Fréttablaðið - 07.11.2015, Side 4

Fréttablaðið - 07.11.2015, Side 4
Vikan 02.11.2015–08.11.2015 króna var kortavelta erlendra ferðamanna á Íslandi í ágúst. hjúkrunarfræðinga gæti Land- spítalinn ráðið til vinnu strax í dag – ef þeir væru á lausu. 93 ára er elsti jógaiðkandinn á Seltjarnarnesi. 150% er aukningin á sölu jólabjórs á síðustu 10 árum. 2 milljónir skuldar Reykjavíkurborg á hvern íbúa. nýir Volkswagen-fólksbílar voru seldir í október – þrátt fyrir hneykslismál. 22,2 milljarðar 100 83 magnús Harðarson, forseti Sálar- rannsóknar- félags Íslands, sagði svika- miðla falla á skyggnilýsing- arprófi. Fréttir af skyggnilýsinga- fundi Önnu Birtu Lionaraki vöktu athygli en hún stóðst öll próf upp á hundrað, að sögn Magnúsar. Hann gat þess að fólk sem ekki gæti haft samband við handanheim guggnaði á prófi félagsins. Sýrlensku hjónin Feryal aldahash og Wael aliyadah, sem dvalið hafa á Íslandi í fjóra mánuði ásamt dætrum sínum, leggja nú hart að sér í íslenskunámi. Útlendinga- stofnun hafnar því að fjalla um umsókn fjölskyldunnar um hæli þar sem hún hafi þegar verið komin með hæli í Grikklandi. Ákvörðunin hefur verið kærð. Í Grikklandi var fjölskyldan á ver- gangi. Páll Winkel fangelsismála- stjóri hefur skorið niður fjórðu hverja krónu frá hruni. Hann á nú að ráðast í enn frekari niðurskurð. Páll segir aðstæður fanga óforsvaranlegar. Sum fangelsin hafi verið á undan- þágu frá heilbrigðiseftirliti um áratugaskeið. Dæmi séu um að fólk reyni ýmislegt til að gera sér fangelsisvistina bærilegri. Þrír í fréttum Miðlar, hælisleitendur og fangar Heilbrigðismál „Við gerðum alvarlegar athugasemdir við geð- heilbrigðisstefnuna þegar hún var lögð fram í sumar og lýstum yfir þungum áhyggjum af því að í henni var ekki að finna áætlanir um að tryggja þjónustu við yngsta og við- kvæmasta aldurshópinn frá með- göngu að tveggja ára aldri þrátt fyrir að að fjöldi rannsókna í tauga- vísindum bendi til þess að þessi tími hafi gríðarlega mikil áhrif á fram- tíðarheilbrigði fólks,“ segir Sæunn Kjartansdóttir hjá Miðstöð foreldra og barna. Sæunn nefnir að í nýrri áætlun sem Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra kynnti í byrjun vikunnar sé að finna orðalagið að lengi búi að fyrstu gerð og að góður aðbúnaður barna og jákvæð tengsl við aðra séu mikilvægustu atriði þegar horft er á geðheilbrigði þjóðar til lengri tíma. En það séu orðin tóm. Engin tilraun sé gerð til að útfæra úrræði. „Það er mjög áberandi hér á landi hversu mikil tregða er til að viður- kenna bága stöðu yngstu barnanna sem eiga foreldra sem glíma við til- finningalegan vanda af einhverju tagi, allt frá kvíða yfir í alvarlegar geðraskanir eða neyslu. Rannsóknir sýna svo að ekki verður um villst að vandi foreldranna verður vandi barnsins. Vandi foreldra bitnar á andlegri og líkamlegri heilsu barna og vel- ferð þeirra. Afleiðingarnar geta orðið veik sjálfsmynd, lök félagsleg færni, kvíði og andfélagsleg hegðun. Börn með örugg tengsl við foreldra sína eru mun betur í stakk búin til að takast á við mótlæti og velja heil- brigðar leiðir þegar á þau reynir.