Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2015, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 07.11.2015, Qupperneq 45
|Fólkheilsa Vaxtarræktarmaðurinn David Alexander heimsæk­ir PHO Vietnamese Res­ taurant reglulega enda þarf hann íþróttaiðkunar sinnar vegna að borða á tveggja klukkustunda fresti. „Ég vel því að fara reglu­ lega á PHO því ég veit að þar er eldað úr fersku og góðu hráefni auk þess sem mér finnst alltaf eins og ég sé að borða heima­ tilbúinn mat þegar ég borða þar. Ég er mikill matmaður en vegna stífrar þjálfunar, þar sem ég þarf að huga sérstaklega vel að mat­ aræðinu, get ég einfaldlega ekki borðað hvað sem er. Því er svo gott að heimsækja PHO Vietnam­ ese restaurant því staðurinn býður upp á marga fjölbreytta rétti og er lítið mál að velja góða og bragðmikla rétti í hvert sinn.“ Uppáhaldsréttir Davids eru steikt hrísgrjón með kjúklingi og rækjum og svo grillað nauta­ kjöt með sítrónugrasi, vermi­ celli, salati og hnetum. „Þetta eru þó bara tveir af næstum 100 réttum því úrvalið er mjög mikið hjá þeim. Ég get svo sannarlega mælt með þessum veitingastað fyrir alla. Ekki bara býður veit­ ingastaðurinn upp á góðan mat á sanngjörnu verði heldur líka þægilegt umhverfi og vingjarn­ legt starfsfólk.“ húsgagnasmiðurinn og einka­þjálfarinn Heimir Einarsson er einn fjölmargra fastagesta PHO Vietnamese Restaurant. Starf húsasmiðs tekur oft á auk þess sem Heimir hefur stundað líkamsrækt í 24 ár og starfað sem einkaþjálfari. „Fyrir vikið spái ég eðlilega mikið í hollum mat og er stöðugt að leita að einhverju nýju og fersku til að borað. Ég kynntist PHO einmitt í leit minni að veitingahúsi með ferskum, einföldum og hollum mat en á sama tíma var ég líka að leita að stað sem bauð upp á hraða og örugga þjón­ ustu því ég hef sjaldan mikinn tíma til að bíða eftir matnum.“ Heimir segir matinn á PHO virki­ lega góðan og bragðmikinn og auð­ vitað skemmi ekki fyrir að hann er hollur og léttur í maga. „Staðurinn býður upp á mikið úrval frábærra rétta og ómögulegt fyrir mig að nefna einn uppáhaldsrétt. Réttirnir innihalda mikið af grænmeti, kjúk­ lingi, góðum grjónum og öðru léttu fæði ættuðu frá Víetnam.“ PHO Vietnamese Restaurant er að sögn Heimis staður fyrir alla þá sem vilja hugsa um heilsuna og vilja auk þess borða borða mat sem gefur mikla næringu. „Í raun hentar þessi staður fólki á öllum aldri og sérstaklega auðvitað þeim sem eru að huga að hreyfingu og heilsu. Ég get svo sannarlega mælt með þessum stað fyrir alla þá sem vilja hollt og gott.“ hollusta og bragðgóður matur er það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar víetnamskan mat ber á góma. Fyrir nokkrum árum var opnaður fyrsti víetnamski veit­ ingastaðurinn í Reykjavík og nú hafa sömu aðilar sett á fót nýjan stað eftir að sá fyrri var seldur. Veitingastaðurinn ber nafnið Pho Vietnamese restaurant og segir eigandi hans, Quang Le, stað­ inn bjóða upp á úrval rétta frá Víetnam. „Matreiðsla frá Víetnam nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi, bæði meðal Íslendinga en ekki síður þeirra fjölmörgu ferða­ manna sem heimsækja landið árlega. Við bjóðum upp á nær 100 rétti og óhætt að segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi hér enda erum við með marga ánægða fasta við­ skiptavini sem koma aftur og aftur.“ Fjöldi rétta í boði Meðal vinsælla rétta má nefna hinar vinsælu núðlusúpur en uppskriftirnar sem staðurinn notar hafa verið í fjölskyldu Quang Le í margar kynslóðir. Sumarrúllurnar eru líka mjög vinsælar en þær er hægt að fá í miklu úrvali, t.d. með rækjum, grilluðum kjúklingi eða svína­ kjöti, steiktum laxi og steiktu tófúi svo eitthvað sé nefnt. „Vor­ rúllurnar eru líka sívinsælar en þær er hægt að fá með rækjum og svínakjöti, kjúklingi eða með grænmeti.“ Ferskt og gott hráeFni Núðluréttir staðarins eru einnig mjög vinsælir að sögn Le. „Þar bjóðum við upp á steiktar eggja­ núðlur, steiktar hrísgrjónanúðlur og steiktar brúnar hrísgrjóna­ núðlur með fjölbreyttu innihaldi á borð við kjúkling, rækjur og grænmeti.“ Auk þess býður Pho Viet­ namese res­ taurant upp á fjölda bragð­ góðra kjúklinga­ rétta, nauta­ og lamba­ kjötskjöts­ rétta, svína­ kjöt, sjávarrétti og grænmetisrétti. Fjölskylda Quang Le hefur lengi starfað í matvæla­ iðnaði og þar starfaði hann áður en hann flutti til Íslands fyrir rúmum tíu árum. „Faðir minn starfar hér í eldhúsinu en auk hans eru þar lærðir matreiðslu­ menn frá Víetnam. Við notum ein­ ungis ferskt og gott hráefni enda er maturinn hér afskaplega hollur eins og einkennir víetnamsk an mat og raunar flestan mat ætt­ aðan frá Asíu.