Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 20

Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 20
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Internetið getur verið kaldranalegur staður. Í vikunni las ég níð um sjálfa mig sem sveið sárar en nokkurt uppnefni sem mér hefur verið gefið. Ég var kölluð „miðaldra kerling“. Sjálfsmynd mín hefur ekki beðið jafnmikinn hnekki síðan mér var sagt á Kaffibarnum fyrir nokkrum árum að ég liti út eins og frambjóðandi til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins – í sveitarstjórnar­ kosningum. Nettröll eru þó ekki eina hættan sem steðjar að grand­ lausum egóum á vafri um veraldarvefinn. Um samfélags­ miðla á borð við Facebook og Instagram seytlar margt hættulegra. Eins og heimalagaðar bollakökur, kossa­ myndir frá Balí, fullkomlega lakkaðar táneglur í flæðar­ máli, fólk að hlaupa maraþon, hrukkulausir jafnaldrar, brjóstaskoru­sjálfur, hvítlaukslegnar nautalundir bornar fram með seljurótarfroðu, yngra fólk en maður sjálfur í yfirmannsstöðum. Rannsóknir sýna ítrekað að samfélagsmiðlar hafa nei­ kvæð áhrif á sjálfsmynd fólks. Athugun sem gerð var við háskólann í Salford í Bretlandi leiddi til að mynda í ljós að helmingi þeirra sem nota slíka miðla líður verr fyrir vikið. Ástæðan: Fólki fannst eigin tilvist blikna í samanburði við fullkomlega „filteruð“ og „fótósjoppuð“ líf vina sinna í netheimum. Ég taldi þó um tíma að ástandið væri að lagast. Ekki vera aumingi Síðustu mánuði hefur sprottið upp fjöldi herferða í fjöl­ miðlum og á samfélagsmiðlum sem ætlað er að vekja athygli á málefnum sem eiga það sameiginlegt að vera tabú. Skemmst er að minnast átaksins „Útmeð’a“ sem beindi sjónum að sjálfsvígum ungra karla. Á Facebook­ síðunni „Ekki halda stressi til streitu“ er vakin athygli á skaðsemi streitu. Konur hafa greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi undir formerkinu #þöggun. Og svo mætti lengi telja. Sumum virðist hins vegar mislíka þessi opna umræða. Um síðustu helgi birtist í Fréttablaðinu grein sem vakti töluverða lukku eftir Óttar Guðmundsson geðlækni þar sem hann skammaðist út í þá sem bera raunir sínar á torg. Kallaði hann þá „aumingja vikunnar“ og vitnaði í systur sína. Óttar stendur ekki einn í átakinu sem nefna mætti „Inn­ með’a“ – #bældaraÍsland2015. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson fór háðulegum orðum um kollega sinn, Hallgrím Helgason, er Hallgrímur opinberaði fyrir alþjóð að honum hefði verið nauðgað sem ungum manni í München. Óttar og Guðbergur eru talsmenn forneskjulegra gilda: Það er miklu betra að henda sér bara tignarlega fram af klöpp en að vera að væla þetta um vanlíðan. Nauðgun. Plís, kerlingar, ekki vera í svona stuttum pilsum. Þung­ lyndi. Taktu þig taki. Átröskun. Fáðu þér hamborgara. Stress. Það er ekkert að þér. Krabbamein. Hvað er svona merkilegt við það? Kvíði. Ekki vera aumingi. Valíum og vodka Þegar maður hefur ekki tíma til að lakka á sér táneglurnar (hvað þá að staðsetja þær í flæðarmáli og taka mynd), finnur ekki hreinan brjóstahaldara og veiðir einn upp úr þvottakörfunni, gleymir að fara í Bónus og býður matar­ gestum upp á 1944 með tómatsósu og er svo bara allt í einu orðinn miðaldra án þess að hafa nokkru sinni verið nálægt því að hafa mannaforráð er mynd af hvítlauks­ legnum nautalundum með seljurótarfroðu á Facebook nóg til að maður teygi sig í valíumið og vodkaflöskuna. Einlægar játningar fólks um erfiðleika sem það tekst á við og ráð til þeirra sem ef til vill glíma við það sama gera samfélags­ og fjölmiðla svo miklu manneskjulegri en „fótósjoppaðar“ ýkjusögur um Sigga sem segist hróðugur vera að „meikaða“ í