station 4 (PS4) og sam- b æ r i l e g a r l e i k j a t ö l v u r eru fjarri því að vera ódýrir. Algengt verð á FIFA 18 leiknum er á bilinu 9-10 þúsund krónur og hefur hann selst upp í einhverjum verslunum sem Fréttablaðið hafði samband við. Allt að 10,6 prósenta munur er á hæsta og lægsta verði leiksins hjá verslunum. Verðathugun Frétta- blaðsins leiddi í ljós að FIFA 18 fyrir PS4 væri ódýrastur hjá Tölvuteki á 8.990 kr. en dýrastur í Elko á 9.995 miðað við uppgefið verð á vefsíðum verslananna í gær. Heimkaup selja leikinn á 9.990 kr. en GameStöðin á 9.499 kr. mikael@frettabladid.is Íslendingar eru FIFA-óð þjóð og leikurinn rokselst Fótboltatölvuleikurinn FIFA 18 hefur selst í mörg þúsund eintökum fyrstu vikuna eftir að hann kom út og betur en leikurinn í fyrra. Sena segir tilkomu íslenska landsliðsins hafa haft áhrif. 10% verðmunur getur verið milli verslana. FIFA 18 hulstur í íslenskum búningi hafa vakið lukku hjá Íslendingum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska lands- liðinu eru í FIFA 18. kæli- og Frí Heimsending á öllum kæli- og frystitækjum 02–08 okt. frystidagar BRETLAND Theresa May, forsætisráð- herra Bretlands, baðst afsökunar á of yfirvegaðri og handritslegri kosn- ingabaráttu flokksins sem fór fram fyrr á árinu og kostaði flokkinn þingmeirihlutann. Það gerði hún í ræðu sinni á landsfundi Íhalds- flokksins. Að sjálfsögðu kom forsætis- ráðherrann einnig inn á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í ræðu sinni. „Ég er sannfærð um að við munum komast að samkomu- lagi sem gagnast bæði Bretlandi og Evrópusambandinu,“ sagði May sem vildi jafnframt fullvissa þá ríkisborgara ríkja ESB sem byggju á Bretlandi um að þeir væru enn þá velkomnir þar í landi. Þegar May vék að stöðu húsnæð- ismála í Bretlandi tilkynnti hún að félagslegum íbúðum yrði fjölgað þar í landi. „Það hefur valdið mér mikilli sorg að við Philip höfum aldrei eign- ast börn. Ég læt það hins vegar ekki stöðva mig í að hjálpa ungu fólki að eignast sitt eigið húsnæði,“ sagði forsætisráðherrann. May komst þó ekki í gegnum ræðu sína áfallalaust en hún var nærri því að missa röddina. Var rödd forsætisráðherrans svo lág að fjármálaráðherra steig upp og rétti henni hálsbrjóstsykur. Jafnframt varð truflun á ræðu May þegar grínistinn Simon Brod- kin gekk að sviðinu og sagði: „Boris bað mér að rétta þér þetta,“ og rétti forsætisráðherranum uppsagnar- bréf. – þea May baðst afsökunar May komst ekki í gegnum ræðuna áfallalaust. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulags- stofnunar um að vinnsla kalkþör- ungasets í Miðfirði skuli ekki vera háð umhverfismati. Í maí 2015 sótti Icecal ehf. um leyfi til Orkustofnunar til hagnýt- ingar 1.200 rúmmetra af kalkþör- ungaseti árlega á ákveðnu svæði í Miðfirði. Nýtingarleyfið var til 30 ára. Talið var að umhverfismats væri ekki þörf. Veiðifélag Miðfirðinga, land- eigandi og Landssamband veiði- félaga kærðu ákvörðunina. Hið sama gerði Húnaþing vestra. Kæru sveitarfélagsins var vísað frá þar sem það hafði ekki lögvarða hagsmuni en fallist var á kröfur annarra aðila. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að ákvörðunin hafi verið of vélræn og uppfyllti hún ekki viðmið laga um mat á umhverfisáhrifum. – jóe Kalksetnáma send til baka 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.