Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 42

Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 42
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI „Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstu- dagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru stað- ráðnir í að komast á annað stórmót. Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síð- asta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð. Þetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissu- lega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirr- ing sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fót- bolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstu- dagskvöldið. Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurn- ingin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“ Öll lið geta komist einu sinni á stórmót Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir mikil gæði hjá Íslandi og að það sýni sig með því að liðið er enn þá að gera góða hluti eftir hafa komist á EM 2016. Honum fannst skrítið að spila ekki með Kára Árnasyni á móti Úkraínu í síðasta leik. Ragnar Sigurðsson hlustar á þjóðsönginn ásamt þeim Gylfa Þór Sigurðssyni, Hannesi Þór Halldórssyni og Aroni Einari Gunnarssyni fyrir leikinn á móti Úkraínu á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Skrifar frá Antalya Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Ragnar Sigurðsson L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi - Fæst í apótekum - Hunangsplástur og sárakrem með hunangi. Hentar á allar tegundir sára. Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár. Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur. www.wh.is 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R28 Nýjast Domino’s-deild kvenna í körfu Snæfell - Keflavík 63-77 Stigahæstar: Kristen Denise McCarthy 23/12 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 14 - Brittanny Dinkins 26/7 fráköst/11 stoð- sendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14, Thelma Dís Ágústsdóttir 12. Haukar - Stjarnan 73-66 Stigahæstar: Cherise Daniel 18/10 fráköst/8 stoðs., Helena Sverrisdóttir 17/14 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 16 - Sylvía Rún Hálf- danardóttir 16, Danielle Rodriguez 16. Valur - Breiðablik 87-63 Stigahæstar: Alexandra Petersen 23/8 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverris- dóttir 17/8 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 15 - Ivory Crawford 17, Auður Íris Ólafsdóttir 12. Njarðvík - Skallagrím. 66-84 Stigahæstar: Hrund Skúladóttir 17, María Jónsdóttir 12 - Carmen Tyson-Thomas 32/22 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16, Fanney Lind G. Thomas 14. Í dag 15.50 Armenía - Pólland Sport 15.50 Aserbaídsjan - Tékkl. Sport 2 18.35 England - Slóvenía Sport 2 18.35 N-Írland - Þýskal. Sport 3 18.35 Skotland - Slóvakía Sport 4 19.00 KR - Njarðvík Sport 20.45 HM Markasyrpa Sport 2 21.30 Safeway Open Golfstöðin Domino’s-deild karla í körfubolta 19.15 Höttur - Stjarnan 19.15 Ke£avík - Valur 19.15 Tindastóll - ÍR 19.15 KR - Njarðvík ERLINGUR TIL HOLLANDS Erlingur Richardsson er tekinn við hollenska karlalandsliðinu í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við hol- lenska handknattleikssambandið. Erlingur var síðast við stjórnvölinn hjá Füchse Berlin í Þýskalandi en var rekinn þaðan fyrir tæpu ári. Þar á undan þjálfaði hann West Wien í Austurríki og hér heima þjálfaði hann bæði hjá ÍBV og HK. Pavel Ermol- inskij og félagar hans í KR hefja titilvörnina á heima- velli á móti Njarðvík í kvöld. BJARNI AÐSTOÐAR RÚNAR Bjarni Guðjónsson verður aðstoðarmaður Rúnars Kristins- sonar hjá KR. Þeir þekkjast vel en Bjarni lék undir stjórn Rúnars hjá KR á árunum 2010-14. Á þeim tíma vann KR tvo Íslandsmeistara- titla og þrjá bikartitla. Bjarni tók við KR af Rúnari haustið 2014 og stýrði Vesturbæjar- liðinu fram á mitt sumar 2016 þegar hann var látinn taka pokann sinn. Á síðasta tímabili var Bjarni aðstoðarmaður Loga Ólafssonar hjá Víkingi R.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.