Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 6
FJÁRSJÓÐSLEIT „Hér með áskiljum við okkur allan rétt með tilliti til SS Minden og allra hluta eignarinnar sem þegar eru fundnir eða kunna að finnast,“ segir í bréfi skipafélagsins Hapag-Lloyd til Umhverfisstofn- unar. Hapag-Lloyd er alþjóðlegt skipa- félag með höfuðstöðvar í Ham- borg í Þýskalandi. Í bréfi félagsins til Umhverfisstofnunar segir að það hafi orðið þess áskynja í gegn um fjölmiðla að breska fyrirtækið Advanced Marine Services óski leyfis til að rjúfa gat á skrokk SS Minden til að geta náð út boxi með verðmætum málmi í póstherbergi flutningaskipsins. AMS hefur ekki sagt hver hinn verðmæti málmur er talinn vera. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að miðað við rúmmál kistunnar og miðað við að innihaldið sé gull gæti verðmætið numið yfir 12 millj- örðum króna. Hapag-Lloyd yfirtók á árinu 1970 þýska skipafélagið Nord deutscher Lloyd sem gerði út SS Minden. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að falla í hendur breskra herskipa Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden SS Porta var systurskip flutningaskipsins SS Minden sem liggur á hafsbotni undan Íslandsströndum. MYND/WIKIPEDIA Skipafélagið Hapag- Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafs- botni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á lof- orð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. SS MINDEN Reykjavík Egilsstaðir Færeyjar Gæslusvæði Breta Flak Minden er á þessum slóðum um 120 sjómílur frá ströndum Íslands. sem sóttu að því á fyrstu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Fulltrúar AMS sendu kafbát niður að flaki SS Minden í apríl í vor en voru stöðvaðir af Landhelgis- gæslu Íslands. Bíður fyrirtækið enn ákvörðunar um starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til að ljúka leiðangrinum. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur suðaustur af Íslandi. Bragi Dór Bragason, lögmaður AMS hér á Íslandi, segir í bréfi til Umhverfisstofnunar að hvorki AMS né Umhverfisstofnun sé í stöðu til að meta hver sé eigandi SS Minden og farms þess. Verðmætin verði flutt til Bretlands. „Líkt og áður hefur komið fram í samskiptum okkar þá er það ætlun umbjóðanda míns, komi í ljós að verðmæti sé að finna í flakinu, að skila þeim til breskra yfirvalda, nánar tiltekið „UK Reciever of Wreck“. Er þar um að ræða stjórn- vald innan landhelgisgæslunnar þar í landi sem hefur það hlutverk að rannsaka og skera úr um hver sé eigandi flaks eða þeirra verðmæta sem finnast í flaki,“ rekur Bragi. „Ef hið bæra stjórnvald kemst að þeirri niðurstöðu að flakið eða farmur þess tilheyri tilteknum eiganda þá er verðmætunum skilað til þess aðila gegn því að finnandi eigi rétt á björgunarlaunum sem ákveðin eru af stjórnvaldinu í samræmi við almennar reglur.“ Þá leggur Bragi á það áherslu að Umhverfisstofnun gefi ekki upp staðsetningu SS Minden. „Þá er það ítrekað að trúnaður ríki um nákvæma staðsetningu flaksins, líkt og áður hefur margoft komið fram og samþykkt hefur verið með bréfi Umhverfisstofnunar,“ undirstrikar hann. Almennur frestur til athuga- semda við útgáfu starfsleyfis til handa AMS vegna SS Minden rann út 15. september. Engar athuga- semdir bárust fyrir utan bréf Hapag-Lloyd. „Þetta bréf er ætlað til þess að upplýsa ykkur um, að sem eigendur SS Minden höfum við áhuga á fram- vindu aðgerðaráætlunar AMS varð- andi SS Minden og að fá vitneskju um fyrirætlun þeirra varðandi sér- hver verðmæti sem AMS kanna að finna eða fjarlægja úr skipinu,“ segir Hapag-Lloyd. gar@frettabladid.is VETRARSÝNING JEEP Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 JEEP SÝNING LAUGARDAGINN 7. OKTÓBER OPIÐ 12 - 17 ® ® Í OKTÓBER FYLGJA STÆRRI VETRARDEKK ÖLLUM NÝJUM VERÐ FRÁ 5.890.000.- NEYTENDUR Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráð- herra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vit- leysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna full- trúa í verðlagsnefnd þegar mjólkur- framleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefnd- inni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytend- ur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki til- nefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pét- ursdóttur, framkvæmdastjóra sam- takanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasam- tökin hafi oft hafa gagnrýnt land- búnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Við- skiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagn- rýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytenda- samtökin. Ólíkt sam- tökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Við- skiptaráðs.– aá Enginn vill tilnefna fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd búvara BANDARÍKIN Marilou Danley, kær- asta fjöldamorðingjans Stephens Paddock, kom til Bandaríkjanna í gær. Hún var á Filippseyjum þegar Paddock myrti 58 tónleikagesti við Mandalay Bay hótelið í Las Vegas og særði rúmlega 500 áður en hann svipti sig lífi. Alríkislögregluþjónar tóku á móti Danley þegar hún lenti í Los Angeles í gær og greinir Reuters frá því að Alríkislögreglan (FBI) vonist til þess að Danley samþykki yfirheyrslu. Vonast FBI eftir því að Danley búi yfir upplýsingum um árásina eða ástæðurnar sem lágu að baki henni. Hún hafði verið á Filippseyjum frá því í september. Í viðtali við ástralska miðilinn 7News sögðu systur Danley að hún hefði ekki vitað af ferð sinni til Filippseyja fyrr en Paddock sagðist hafa keypt miða fyrir hana. Hún hefði sem sagt verið send út. – þea Lögreglan tók á móti Marilou Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir ASÍ hafa krafist þess að nefndin yrði lögð niður. LÖGREGLUMÁL Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæslu- varðhald vegna gruns um aðild að stunguárás í heimahúsi í Breiðholti í fyrrakvöld. Mennirnir eru grunaðir um að hafa átt aðild að verknað- inum. Annar þeirra var handtekinn í fyrrakvöld en hinn í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglu- fulltrúi, segir rannsókn málsins í fullum gangi. Lögreglan hefur yfir- heyrt töluvert marga vegna árásar- innar. Einar segist ekki hafa tölu yfir hve marga. Spurður hvort margir hafi verið á vettvangi árásarinnar segist hann ekki gefa það upp. Maðurinn sem ráðist var á var fluttur á sjúkrahús í fyrrakvöld og gekkst undir aðgerð. Hann var stunginn í kviðarholið en lögreglan hefur lýst árásinni sem„töluverðri atlögu.“ Maðurinn er ekki talinn vera í lífshættu. -bo Í gæsluvarðhald vegna árásar 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.