Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 42
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI „Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstu- dagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru stað- ráðnir í að komast á annað stórmót. Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síð- asta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð. Þetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissu- lega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirr- ing sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fót- bolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstu- dagskvöldið. Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurn- ingin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“ Öll lið geta komist einu sinni á stórmót Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir mikil gæði hjá Íslandi og að það sýni sig með því að liðið er enn þá að gera góða hluti eftir hafa komist á EM 2016. Honum fannst skrítið að spila ekki með Kára Árnasyni á móti Úkraínu í síðasta leik. Ragnar Sigurðsson hlustar á þjóðsönginn ásamt þeim Gylfa Þór Sigurðssyni, Hannesi Þór Halldórssyni og Aroni Einari Gunnarssyni fyrir leikinn á móti Úkraínu á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Skrifar frá Antalya Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Ragnar Sigurðsson L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi - Fæst í apótekum - Hunangsplástur og sárakrem með hunangi. Hentar á allar tegundir sára. Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár. Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur. www.wh.is 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R28 Nýjast Domino’s-deild kvenna í körfu Snæfell - Keflavík 63-77 Stigahæstar: Kristen Denise McCarthy 23/12 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 14 - Brittanny Dinkins 26/7 fráköst/11 stoð- sendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14, Thelma Dís Ágústsdóttir 12. Haukar - Stjarnan 73-66 Stigahæstar: Cherise Daniel 18/10 fráköst/8 stoðs., Helena Sverrisdóttir 17/14 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 16 - Sylvía Rún Hálf- danardóttir 16, Danielle Rodriguez 16. Valur - Breiðablik 87-63 Stigahæstar: Alexandra Petersen 23/8 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverris- dóttir 17/8 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 15 - Ivory Crawford 17, Auður Íris Ólafsdóttir 12. Njarðvík - Skallagrím. 66-84 Stigahæstar: Hrund Skúladóttir 17, María Jónsdóttir 12 - Carmen Tyson-Thomas 32/22 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16, Fanney Lind G. Thomas 14. Í dag 15.50 Armenía - Pólland Sport 15.50 Aserbaídsjan - Tékkl. Sport 2 18.35 England - Slóvenía Sport 2 18.35 N-Írland - Þýskal. Sport 3 18.35 Skotland - Slóvakía Sport 4 19.00 KR - Njarðvík Sport 20.45 HM Markasyrpa Sport 2 21.30 Safeway Open Golfstöðin Domino’s-deild karla í körfubolta 19.15 Höttur - Stjarnan 19.15 Ke£avík - Valur 19.15 Tindastóll - ÍR 19.15 KR - Njarðvík ERLINGUR TIL HOLLANDS Erlingur Richardsson er tekinn við hollenska karlalandsliðinu í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við hol- lenska handknattleikssambandið. Erlingur var síðast við stjórnvölinn hjá Füchse Berlin í Þýskalandi en var rekinn þaðan fyrir tæpu ári. Þar á undan þjálfaði hann West Wien í Austurríki og hér heima þjálfaði hann bæði hjá ÍBV og HK. Pavel Ermol- inskij og félagar hans í KR hefja titilvörnina á heima- velli á móti Njarðvík í kvöld. BJARNI AÐSTOÐAR RÚNAR Bjarni Guðjónsson verður aðstoðarmaður Rúnars Kristins- sonar hjá KR. Þeir þekkjast vel en Bjarni lék undir stjórn Rúnars hjá KR á árunum 2010-14. Á þeim tíma vann KR tvo Íslandsmeistara- titla og þrjá bikartitla. Bjarni tók við KR af Rúnari haustið 2014 og stýrði Vesturbæjar- liðinu fram á mitt sumar 2016 þegar hann var látinn taka pokann sinn. Á síðasta tímabili var Bjarni aðstoðarmaður Loga Ólafssonar hjá Víkingi R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.