Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 26
Fundarstjóri er Margrét Grímsdóttir
framkvæmdastjóri hjúkrunar
á Heilsustofnun NLFÍ.
Frummaðurinn og nútíminn
Haraldur Erlendsson geðlæknir og forstjóri
Heilsustofnunar NLFÍ.
Þarmar með sjarma
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir þýðandi.
Þarmaflóran – okkar eigin hönnun
Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc í næringarlæknisfræði
og MSc-nemi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum.
Pallborðsumræður að loknum erindum
Þarmar með
sjarma!
Hollt mataræði – betri melting
– heilbrigðir þarmar
Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til
málþings á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 1
þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20:00
• Eru þarmar með sjarma?
• Er fæði frummannsins betra fyrir þarmana?
• Eru þarmar matvandir?
• Byrjar og endar heilsa okkar í þörmunum?
• Eru tengsl milli þarma og ADHD?
• Hefur sykurneysla áhrif á þarma?
Allir velkomnir.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Frítt fyrir félagsmenn.
Rakel F. Björnsdóttir Birna G. Ásbjörnsdóttir
Haraldur ErlendssonMargrét Grímsdóttir
Hvað ég eða einhver annar hugsar
kemur engum við. Sumar hugsanir
eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi,
þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í
þeirri merkingu að við ákveðnar
aðstæður eða áreiti þá skjótast
þær fram og taka stjórnina. Hugs-
anir, jákvæðar sem neikvæðar eru á
ábyrgð þess einstaklings sem á þær
og hann velur hvort hann ætlar að
leyfa þeim að hafa einhver sérstök
áhrif á líðan eða atferli sitt.
Það er næstum því hægt að full-
yrða að enginn fari í gegnum lífið án
þess að upplifa einhvern tímann að
einhver fari í taugarnar á sér. Það er
ekki merki um að vera slæm mann-
eskja að hugsa hugsanir eins og mér
líkar ekki við þennan eða þessi er
ekki mín týpa eða mér finnst þessi
pirrandi. Það er hluti af tilverunni að
vera stöðugt að máta sig við menn og
málefni, vega, meta og flokka.
Hins vegar, þegar kemur að
hegðun og framkomu gagnvart
öðru fólki gilda ákveðnar reglur.
Þær vísa veginn um hvernig okkur
ber að koma fram við aðra og að
ákveðin framkoma og hegðun,
þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og
bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun
eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“
gefur eiganda hennar ekki eitt-
hvert sérstakt leyfi til að koma illa
fram við þessa tilteknu manneskju.
Honum leyfist ekki að hreyta í hana
ónotum, niður lægja hana eða sýna
henni fyrirlitningu. Ef hann gerir
það engu að síður ber okkur sem
einstaklingum, atvinnurekendum,
löggjafanum og samfélaginu að
segja stopp, hingað og ekki lengra,
EKKI MEIR, EKKI AFTUR.
Skilvirkt viðbragðskerfi
Ef kvörtun kemur frá einstaklingi
sem upplifir að hafa orðið fyrir
óásættanlegri framkomu eða ein-
elti ber að grípa strax inn í með
skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt við-
bragðskerfi felur í sér að skoða
málið, ræða við aðila og skila
niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti
af forvörnum sé það á annað borð
sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að
kanna réttmæti kvörtunarinnar.
Eigi kvörtunin við rök að styðjast
þarf að finna leiðir til að lágmarka
skaðann sem orðið hefur, vinna
með aðila og tryggja að framkoman
endurtaki sig ekki.
Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í
taugarnar á mér“ og sýnir hana í
framkomu á við vandamál að stríða.
Hann hefur slaka tilfinningastjórn
og leyfir neikvæðum tilfinningum
að ráða för frekar en dómgreind
og skynsemi. Gera má því skóna
að innra með honum búi pirringur
og minnimáttarkennd. Mesta gæfa
þessarar manneskju væri að hafa
innsæi í vanda sinn og vilja taka á
honum.
En jafnvel þótt innsæi skorti
eða löngun til að láta af neikvæðri
hegðun og framkomu geta allflestir
engu að síður lært hvað má og ekki
má. Í lærdómnum felst að meðtaka
kröfuna um að láta af hinni nei-
kvæðu hegðun gagnvart öðrum.
Krafan er:
Hvað sem þér þykir um þessa til-
teknu manneskju ber þér að sýna
henni almenna kurteisi eins og að
bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að
sýna henni andúð, fyrirlitningu,
hroka, baktala hana eða hunsa.
