Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 96

Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 96
Illugi Jökulsson kannar hvort rétt sé að Jesú hafi alltaf tekið pól umburðar- lyndis og góð- vilja í hæðina. Flækjusaga Um daginn voru menn farnir að rífast um Jesú frá Nasaret eina ferðina enn. Raunar snerist rifrildið ekki um Jesú sjálfan, heldur um miðil sem telur sig ná sambandi við dáið fólk og allt undir merkjum kærleikans, og þá var nánast óhjá- kvæmilegt að Jesú skyti upp kollinum í umræðunum. Það fór líka svo því einn aðili að deilunum sakaði á end- anum annan um að sýna ekki nægi- legt kærleiksþel og þó einkum mildi í rifrildinu, og spurði: „Hvað hefði Jesú gert?“ Meiningin með þessari spurn- ingu – þegar henni er varpað fram í rökræðum – er alltaf sú að vekja þá hugmynd að Jesú, kærleikshöfðing- inn mikli, myndi aldrei hafa sýnt þá hörku og óbilgirni sem spyrjandinn telur sig nú hafa orðið varan við hjá mótstöðumanni sínum í þrætunni. Og spurningin, yfirleitt borin fram í armæðutón, er líka í fullu samræmi við þann „milda Jesú“ sem við erum vönust að sjá á myndum eða heyra um hjá prestunum, mildin er hans helsta einkenni, hann er þolinmæðin og góðsemin uppmáluð, hægur og hlý- legur, já, alltaf svo hlýlegur, augun stór og blíðleg, skeggið alltaf svo vel greitt. En á þessi mynd af Jesú endilega við rök að styðjast? Er víst að hann hafi endilega og ævinlega verið svo mjúkur og þýður og góðgjarn í framgöngu sem hin klassíska mynd af honum sýnir? Þessari spurningu er auðvitað illmögu- legt að svara í alvöru. Þótt heimildir um upphafsmann kristindómsins séu ýmsar er ógjörningur að segja til um að hve miklu leyti þær snúast um mann- inn Jesú frá Nasaret, sem vissulega var á dögum, eða að hve miklu leyti þær segja frekar seinnitímasögu um Krist þann sem fylgismenn trúðu þá að hefði sjálfur verið guð. En til að freista þess að gefa þó ekki væri nema þoku- drungað svar, er skynsamlegast að leita til elstu heimildarinnar sem við þekkj- um en það er Markúsarguðspjall sem skrifað var um eða laust fyrir árið 70, það er að segja 35-40 árum eftir dauða Jesú. Bréf Páls postula eru að vísu eldri en Páll hafði lítinn sem engan áhuga á persónu Jesú eða framferði hans í líf- inu, Páll hafði aðeins áhuga á dauða hans eða öllu heldur upprisu. En hvaða sögu segir Markús? Jú, sá Jesú frá Nasaret sem hann lýsir er karl í krapinu, mótsagnakenndur maður sem læknar fólk og boðar guðs- ríki milli þess sem hann rífst við farísea af heilmikilli þrætubókarlist, skammar lærisveinana (stundum að ósekju sýn- ist manni), kallar Pétur postula Satan fyrir að vilja spyrja hann út í eitthvað og hótar vantrúuðum handarmissi og helvítisvist í hinum „óslökkvandi eldi … þar sem ormarnir deyja ekki“. Og hann bannar hjónaskilnaði. Það er ætíð sláttur á honum, hann hefur húmor og virðist hafa mikla per- sónutöfra en sá skaplitli mildisveinn sem alltaf tekur pól umburðarlyndis og góðvilja í hæðina, hann er ekki að finna hjá Markúsi. Hvað hefði Jesú gert? Er eðlilegt að berja þræla? Sumt hljómar ekki vel. Eins og oft hefur verið bent á – þá fordæmir Jesú aldrei þrælahald sem þá var við lýði í öllum hinum heimi fornaldar og var auðvitað viðurstyggð hin mesta. Jafn- vel þegar þrælar koma fyrir í dæmi- sögum hans (yfirleitt kallaðir „þjónar“ í íslenskum Biblíuþýðingum) notar hann aldrei tækifærið til að benda áheyrendum sínum á hver svívirða það sé að hneppa aðra manneskju í þrældóm. Þrælahaldið var náttúrlega svo rótgróið í samfélaginu að fyrirgefa mátti mönnum fyrir að ganga ekki á hólm við það, en að Jesú skyldi ekki ráðast gegn því sýnir betur en flest annað að hann var að ýmsu leyti bara barn síns tíma. Í Lúkasarguðspjalli talar hann meira að segja um það í einni dæmisögu sem eðlilegan hlut að lúskrað sé á þræli sem ekki geri vilja eiganda síns. En þótt þeir sem telji Jesú guðlegan eigi núorðið erfitt með að skýra samþykki hans á þrælahaldi, þá sýnir það okkur hinum bara að hann var mannlegur, ó svo mannlegur, og í því fólst til dæmis að vera blindur á þá illsku sem í þrælahaldinu fólst. Fleira mætti tína til sem gengur í berhögg við hina alltumlykjandi mildi. Jesú sýndi móður sinni og bræðrum fyrirlitningu þegar þau komu að vitja hans og það er kannski vert að taka fram að þótt seinni guð- spjallamenn gefi til kynna að síðar hafi Jesú sæst við fjölskyldu sína, eða hún við hann, þá kemur ekkert slíkt fram hjá Markúsi. Sættirnar gætu því verið seinni tíma viðbót