“ Vinsæl Verslun Við hlið Pho Vietnamese res­ taurant stendur verslunin Vietnam market sem notið hefur mikilla vinsælda meðal lands­ manna undanfarin ár. „Matur frá Asíu nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi meðal allra aldurs­ hópa. Íslendingum finnst gaman að versla hér og prófa sig áfram með framandi krydd, grænmeti og sósur. Fyrir utan hráefni frá Víetnam selur verslunin t.d. úr­ val af indversku kryddi, ferskar kryddjurtir og grænmeti, úrval af ilmandi og sterkum sósum, núðlur, hráefni til sushi­gerðar og frosið sjávarfang.“ Auk Pho Vietnamese res­ taurant og Vietnam market á Le hreingerningarþjónustuna Vy­ þrif sem sér um stórhreingern­ ingar, flutningsþrif og regluleg þrif fyrir fyrirtæki, húsfélög, félagasamtök og auðvitað þrif í heimahúsum af öllum stærðum og gerðum. Nánari upplýsingar má finna á www.pho.is, www.vy.is og á Face­ book undir Vietnam Market. gómsætir og hollir réttir Pho Vietnamese restaurant kYnnir Víetnamskur matur er bæði hollur og góður enda nýtur hann sívaxandi vinsælda hér á landi. Veitingastaðurinn Pho Vietnamese restaurant var opnaður fyrir ári að Suðurlandsbraut 8 og er vinsæll meðal heimamanna og ferðalanga. Við hlið hans stendur Vietnam market sem selur fjölbreytt hráefni til austurlenskrar matargerðar. Fagmenn á Ferð Matreiðslumennirnir á PHO Vietnamese restaurant elda aðeins úr fersku og góðu hráefni. Quang le, eigandi, er lengst til hægri. MYND/STEFÁN gott ÚrVal „Staðurinn býður upp á mikið úrval frábærra rétta og ómögulegt fyrir mig að nefna einn uppáhaldsrétt,” segir einkaþjálfarinn Heimir Einarsson. bragðgott „Staðurinn býður upp á marga fjölbreytta rétti og er lítið mál að velja góða og bragðmikla rétti í hvert sinn,” segir vaxtarræktarmaðurinn David Alex- ander. MYNDir/STEFÁN lífsstíll nútímamannsins hefur breyst gríðarlega mikið á stuttum tíma. Ekki er langt síðan flestir á Íslandi störfuðu sem bændur og við sjávarútveg. Fólk vann erfiðisvinnu og var á fótum stóran hluta dags. Maturinn sem var á borðum á þessum tíma var síðan afurðin frá ofangreindum störfum. Í dag er þetta breytt að sögn Víðis Þórs Þrastarsonar, íþrótta­ og heilsufræðings, enda starfa æ fleiri við skrifborð, í sitjandi stöðu allan daginn, starandi á tölvuskjá. „Það er gríðarlegt framboð af unnum og næringarsnauðum mat og því allt­ of margir sem eru við slæma heilsu sökum þess. Því er mjög mikilvægt að allir stundi daglega hreyfingu sem hluta af lífsstíl og leggi aðeins fjölbreyttan, óunninn og heilsu­ samlegan mat sér til munns.“ Víetnamski veitingastaðurinn PHO á Suðurlandsbraut er því í algeru uppáhaldi hjá Víði. „Í fyrsta lagi er þar að finna virkilega hollan og bragðgóðan mat. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur svo allir ættu að finna eitthvað sér við hæfi. Ég hef prófað ansi marga rétti af mat­ seðlinum og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera bragðgóðir, orku­ og næringarríkir en á sama tíma léttir í maga.“ Ekki skemmir fyrir að maturinn er ferskur og inniheldur engin skaðleg aukaefni á borð við MSG. „Aðeins eru notuð heilsusamleg krydd og maturinn er ekki braser­ aður eða löðraður í olíu, né er hann of sterkur eða of sætur. Mér finnst alveg tilvalið að fara þangað fyrir eða eftir æfingu eða í raun bara hvenær sem er, en ég starfa í World Class Laugum svo það er ekki langt að fara. Staðurinn býður líka upp á hádegisrétti frá 1.090 kr. alla virka daga sem er líka mjög gott fyrir budduna. Ef ég vill svo spreyta mig heima á víetnamskri matargerð lít ég við í Vietnam market við hliðina þar sem hægt er að finna gott úrval af fjölbreyttum og heilsusamlegum matvælum.“ Matur við allra hæfi Maturinn á PHO er hollur og bragðgóður og hæfir ekki síst íþróttafólki og öðrum sem hugsa um heilsuna. Í há- deginu er boðið upp á hádegisrétti á 1.090 kr. Frábær matur „Matseðilinn er mjög fjölbreyttur og ættu allir að finna eitthvað sér við hæfi,” segir Víðir Þór Þrastarson íþrótta- og heilsusérfræðingur. MYND/STEFÁN gott fyrir íþróttafólkið fjölbreyttir réttir í boði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.