Hvað varðar börnin þá er ábyrgð
okkar allra að brýna fyrir þeim að
ekkert okkar er eins. Öll höfum við
séreinkenni sem sýna á virðingu og
umburðarlyndi. Segja þarf börnum
að ekkert réttlæti að koma illa fram
við aðra krakka, alveg sama hvað
þeim finnst um þá. Við unglingana
þarf einnig að árétta að skrifa aldrei
neitt um aðra á netið sem þeir
myndu ekki vilja að væri skrifað
um þá.
Fullorðnir eru fyrirmyndir
barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína
koma illa fram við aðra manneskju
telur barnið að hegðun af þessu tagi
sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja
af og til, er ég góð fyrirmynd barna
minna og annarra sem ég umgengst
þegar kemur að framkomu og hegð-
un við annað fólk?
ÞÚ ferð í taugarnar á mér!
Fullorðnir eru
fyrirmyndir
barnanna. Sjái
barn fyrirmynd sína koma
illa fram við aðra manneskju
telur barnið að hegðun af
þessu tagi sé í lagi. Það er
öllum hollt að spyrja af og
til, er ég góð fyrirmynd
barna minna og annarra sem
ég umgengst þegar kemur að
framkomu og hegðun við
annað fólk?
Eyþór Arnalds, RÚV-skýrsluhöf-
undur, sendir undirritaðri kulda-
kveðju í Fréttablaðinu fyrir helgi og
sakar um ósæmilegar rangfærslur af
ýmsu tagi.
Eyþór telur sig vita betur en ég,
sem þó sit í stjórn RÚV, hvenær
stjórnin fékk skýrsluna. Upplýst
skal að skýrslan kom til stjórnar
í tölvupósti frá útvarpsstjóra 29.
október, klukkan 13.39. Þrjátíu og
níu mínútum eftir að hún var kynnt
almenningi á blaðamannafundi í
Þjóðminjasafninu.
Mörgum dögum áður hafði birst
umfjöllun um skýrsluna og tilvís-
anir í hana og skýrslubrot á Eyj-
unni. Og síðar hefur komið fram að
almannatengill sá um dreifinguna.
Í viðbót við ásakanir um rang-
færslur, dylgjur og að fara í mann-
inn en ekki boltann, telur Eyþór að
ég ætti að nota tímann til að skoða
vanda útvarpsins af yfirvegun og
ræða efnisatriði skýrslunnar, sem
menntamálaráðherra telji svo
góðan umræðugrunn. Og vissulega
verður fróðlegt að ræða efnisatriði
skýrslunnar við ráðherrann sem
pantaði hana. Eyþór hefði hins
vegar mátt ræða við fleiri á meðan
skýrslan var í vinnslu, en þar vant-
aði talsvert upp á af hans hálfu. En
nú hefur starfandi formaður RÚV,
Guðlaugur Sverrisson, boðað fund
með skýrsluhöfundum á mánudag.
Fullseint er það og ekki að frum-
kvæði skýrsluhöfunda, sem virðast
ekki hafa gefið því gaum að yfir RÚV,
var og er, þverpólitísk stjórn kjörin
af Alþingi, þótt skýrslan gagnrýni
stjórnir RÚV frá ohf-stofnun. Hefðu
vandvirkir skýrsluhöfundar ekki
átt frumkvæði að því að gefa bæði
fyrrverandi og núverandi stjórn-
endum RÚV færi á að útskýra sínar
ákvarðanir, meðan skýrslan var í
vinnslu? Í stað þess að birta hana í
sam keppnis miðlum fyrst og rífast
svo um hana við þá sem bornir eru
sökum í fjölmiðlum á eftir.
Því sýnist mér að málið liggi núna
þannig að það sé Eyþór Laxdal Arn-
alds sem skuldi afsökunarbeiðni. Og
ekki mér sérstaklega, heldur öllum
þeim sem vilja Ríkisútvarpinu vel og
að áfram starfi fjölmiðill í þágu og í
eigu almennings.
Blákalt um birtingu
RÚV-skýrslu
Kolbrún
Baldursdóttir
sálfræðingur
Upplýst skal að
skýrslan kom
til stjórnar í
tölvupósti frá útvarpsstjóra
29. október, klukkan 13.39.
Þrjátíu og níu mínútum eftir
að hún var kynnt almenn-
ingi á blaðamannafundi í
Þjóðminjasafninu.
Björg Eva
Erlendsdóttir
núverandi
stjórnarmaður og
fv. stjórnarformaður
RÚV
7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð