Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 28

Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 28
Sund „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir kampakát í samtali við Fréttablaðið, en íslenska sunddrottningin og Ólympíufarinn var valin, ásamt Hrafnhildi Lúth- ersdóttur, í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Einvíginu í lauginni í byrjun desember. „Ég frétti af þessu fyrir svona mánuði en nafnalistinn var ekki gefinn út fyrr en núna. Þarna verður fullt af stjörnum. Ég hoppaði alveg af kæti þegar ég frétti að við yrðum með og ætlaði varla að trúa þessu. Þetta er alveg frekar stórt mót,“ segir Eygló. Einvígið í lauginni (e. Duel in the Pool) er keppni sem fram fer annað hvert ár og er eins konar Ryder- bikar í sundinu þar sem bestu sund- menn Bandaríkjanna og Evrópu mætast. Fyrst var keppt árið 2003 en í fyrstu þrjú skiptin mættust Bandaríkin og Ástralía. Skærustu stjörnur heims Bandaríkin og Evrópa hafa mæst þrisvar sinnum og Bandaríkin haft betur í öll skiptin. Fyrir tveimur árum í Skotlandi þurfti þó bráða- bana til að skilja á milli liðanna en þar kom bandaríska sveitin í 4x50 metra fjórsundi á undan í mark á nýju heimsmeti. Það er ekki ofsögum sagt að Eygló og Hrafnhildur verða þarna í stjörnu fans. Það má alveg leiða að því líkur að stöllurnar hafi kiknað aðeins í hnjánum þegar þær sáu listann yfir skipan liðanna. Bara til að gefa lesendum smá hugmynd um hversu stórt þetta er þá eru með Hrafnhildi og Eygló í liði ungverska járnfrúin Katinka Hosszú sem er ósnertanleg í fjór- sundi, Ranomi Kromowidjojo, hollenskur Ólympíumeistari í 50 og 100 metra skriðsundi, og Dániel Guyrta, Ungverji sem er heimsmet- hafi í 200 metra bringusundi. Í bandaríska liðinu eru bæði Missy Franklin og Ryan Lochte. Það á í raun ekkert að þurfa að segja meira. Segjum samt aðeins meira. Franklin er aðeins tvítug en er samt fjórfaldur Ólympíumeistari og ell- efufaldur gullverðlaunahafi á HM. Lochte hefur lengi verið næstbesti sundmaður Bandaríkjanna á eftir Michael Phelps og á að baki fimm Ólympíugull og 39 gull á HM. Æfingar á landi að skila sér „Þarna verður einfaldlega saman- safn af besta sundfólki heims og því öllu skellt saman í eitt mót. Við Hrafnhildur verðum örugg- lega í sjokki að vera í kringum þessar stjörnur en það verður bara gaman,“ segir Eygló. Hún keppir um næstu helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug og svo á EM í 25 metra laug áður en kemur að veislunni í Indi- anapolis í Bandaríkjunum. „Við erum bara að æfa fyrir EM núna á fullu. Næsta ár er svo Ólympíuár þannig að allir eru að einbeita sér að því. Það verður spennandi að sjá hvað gerist,“ segir Eygló. Þessi gríðarlega efnilega sund- kona rakaði saman verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug fyrr á árinu og komst svo í úrslit á HM í Rúss- landi í sumar líkt og Hrafnhildur s e m g e r ð i það tvívegis. Hverju þakk- ar hún þennan árangur? „Ég hef ekki breytt miklu í sundinu sjálfu en ég geri meira af brakkaþreki og æfingum á landi ef þannig má að orði komast. Ég er í mun meiri þrekæfingum og lyftingum og það hefur komið sterkt inn,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Nýjast Synda á meðal stjarnanna Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttur voru báðar valdar í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Indianapolis. Þar keppa margar af skærustu sundstjörnum heims. Gulldeildin fer fram um helgina Eygló Ósk Gúst- afsdóttir er tvítug sundkona úr Ægi sem komst í fyrsta sinn í úrslit á HM í sumar. Hrafnhildur Lúthers- dóttir er 24 ára sundkona úr SH sem keppir fyrir Florida Gators-háskólann í Banda- ríkjunum. Hún komst tvívegis í úrslit á HM í Rússlandi í sumar. 