Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2015, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 07.11.2015, Qupperneq 18
Búrma Engar áreiðanlegar skoðana­ kannanir hafa verið gerðar í Búrma, eða Mjanmar eins og landið er einn­ ig nefnt, fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða á morgun. Mikil óvissa ríkir því um úrslitin þótt Aung San Suu Kyi og flokkur hennar, Lýðræðisfylkingin, njóti greinilega mikilla vinsælda. Hvernig sem fer, þá verða þetta tímamótakosningar því þetta er í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem Lýð­ ræðisfylkingin, helsta afl stjórnar­ andstöðunnar, tekur þátt í þing­ kosningum í landinu. Herforingjastjórnin, sem stjórnað hefur landinu áratugum saman, hefur staðið fyrir ýmsum umbótum á síðustu árum, bæði efnahagsleg­ um og pólitískum. Herforingjastjórnin þykir samt ekki líkleg til að sleppa alveg hend­ inni af stjórn landsins, jafnvel þótt svo fari að Lýðræðisfylkingin vinni stóran sigur. Stjórnin hefur sagt að of hraðar breytingar geti leitt af sér ólgu í landinu. Framkvæmd kosninganna hefur auk þess verið gagnrýnd, meðal annars fyrir ónákvæma skráningu á kjörskrá. Dæmi eru þess að látið fólk sé á kjörskránni og margir sprelllifandi kjósendur eru ekki á skránni. Og hvernig sem úrslitin verða, þá verður Suu Kyi hvort eð er óheimilt að gegna forsetaembætti vegna tengsla hennar við Bretland, en báðir synir hennar eru breskir ríkis­ borgarar. Samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem herforingjastjórnin samdi, má enginn gegna forseta­ embættinu ef maki eða börn eru erlendir ríkisborgarar. Auk þess hefur herforingjastjórn­ in fyrirfram tryggt sér fjórðung allra þingsæta hið minnsta, alveg óháð úrslitunum. Það þýðir að Lýðræðis­ fylkingin nær ekki meirihluta nema með því að tryggja sér meira en tvö af hverjum þremur þeirra þing­ sæta, sem í raun er kosið um. Þetta þýðir líka að Lýðræðis­ fylkingin og aðrir stjórnarand­ stöðuflokkar geta ekki gert neinar breytingar á stjórnarskrá landsins, jafnvel þótt herforingjastjórnin fái einungis þessi 25 prósent þingsæta, því til þess að gera slíkar breytingar þarf meira en 75 prósent atkvæða á þingi. „Ekki er hægt að líta svo á að kosningar séu sanngjarnar ef 25 prósent þingsæta eru afhent hernum, og þeim flokki sem hann styður, áður en eitt einasta atkvæði hefur verið greitt,“ segir Brad Adams, framkvæmdastjóri Asíu­ deildar mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Hann segir það að vísu jákvætt, að fjölmennir kosningafundir hafi verið haldnir hindrunarlaust. Hins vegar nægir það ekki til að bæta upp fyrir kosningakerfi, sem kerfisbund­ ið styður einn flokk umfram aðra. Suu Kyi segist engu að síður ætla sér stóran hlut við stjórn landsins að kosningunum loknum, vinni flokkur hennar nægilegan sigur. „Ég mun verða æðri forsetanum,“ sagði hún og lætur það ekki trufla sig, þótt hún fái ekki forsetaemb­ ættið. gudsteinn@frettabladid.is 11. nóvember 2015, kl. 8:30 – 15:00 á Reykjavík Natura Húsið opnar með morgunverði kl. 8:30 09:00 Setning ráðstefnu Ásta Bjarnadóttir - Best í heimi í ráðningarferlum - hvað segja rannsóknir? Elsa Heimisdóttir - Mönnunaráætlun og greining á framtíðar starfsmannaþörf 10.25 Kaf Ole I. Iversen - An investigation into possible aws in the recruitment process Marina Dögg Jónsdóttir - Ráðningar hjá CCP - Starf eða leikur 12.00 Hádegisverður Leifur Geir Hafsteinsson - Dýrustu ráðningamistökin eru ekki þau sem þú heldur! Auðunn Gunnar - Breyttar áherslur umsækjenda, er hægt að verða við þeim? 14.10 Kaf Árelía Eydís Guðmundsdóttir - Eldri vinnukraftur sem vinnur frá “Urban-hub” í Honolúlú - er það framtíðin? Lokaorð Halldóra Geirharðsdóttir 15:00 Ráðastefnulok Er fyrirtækið rétt mannað? Ráðstefna um mönnun og ráðningar Skráninig og ítarlegar upplýsingar á brennidepill.is Brennidepill Ásta Elsa Ole Marina Leifur Geir Auðunn Árelía Birna ráðstefnustjóri Ráðstefna 2015.11.11.indd 1 3.11.2015 13:52:40 Viðskipti Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar­ og viðskipta­ ráðherra í gær. Í skýrslunni er umfang íbúða­ gistingar dregið fram og jafnframt settar fram tillögur sem miða að því að einfalda skráningu íbúða í því augnamiði að draga úr skattsvikum og skýra reglur. Á vefsíðunni Airbnb eru um 3.400 herbergi og íbúðir skráð á Íslandi. Þar af eru 1.900 herbergi og íbúðir í Reykjavík. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að reglur um skattlagningu íbúðagistingar séu ekki skýrar. Mikilvægt sé að haga skattalöggjöf með þeim hætti að hvati verði til þess að stunda starfsemina löglega með tilheyrandi greiðslum skatta og gjalda. – sg Fjögur prósent íbúða leigð túristum Horft yfir Reykjavík að hausti. Ekki sést á húsunum hvar leigt er út til ferða- fólks. FRéttablaðið/VilHElm Tímamótakosningar en meingallaðar Þingkosningarnar í Búrma á morgun verða þær fyrstu í aldarfjórðung þar sem kjósendum standa raunverulegir valkostir til boða. Her- foringjastjórnin hyggst samt alls ekki sleppa hendinni alveg af stjórninni og hefur fyrirfram tryggt sér fjórðung þingsætanna. Nóbelsverðlaunahafinn aung San Suu Kyi á fjölmennum kosningafundi í byrjun mánaðarins. FRéttablaðið/EPa Aung San Suu Kyi hefur verið leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma í meira en aldarfjórðung, eða allt frá því hún sneri aftur heim árið 1988 eftir að hafa dvalist langdvölum erlendis. Lýðræðisfylking hennar vann stór- sigur í þingkosningum árið 1990, en herforingjastjórnin í landinu tók ekki mark á þeim úrslitum. Suu Kyi var sett í stofufangelsi og var það meira og minna næstu tvo áratugina, með fáeinum hléum. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en komst ekki til að taka við þeim fyrr en árið 2012, 21 ári síðar. Eftir að herforinginn Thein Sein varð forsætisráðherra landsins árið 2007 hófst hann fljótlega handa við að gera ýmsar lýðræðisumbætur og lét meðal annars pólitíska fanga lausa í stórum stíl. Árið 2010 efndi herforingja- stjórnin aftur til þingkosninga, en Lýðræðisfylkingin sá ekki ástæðu til að taka þátt í þeim, enda var Suu Kyi enn í stofufangelsi. Suu Kyi bauð sig hins vegar fram til þings í aukakosningum árið 2012 og hefur setið á þingi síðan. Lýðræðisfylking hennar tekur þátt í þingkosningunum á morgun, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Ég mun verða æðri forsetanum. Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar Herforingjastjórnin og lýðræðisbaráttan thein Sein 7 . n ó V e m B e r 2 0 1 5 L a U G a r D a G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.