útlöndum en lifir í raun á kerfinu í Köben og spilar á gítar fyrir klink sem kastað er í hann á Strikinu sem hann eyðir svo í bjór. Óskandi er að átakið „Innmeð’a“ verði ekki til þess að þau tabú sem hugrakkar sálir hafa hrakið fram úr skugg­ anum hverfi aftur úr umræðunni. Þótt það fari vel um þá Óttar og Guðberg á átjándu öldinni megum við hin alveg halda áfram för okkar um þá tuttugustu og fyrstu. Bældara Ísland 2015 Þegar Edda Jónsdóttir myndlistarmaður opnaði Gallerí i8 fyrir tuttugu árum grunaði fáa hvað í vændum væri. Sýnt var í borulegri kjallaraholu við Ingólfsstræti 8. Hreinn Friðfinnsson, einn dáðasti listamaður sinnar kynslóðar, reið á vaðið með ný verk. Fyrr en varði var galleríið komið á listamessur úti í heimi með framúrskarandi lista­ menn á sínum vegum: bræðurna Kristján og Sigurð Guðmundssyni, Rögnu Róbertsdóttur og fleiri. Nú er i8 alþjóðlegt gallerí með um 20 listamenn á mála hjá sér, útlenda og íslenska í bland. Edda rekur þessa sögu í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Meðal listamanna i8 eru heimsfræg nöfn sem seljast fyrir fúlgur fjár. Þeir geta valið úr galleríum stórborg­ anna en sjá hag sínum best borgið hjá i8. Aðrir eru rísandi stjörnur. Þar fer Ragnar Kjartansson fremstur – verður með hverja sýninguna á fætur annarri í virtustu sýningarsölum höfuðborga vestanhafs og austan næstu misserin. Enn aðrir eru ungir, óskrifað blað líkt og Ragnar var fyrir stuttu. Gallerí er fyrst og fremst hópur listamanna. Stóru nöfnin lyfta hinum sem færri þekkja á hærri stall. Sum ná fótfestu, kveikja áhuga ástríðusafnara og safnstjóra. Galleristinn þekkir þá – það er hans hlutverk. Verk listafólks i8 eru í nokkrum af kunnustu einkasöfnum samtímalistar í heimi. Verk Lawrence Weiner, Roni Horn, Ólafs Elíassonar og Ernesto Neto eru í flestum nútímalistasöfnum sem nöfnum tjáir að nefna. Öll vinna náið með i8. Edda kunni lítið í gallerírekstri þegar hún sýndi Hrein um árið. En hún átti sér draum – að sýna alþjóð­ lega nútímalist á Íslandi og kynna framúrskarandi íslenska list fyrir umheiminum. Hún var djörf og hafði skýrar hugmyndir um hvaða kostum góðir lista­ menn þyrftu að vera gæddir – einbeittir og vissir um að myndlistin væri það eina sem þeir gætu hugsað sér að sinna, segir hún. Innsæi hennar hefur sjaldan brugðist. Listalífið var frekar dauft, segir Edda. Auðvitað voru margir góðir listamenn þó að fáir væru á hennar línu. En viðskipti og myndlist voru eitruð blanda í huga margra. Kjarval, Ásgrímur og Jón Stefánsson seldust – mest olía á striga í gylltum ramma. Það gerði lítið fyrir lifandi listamenn. Hún vildi breyta því. Hún naut vinfengis við Rögnu Róbertsdóttur og Pétur Arason, sem eiga eitt forvitnilegasta einka­ safn í okkar heimshluta. Ragna og Pétur voru í góðu sambandi við erlenda listamenn í fremstu röð. Sumir sýndu hjá þeim á Annarri hæð við Laugaveg. Nýló átti spretti – og enn lifði í glæðum frá SÚM. Edda var rétt manneskja, á réttum stað, á réttum tíma. Gallerí i8 þjónar aðeins broti þeirra listamanna sem eiga erindi út í heim – ef þeir kæra sig um. Mörgu frábæru listafólki líkar best heima. Alþjóðleg kynning útheimtir mikla þekkingu, mikla vinnu og miklar skuldbindingar. Sérhæfðir starfsmenn i8 gefa gott for­ dæmi. En þeir geta varla sinnt fleirum í einu. Við þurfum fleiri gallerí – fleira þrekmikið fólk sem eltir drauma sína þangað sem þeir verða að veruleika. Þetta er hægt Listalífið var frekar dauft, segir Edda. Auðvitað voru margir góðir lista- menn þó að fáir væru á hennar línu. En viðskipti og myndlist voru eitruð blanda í huga margra. 40.000 fréttaþyrstir notendur Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.