Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 2

Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 2
Vara við virkjunumVeður Í dag er útlit fyrir suðvestanstrekkingsvind með rigningu eða jafn vel slyddu öðru hvoru, en skúrum fyrir austan. Hiti 2 til 7 stig. Sjá SÍðu 62 trúfélög Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóð­ kirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjár­ hagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkis­ sjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guð­ björg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóð­ kirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleið­ ingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guð­ björg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún. Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoð­ unar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárla­ gaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frá­ dráttar,“ varaði Gísli við og undir­ strikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reiknings­ haldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjár­ veitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlaga­ frumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sér­ tekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október. „Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar rík­ isins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem fram­ lag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðu­ neyti,“ sagði nefndin. gar@frettabladid.is Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlagaumhverfis. Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, benti þingheimi á að sértekjur gætu komið til frádráttar á ríkisframlagi. Fréttablaðið/Valli VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair Skíðaferðir til Austurríkis Vikuferðir til Saalbach Verð frá 145.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar Á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á hótel Sport Aktiv 23. Janúar í 1 viku. *Verð án Vildarpunkta 155.900 kr. Það þarf að passa það alveg sérstak- lega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni. Séra Gísli Jónasson formaður kirkjuþings VÍSindi Trúaruppeldi gerir börn kaldlyndari og refsiglaðari en upp­ eldi á heimilum trúlausra. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem birtar hafa verið í vísindatíma­ ritinu Current Biology. Vísindamenn úr sjö háskólum gerðu þessa rannsókn á nærri 1.200 börnum víðs vegar um heiminn. Nærri fjórðungur barnanna var úr kristnum fjölskyldum, 43 prósent úr fjölskyldum múslima og rúm­ lega þriðjungur úr fjölskyldum kristinna. „Niðurstöður okkar,“ segir í greininni, „ganga þvert á þá almennu og viðteknu hugmynd að börn frá heimilum trúaðra séu meiri mannvinir og sýni öðrum góðvild.“ Enn fremur ganga niðurstöð­ urnar þvert gegn þeirri hugmynd að trú sé nauðsynleg fyrir þróun siðferðiskenndar: „Þetta styður þá hugmynd að undanhald trúarinnar í siðferðilegri umræðu dragi ekki úr manngæsku – satt að segja hefur það þveröfug áhrif.“ Þá sýna niðurstöðurnar að trú­ hneigð ýti undir refsigleði barna. Enn fremur virðast börn, sem koma frá heimilum trúaðra, vera dóm­ harðari gagnvart öðrum. Frá þessu er skýrt á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Þar er bent á að meirihluti íbúa jarðar­ innar standi í þeirri trú, að trú á guð sé nauðsynleg fyrir siðferðið. – gb Áhersla á trú í uppeldi ýtir undir kaldlyndi börn í kirkju. NordicphotoS/aFp SkipulagSmál Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Þ.G. verktaka um að koma upp tveimur bygg­ ingar krönum á Hlíðarendasvæð­ inu í Reykjavík. Samgöngustofa metur það sem svo að kranarnir kæmu til með að slaga upp í aðflugsflöt minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Til stendur að reisa 600 íbúðir á svæðinu og stærsta hótel landsins. Valsmenn hf., eigandi bygg­ ingarlóðarinnar, hefur vísað á samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innan­ ríkisráðherra og Jón Gnarr borgar­ stjóri undirrituðu um að loka ætti norðaustur­suðvestur flugbraut­ inni síðla árs 2013. En síðan þá hefur ekkert gerst af hálfu innan­ ríkisráðuneytisins. Dagur B. Eggertsson, borgar­ stjóri Reykjavíkur, vildi í gær­ kvöldi ekki tjá sig um málið fyrr en hann væri búinn að kynna sér það betur. – srs, hmp Mega ekki reisa byggingarkrana „Ef við myndum virkja hverja einustu á á Íslandi gætum við mögulega framleitt tíu prósent af því rafmagni sem Bretar nota,“ sagði Andri Snær Magnason á blaðamannafundi sem hann og Björk Guðmundsdóttir boðuðu til í gær til að vara við virkjanaáformum stjórnvalda. „Ríkisstjórnin sem hefur aðeins verið við völd í tvö ár hefur þegar planað að virkja 80 svæði á Íslandi. Talan er sem betur fer komin niður í 54 svæði nú,“ sagði Björk. Fréttablaðið/GVa 7 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.