“ Hjá Miðstöð foreldra og barna er foreldrum í vanda hjálpað frá með- göngu og á fyrsta æviskeiði barns- ins. „Markmiðið er að efla tengsl á milli foreldra og barna. Tengsla- myndunin hefur mikil áhrif fram á fullorðinsár. Ein helsta ógn við hana er vanlíðan foreldra, ekki síst kvíði og þunglyndi,“ útskýrir Sæunn. „Hjálpin felst í að veita foreldrum sem eiga von á barni eða eiga barn á fyrsta ári meðferð. Hún er í formi samtalsmeðferðar og barnið kemur með í viðtölin þegar það er fætt. Við fylgjumst með hvernig barni og for- eldrum líður, tölum við barnið ekki síður en foreldrana, og leitumst við að skilja eðli vandans.“ Sæunn segir árangur góðan og oft þurfi ekki mikið til, stundum örfá viðtöl til að koma foreldrum og barni á réttan kjöl. „Mjög áreiðan- legar rannsóknir sýna fram á að börn með örugg tengsl eiga betra með að setja sig í spor annarra, vegna þess að foreldrar hafa gert slíkt hið sama við þau. Þau koma þar af leiðandi síður illa fram við aðra sem er hluti af and- félagslegri hegðun.“ Sæunn segir stjórnvöld ekki mjög áhugasöm um árangurinn og mikilvægi þjónustunnar. „Við vitum ekki hvort við lifum eftir áramót. Á hverju ári þurfum við að eyða dýrmætum tíma sem annars færi í meðferðarvinnu í að berjast fyrir starfseminni. Við erum sífellt að sanna tilverurétt okkar, eins og þetta sé prívat áhugamál okkar en ekki nauðsynlegur liður í heil- brigðisþjónustu. Við myndum vilja taka við miklu fleiri fjölskyldum en okkur er mjög þröngur stakkur skorinn. Það er tími til kominn að við horfumst í augu við að það er alvarleg brotalöm í íslensku vel- ferðarkerfi þegar kemur að vanda fjölskyldna með börn frá meðgöngu og fyrstu þrjú til fimm árin.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Sæunn í viðtalsherberginu þar sem hún hittir foreldra sem vilja styrkja tengsl sín við barnið. Örugg tengsl barns við foreldri minnka líkur á andfélagslegri hegðun. Fréttablaðið/anton Vandi foreldra verður barna Til Miðstöðvar foreldra og barna koma foreldrar, sem eiga von á barni og glíma við allt frá vægum geðrösk- unum yfir í neyslu, til meðferðar. Rannsóknir sýna að með inngripi má bjarga börnum sem annars væru líkleg til að leiðast á braut glæpa eða þurfa þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. slys Eldur kom upp í vélarrúmi rann- sóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar á þriðja tímanum í gær. Skipið var í slipp í Reykjavíkurhöfn þegar eldur kviknaði. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vett- vang. Orsök þess að kviknaði í er ókunn að sögn Marteins Geirssonar, deildar- stjóra aðgerðasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir starfs- menn Slippsins hafa brugðist rétt við með því að loka vélarrýminu og setja eldvarnakerfi skipsins af stað og þannig kæft eldinn. Reykkafarar slökkviliðsins könnuðu verksummerki og eftir að gengið var úr skugga um að eldurinn væri slokknaður hóf slökkviliðið að reykræsta skipið. Marteinn segir erfitt að meta skemmdir en hann telur þær ekki miklar. Þá segir hann björgunarstörf hafa tekist afar vel. „Ég held að við höfum sett eitthvert Íslandsmet. Það tók okkur ekki nema tvær mínútur að komast á vettvang.“ – srs Slökkviliðsmenn að störfum við slippinn í reykjavíkurhöfn í gær þar sem upp kom eldur í vélarrúmi rannsóknarskipsins bjarna Sæmundssonar. Fréttablaðið/Vilhelm Lokuðu og settu eldvarnakerfið í gang Við erum sífellt að sanna tilverurétt okkar, eins og þetta sé prívat áhugamál okkar en ekki nauðsynlegur liður í heil- brigðisþjónustu. Sæunn Kjartansdóttir hjá Miðstöð foreldra og barna 7 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 l a U g a r D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.