höfunda sem kunnu illa við að sýna Jesú í stríði við fjölskyldu sína. Mestöll lýsing Markúsar sýnir ein- faldlega mótsagnakenndan og býsna stórskorinn mann. Hann getur verið hranalegur og höstugur í fasi en á vissulega líka til mildi og nærgætni í viðmóti við sumt fólk, og dugar þá að nefna konuna sem hafði haft blæðing- ar í tólf ár samfleytt og svo litlu dóttur Jaírusar. Hvað höfðu svínin gert honum? Einna óviðkunnanlegast við þann Jesú sem Markús greinir frá er svo hins vegar hvernig hann bregst við nátt- úrunni og nágrönnum okkar mann- anna. Í 5ta kapítula segir frá því að Jesú rak hóp af illum öndum úr veikum manni. Brottreknir smádjöflarnir biðja um leyfi til að fara í svínahjörð sem þar var á beit nærri og Jesú leyfði þeim það. Veslings svínin sem ekkert höfðu til saka unnið urðu nú fyrir inn- rás hinna illu anda og svínahjörðin steypti sér því næst öll út í nálægt stöðuvatn. Þar drukknuðu tvö þúsund svín og ef Jesú teldist ekki sjálfur vera guð, þá mætti jafnvel halda því fram að þessi hundraðasta og ellefta með- ferð á blessuðum dýrum bæri vott um grimmt og guðlaust hjarta. Hún er að minnsta kosti í litlu samræmi við hinn eilíflega milda og góða Jesú á Biblíu- myndum sunnudagaskólanna. Jafnvel enn skrýtnari er þó frásögn Markúsar af því þegar Jesú ætlar að næla sér í fíkju af tré en finnur enga, einfaldlega vegna þess að þá var ekki réttur árs- tími. Samt bregst Jesú ofsareiður við og formælir fíkjutrénu svo það visnar í einni svipan. Og þegar lærisveinarnir undrast þetta bregst Jesú hróðugur við og telur til marks um að treysti menn á guð geri guð allan þeirra vilja. Eftir því sem tíminn leið og hin nýja trú þróaðist, þá sjást þess merki í guð- spjöllunum þremur sem skrifuð voru á eftir Markúsi að lýsingarnar á Jesú verða æ guðlegri. Hann er látinn taka æ stærra upp í sig um hlutverk sitt, samanber hinar frægu ræður Jóhann- esarguðspjalls sem var sett saman um 100-110 e.Kr. Þar fullyrðir Jesú að hann sé vegurinn, sannleikurinn, lífið, lifandi brauð, ljós heimsins, hinn sanni vínviður og svo framvegis. Og hann fullyrðir beinlínis að allir sem á undan honum hafi komið séu „þjófar og ræningjar“. Og geta fullyrðingar af því tagi líklega hvorki talist auðmjúk- legar né umburðarlyndar, og þaðan af síður vottar í þeim fyrir virðingu í garð annarra sem reynt höfðu að boða guðsríki á undan Jesú. En það sem enn má lesa úr seinni guðspjöllunum um persónu Jesú er þó í stærstu dráttum ámóta og hjá Markúsi – Jesú er afar mótsagnakenndur, stundum ósann- gjarnt hörkutól, stundum mjúklyndur, viðkvæmur og elskulegur. Matteus og Lúkas segja báðir söguna um fíkjutréð sem Jesú bölvaði, það sýnir í fyrsta lagi að sú saga hefur verið flestum kunn í hópi hinna frumkristnu, og í öðru lagi að hún hefur ekki verið talin í neinu ósamræmi við það sem fólk vissi eða taldi sig vita um Jesú. Mathákur og vínsvelgur Og Lúkas missir upp úr sér skemmti- legt smáatriði. Í sjöunda kapítula heldur Jesú innblásna montræðu þar sem hann er í raun að hreykja sér yfir Jóhannes skírara, og þá kemur fram að menn hafi gagnrýnt hann sjálfan fyrir að vera „mathákur og vínsvelgur“. Og þá kviknar hugmyndin: Var Jesú kannski akfeitur og sífullur? Auðvitað er engan veginn þar með sagt. En þessi athugasemd sannar þó að myndin af Jesú sem hinir frumkristnu höfðu í hausnum var ekki endilega af spökum og hófsömum hæglætismanni, enda kemur víðar fram að hann var mjög veisluglaður og félagslyndur, og lét sig að minnsta kosti einu sinni hafa það að nota guðlega gáfu sína til að „redda búsi“ eins og það hefði heitið í mínu ungdæmi. Það er kannski best að taka fram til að fyrirbyggja misskilning að hér hefur ekki verið skrifað Jesú frá Nas- aret til hnjóðs. Enginn maður er alltaf sanngjarn og óaðfinnanlegur, og að mínum dómi er það frekar álitsauki en hitt fyrir Jesú frá Nasaret að hann hafi verið skapstór og jafnvel svo- lítið brogaður. Og skemmtilegast er að maður þarf ekki annað en líta í sjálf guðspjöllin til að sjá að Jesú frá Nasaret var kannski guð en heilagur maður var hann ekki. Var Jesú eins umburðarlyndur og hin klassíska mynd af honum sýnir? Þar drukknuðu tvö Þúsund svín og ef Jesú teldIst ekkI sJálfur vera guð, Þá mættI Jafnvel halda Því fram að ÞessI hundraðasta og ellefta meðferð á blessuðum dýrum bærI vott um grImmt og guð- laust hJarta. Untitled-2 1 6.11.2015 09:03:35 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r52 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.