365.is Sími 1817 SUNNUDAG KL. 15:50 Bardaginn um Norður-London Þá er komið að leiknum sem Lundúnabúar kalla „The North London Derby“. Með sigri á Emirates geta Skytturnar tyllt sér á toppinn og Spurs eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Ekki missa af þessum stórveldaslag á Stöð 2 Sport 2! ARSENAL–TOTTENHAM domino´s deild karla í körfubolta Haukar - FSu 104-88 Stigahæstir: Haukur Óskarsson 26, Steph- en Madison 24, Hjálmar Stefánsson 15, Kári Jónsson 12, Finnur Atli Magnússon 12/8 frák./7 stoðs. - Cristopher Caird 30. Höttur - KR 50-85 Stigahæstir: Tobin Carberry 19 - Þórir Þorbjarnarsson 18, Darri Hilmarsson 17, Michael Craion 15/18 frák., Ægir Þór Steinarsson 13/7 frák./6 stoðs. Þór Þorl. - ÍR 107-64 Stigahæstir: Vance Michael Hall 27, Davíð Arnar Ágústsson 17/17 mín./5 af 7 í 3ja, Þor- steinn Már Ragnarsson 15, Halldór Garðar Hermannsson 11 - Oddur Rúnar Kristjáns- son 19, Vilhjálmur Theodór Jónsson 15. KR-ingar fóru illa með nýliðana í Egilsstöðum og unnu sinn fjórða leik í röð. Kanalausir ÍR-ingar og nýliðar FSu og Hattar litu ekki vel út þegar liðin seinlágu öll í gær. Í dag 12.35 Bournem. - Newcast. Sport 2 14.50 Norwich - Swansea Sport 4 14.50 Man. Utd. -WBA Sport 2 14.50 West Ham - Everton Sport 3 16.55 Verona - Bologna Sport 17.00 Keflavík - Grindavík Sport 3 17.30 Stoke - Chelsea Sport 2 19.40 AC Milan - Atalanta Sport 13.30 HK - Valur Digranes 13.30 ÍR - Stjarnan Austurberg 14.00 Fram - KA/Þór Framhús 15.00 Fjölnir - Fylkir Dalhús 16.00 Selfoss - ÍBV Selfoss 16.00 Haukar - Grótta Ásvellir 17.15 Keflavík - Grindavík Keflavík Á morgun 13.20 A.Villa-Man. City Sport 2 13.55 Roma - Lazio Sport 14.55 Barcelona - Villarreal Sport 16.00 Liverpool - C. Palace Sport 2 16.00 Arsenal - Tottenham Sport 19.25 Sevilla - Real Madrid Sport 19.40 Sampdoria - Fiorent. Sport 3 21.20 Colts - Broncos Sport 13.30 Afturelding - FH Varmá domino’s-deild kvenna í körfubolta Haukar - Hamar 84-49 Stigahæstar: Helena Sverrisdóttir 14/11 frák./5 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 12, Dýrfinna Arnardóttir 11, Þóra Kristín Jóns- dóttir 9, Pálína Gunnlaugsdóttir 9 - Suriya McGuire 14, Nína Jenný Kristjánsdóttir 9. Snæfell - Valur 82-38 Stigahæstar: Haiden Denise Palmer 25, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, Rebekka Rán Karlsdóttir 13 - Karisma Chapman 15. BIRGIR LEIFUR ByRjaR VEL Birgir Leifur Hafþórsson er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn af fjórum á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem fer fram á Las Colinas-vellinum í alicante á Spáni. Birgir Leifur lék á 66 höggum í gær eða fimm höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fjóra fugla á síðustu níu holunum. Birgir er tveimur höggum á eftir efsta manni en gera má ráð fyrir að 15 efstu kylfingarn- ir komist áfram á lokaúrtökumót- ið. Birgir Leifur er nú að leika í sautjánda sinn á úrtöku- mótinu frá árinu 1997 en hann hefur ellefu sinnum komist inn á lokaúrtöku- mótið. Mætir löndum sínum á morgun Guðmundur Guðmundsson, stýrir danska landsliðinu á móti því íslenska á æfingamótinu í Ósló annað kvöld. Í dag spilar Ísland við heimsmeistara Frakka en Danir mæta Norðmönnum. NoRDiCPHoToS/GETTy 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A u G A r d A G u r28 S p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð SpoRt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.