Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 48

Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 48
Fólk| helgin P Karlsson ehf. hefur um langt skeið rekið ferða-vagnasölu en á árinu 2013 gekk fyrirtækið til samstarfs við stærstu húsbílaleigu Evrópu, þýska fyrirtækið McRent, sem rekur 60 leigustöðvar í álfunni en P. Karlsson á McRent Iceland ehf., ásamt McRent í Þýskalandi. „Í þessi þrjú ár hefur P. Karlsson sérhæft sig í leigu og sölu á húsbílum og telur bílaleigufloti okkar nú 72 húsbíla en þeim verður fjölgað nokkuð fyrir komandi ár. Við áætlum að bílafloti í útleigu muni samanstanda af alls 85 bifreiðum sumarið 2016 en við munum flytja inn yfir 40 nýja húsbíla fyrir næsta sumar,“ segir Geir Bachmann sem er annar eigenda P. Karlsson ásamt Þrúðmari Karlssyni. Þeir benda á að allt árið um kring sé einnig fjöldi bifreiða til sölu og sýnis en markmið fyrirtækisins sé að geta boðið viðskiptavinum sínum nýlega húsbíla til sölu, á mjög góðu verði. Mikið lagt uPP úr þjónustu Þeir Þrúðmar og Geir segja að sambland af húsbíla- leigu og -sölu hafi gengið afskaplega vel. „Leigustöð McRent Iceland er þegar orðin með stærri leigum McRent-keðjunnar og sala húsbíla hefur tekið veru- lega við sér á árinu. Mikið er lagt upp úr góðri þjónustu og góðri vöru á báðum vígstöðvum. Gott viðhald á bílaflotanum er algert lykilatriði,“ segir Þrúðmar en P. Karlsson hefur umboð fyrir húsbíla frá hinum þekktu þýsku merkjum Dethleffs og Sun- light. „Við viðhöldum og þjónustum stóran flota af bílum sem eru í útleigu og að sjálfsögðu veitum við öllum þeim sem hafa keypt af okkur húsbíla fulla þjón- ustu er viðkemur húsinu sjálfu enda höldum við úti stórum varahlutalager og eigum yfirleitt til þá vara- hluti sem vantar ef eitthvað kemur upp á,“ segir Geir. salan tekur kiPP Húsbílaleiga er í blóma enda hefur ferðamanna- straumurinn til landsins stóraukist vegna sívax- andi áhuga á Íslandi. „Salan á tækjunum sjálfum hefur einnig tekið verulegan kipp á árinu og því ljóst að það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem hafa áhuga á því að skoða þetta fallega land okkar og upplifa frelsið og þægindin sem fylgir því að ferðast um í húsbíl á Íslandi,“ bætir Þrúð- mar við. Þeir segja að vissulega hafi það verið gríðarleg vinna að koma á fót fyrirtæki sem standi stærstu og bestu húsbílaleigum í Evrópu fyllilega á sporði en sérhæfingin hjálpi þar mikið til og ekki síst gott starfsfólk. „Það að sérhæfa sig í ákveð- inni vöru, sem í okkar tilfelli eru húsbílar, hefur tvímælalaust þá kosti að við þekkjum það sem við bjóðum upp á mjög vel. Við búum að mjög langri reynslu í bæði leigu og sölu á þessum tækjum og vitum því nákvæmlega hvað þarf til þess að ná árangri. Einnig höfum við verið afskaplega lán- samir með starfsfólk. Það er góður skilningur á því innanhúss að sú manneskja sem skiptir mestu máli er viðskiptavinurinn enda leggjum við allan okkar metnað í að þjónusta alla okkar kúnna eins og best verður á kosið,“ segir Geir. Aðspurðir segja þeir Þrúðmar og Geir að þrátt fyrir að mesta salan sé í notuðum tækjum þá sé það lítið mál að flytja inn nýjan bíl fyrir þá sem það vilja. „Hins vegar er engin launung á því að verðin sem við getum boðið á húsbílum út úr leigunni eru mjög góð og skýrist það að stærstu leyti af því að McRent-keðjan kaupir hátt í þrjú þúsund bíla árlega og fær fyrir vikið betra verð sem við svo látum okkar viðskiptavini njóta góðs af.“ Frí vetrargeyMsla Sýningin um helgina verður nokkuð stór í sniðum og margir bílar til sýnis. „Við erum í 1.100 m2 aðstöðu sem við höfum útbúið nokkuð vel á stuttum tíma undir alla okkar starfsemi og við hlökkum til að fá til okkar fólk í heimsókn til að skoða tækin. Öllum seld- um bílum um helgina fylgir frí vetrargeymsla þannig að fólk getur tryggt sér sinn bíl og sótt hann svo eftir að lóan er komin og vor er í lofti,“ segja þeir og benda á að það hafi færst mikið í vöxt að fólk fjárfesti í hús- bílum utan þessa hefðbundna sölutíma yfir sumarið enda úrvalið af leigutækjum mun meira á haustin. „Hins vegar munum við hafa til sýnis hjá okkur allt árið gott úrval af tækjum sem eru ekki í leigunni.“ Á sýningunni um helgina verða húsbílar úr leigunni til sölu, opið er laugardaginn 7. nóvember frá kl. 10- 16 og sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 11-16. „En við erum náttúrulega ekki að skella í lás eftir helgina, hérna er opið alla virka daga og fólk er alltaf velkom- ið í heimsókn,“ segja þeir Þrúðmar og Geir að lokum. húsbílasýning P. karlsson haldin uM helgina P. karlsson kynnir P. Karlsson heldur sýningu á húsbílum í glæsilegri aðstöðu sinni að Smiðjuvöllum 5a í Reykjanesbæ um helgina. Nú er góður tími til að fjárfesta í húsbílum enda úrvalið gott af leigutækjum. Öllum seldum bílum um helgina fylgir frí vetrargeymsla. Frábær FerðaMáti Húsbílar eru frábærir fyrir hið íslenska sumar þar sem von er á öllum veðrum. Mikill kostur er að geta stokkið af stað í átt til sólar án mikils undirbúnings. MagiC edition Innanrýmið er stórglæsilegt. nóg Pláss Ekki ætti að væsa um þá sem fara í frí á húsbíl frá P. karlssyni. P.Karlsson/Mcrent. sMiðjuvellir 5 a, 230 reyKjanesbær. síMar: 578 6070/517 5200. www.PKarlsson.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.