Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 48

Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 48
er Ragnar Helgi Ólafsson sem hefur leik í Harbinger að Freyjugötu 1 í kvöld og fær svo til sín gestaskáld á hverjum degi sýningartímans.“ Á morgun byrjar ballið með því að Hildigunnur Birgisdóttir opnar sýningu á skúlptúrum, vídeóum og kaktusum í Þjónustumiðstöðinni að Vesturgötu 7 klukkan 15. Í hús- næði Hönnunarmiðstöðvarinnar í Aðalstræti tekur Ásgerður Birna Björnsdóttir við, búin að smíða þeramín, hljóðfæri sem fólk spilar á án þess að snerta. „Ferðalög fólksins kringum skúlptúrana búa til hljóðið sem verður streymt yfir í Kling og Bang í Mar shall húsinu á Granda- garði. Þannig verða hreyfingar fólks í Geysishúsinu að hljóðmynd í Kling og Bang,“ útskýrir Edda Kristín. „Það eru margir svona snúningar á hátíð- inni.“ Formleg opnunarhátíð Sequences verður í Hafnarhúsinu, í portinu klukkan 16. „Þar verður listamaður- inn Aki Sasamodo með kraftmik- inn og hressandi gjörning þar sem tramp ólín og ruslagámar koma við sögu,“ lýsir Edda Kristín. „Göngutúr þessa dags endar svo í Marshallhús- inu, en gjörningar verða á vegi fólks á leiðinni þangað og Endalausi dagur- inn, yndislegt verk eftir Birgi Andrés- son, er á húsgafli á Grandagarði 39.“ Í Marshallhúsinu verða tvær sýn- ingar opnaðar samtímis klukkan 17. Samsýning og sólargjörningur í Kling og Bang og í kjölfarið opnar hin bandaríska Joan Jonas sýningu í Nýlistasafninu. Hún er heiðurs- listamaður hátíðarinnar. „Við erum afskaplega ánægð og stolt af því að Jonas skyldi koma,“ segir Edda Kristín og heldur áfram: „Hún hefur gert margt eftirtektarvert á sínum ferli sem hófst á 6. áratugnum. Vinnur með vídeó, gjörninga, hljóð og frásagnir sem birtast í verkunum á ýmsan máta. Elsta vídeóverkið hennar, frá 1968, er á sýningunni og þau nýjustu eru frá 2016. Jonas lærði upphaflega skúlptúr en er frum- kvöðull í vídeó- og gjörningalist, er nýjungagjörn, forvitin og framsækin og verður með tilraunakennt erindi í Tjarnarbíói á sunnudaginn. Það er gjörningur sem ég held að verði algert sælgæti fyrir skilningarvitin. Þar blandar hún saman marglaga vörpun og litríkum og hrífandi texta. Jonas er að vinna með Maríu Huld Markan tónskáldi. Við erum alsæl með að hún skyldi vilja gera eitthvað alveg nýtt hér.“ Margot Norton, sýningarstjóri New Museum í New York, heldur utan um aðaldagskrá Sequences. En svo er aukadagskrá. „Þannig er Sequences, eins og í upphafi, vettvangur fyrir til- raunir þar sem listamennirnir hafa frjálsar hendur,“ segir Edda Kristín. „Ég held að það sé hægt að fullyrða að mikil gróska sé í myndlistinni hér á landi og listamenn og aðrir njóta þess að kynnast senunni. Svona hátíðir virka líka eins og vítamínsprauta – kjarni sem mikilvægt er að hlúa að og áhrifin seytla út í lögin.“ SVONA HÁTÍÐIR VIRKA LÍKA EINS OG VÍTAMÍNSPRAUTA – KJARNI SEM MIKILVÆGT ER AÐ HLÚA AÐ OG ÁHRIFIN SEYTLA ÚT Í LÖGIN. Það verður margt spenn-andi að skoða í galleríum og öðrum sýningar-stöðum, enda koma listamennirnir, tuttugu og einn talsins, víða að úr heiminum,“ segir Edda Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri myndlistarhátíðarinnar Sequenc- es sem verður formlega opnuð á morgun í áttunda sinn og stendur til 15. október. Reyndar verður þjóf- start í kvöld. „Yfirskrift hátíðarinnar er Teygjanlegir tímar og þegar einn listamaðurinn óskaði eftir að opna sýningu kvöldið fyrir formlega opnun gátum við ekki neitað. Það Sælgæti fyrir skilningarvitin á listahátíðinni Sequences Sequences myndlistarhátíðin er tíu daga tvíæringur í Reykjavík sem hefst formlega á morgun en þjófstartar í kvöld. Þar eru framsækin verk eftir fjölda listamanna. Það eru hressandi dagar fram undan hér í borginni því það er alltaf eitthvað stórkostlegt sem gerist þegar listafólk frá ýmsum löndum hittist og tengir verk sín saman þó ólík séu,“ segir Edda Kristín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Verk eftir Birgi Andrésson, er á Grandagarði 39. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.