Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 50
| AtvinnA | 7. nóvember 2015 LAUGARDAGUR2
Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Norðurþing auglýsir eftir öflugum starfskrafti í starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa.
Einstaklingurinn er einnig gæðastjóri byggingarfulltrúa.
Starfssvið:
• Umsjón með gæðakerfi skipulags- og byggingarfulltrúa
• Skjalavistun og skráning mála í skjalavistunarkerfi,
skönnun teikninga og skjölun þeirra
• Skráningar í þjóðskrá
• Svara erindum í síma/tölvu og senda gögn s.s. teikningar ofl
• Reikna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld
samkvæmt gjaldskrá og setja til innheimtu
• Kalla eftir gögnum vegna byggingarleyfa, s.s. teikningar, uppáskriftir
iðnmeistara og byggingarstjóra, stærðarskráningartöflur, tryggingar ofl
• Aðstoða byggingarfulltrúa við yfirferð hönnunargagna s.s.
stærðarskráningar og teikninga
• Úttektir skv. ákvæðum byggingarreglugerðar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í byggingartæknifræði, byggingarfræði
eða iðnmeistari á sviði húsbygginga
• Reynsla af störfum í byggingariðnaði kostur
• Reynsla af vinnu við gæðakerfi kostur
• Góð tölvukunnátta skilyrði
• Góð samskiptahæfni og lipurð í almennum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2015.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni við komandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir
(thora.petursdottir@capacent.is) og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.
Sveitarfélagið Norðurþing varð til árið 2006 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar-
hrepps. Nær það yfir rúmlega 4% landsins, frá Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu að Ormarsá austan við Raufarhöfn og upp fyrir Grímsstaði á Fjöllum, í
Norður Þingeyjarsýslu. Þéttbýliskjarnarnir í sveitarfélaginu eru Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Í ársbyrjun 2015 voru íbúar Norðurþings 2806 talsins.
skemm
tistaðu
rStærs
ti
í heimi!
Við leitum að reyndum veorritara með a.m.k. 3 ára starfsreynslu í vefþróun til að
styrkja öflugan hóp veorritara sem þróar og rekur ölbreyttar og skemmtilegar
veflausnir Nova. Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á forritun
hugbúnaðarlausna.
Vinnuumhverfið er spennandi og býður upp á nýjar áskoranir á hverjum degi. Við
vinnum eftir Agile hugmyndafræðinni sem og okkar eigin útfærslum til að gera
vinnuna skemmtilega og uppbyggilega.
Lausnir Nova eru flestar reknar á Windows og eru meðal annars þróaðar í .NET, C#,
JavaScript, HTML, CSS, LINQ, REACT, Java, Spring, Hibernate, SQL og einhver
þekking þar æskileg en kunnátta á gúggúl nauðsynleg. Við elskum DevOps, Agile,
CI og er því áhugi á þeim málefnum mikill styrkur. Háskólamenntun á sviði tölvunar-
fræði er skilyrði.
Nova býður upp á sveigjanlegan vinnutíma, sjálfstæð vinnubrögð og skemmtilega
samstarfsfélaga. Mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og liðsheild.
Áhugasamir sæki um á nova.rada.is fyrir 16. nóvember.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar A. Ólafsson gunnar@nova.is
Sæktu
um fyrir
16. nóv.
Hjá 01101110 01101111
01110110 01100001
er forritað og forritað
Ef þú skildir þetta þá
erum við að leita að þér