Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 104
Bragi Halldórsson
173
„Þetta finnst mér gaman, eldspýtnaþraut!“ sagði Lísaloppa og ljómaði öll.
Ekki var Kata jafn ánægð. „Þú og þínar eldspýtnaþrautir,“ sagði hún önug.
„Þér finnst þær bara skemmtilegar af því að þú ert betri í þeim en við,“ bætti
hún við. „Sko,“ sagði Lísaloppa. „Hérna eru þrír jafn stórir ferhyrningar, getur
þú fært til aðeins tvær eldspýtur svo úr verði klukkan 30 mínútur yfir fjögur?“
Róbert horfði vantrúaður á eldspýtnaþrautina. „Það er ekkert hægt að leysa þessa
þraut,“ sagði hann fúll. „Svona nú,“ sagði Lísaloppa. „Þið getið nú reynt að leysa
þessa þraut.“ „Nei,“ sagði Kata önug. „Ég neita að leysa fleiri eldspýtnaþrautir.“
„Þér gekk nú ekkert svo illa með þá síðustu var það nokkuð?“ sagði Lísaloppa.
Kata hugsaði sig um smá stund. „Allt í lagi,“ sagði hún stundarhátt og það mátti
heyra að keppnisskapið var komið í hana. „Upp með ermarnar, við leysum þetta.“
Getur þú leyst þessa eldspýtnaþraut? Það má aðeins færa tvær eldspýtur til að
mynda klukkuna 30 mínútur yfir fjögur. Ekki má brjóta né beygja neina eldspýtu.
Svar: Takið efstu eldspýtuna á fyrsta kassanum og færið hana fyrir neðan hægri eldspýtuna, þá eru þið komin með töluna fjóra.
Færið svo eldspýtuna sem er vinstra megin í miðkassanum og setjið hana þvert inn í kassann, þá eru þið komin með töluna þrjá.
Gátur
ALLAR HELGAR
365.is Sími 1817
Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa
og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags-
og sunnudagsmorgnum á Stöð 2.
HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ
Hvað ertu gömul, Brynhildur
Fía, og í hvaða skóla ertu? Ég
er átta ára og er í Hlíðaskóla.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Að leika við vinkonur
mínar í alls konar leikjum og
best er ef það eru dýraleikir. Mér
finnst gaman að teikna, í heim
ilisfræði og svo er ég að æfa dans.
En allra skemmtilegast var að
fara á reiðnámskeið í sumar.
Fórstu í eitthvert ferðalag?
Já, ég fór með mömmu, pabba
og litlu systur sem heitir Þórey
í sumarbústað í Aðaldal. Við
skoðuðum Dimmuborgir, Náma
skarð, Víti, Ásbyrgi og fleira. En
skemmtilegast var að hitta vini
mína á Húsavík og leika með
þeim.
Hvaða tónlist finnst þér best?
Mér finnst Ariana Grande frábær
söngkona. Næst á eftir er Katy
Perry.
En tölvuleikur? Allir stelputölvu
leikir sem eru inni á girl games.
com eru í uppáhaldi því þar
getur maður til dæmis bakað og
líka snyrt og málað persónurnar.
Lest þú bækur þér til skemmt-
unar? Ég las Huldu Völu dýravin
í sumar og núna er ég að lesa
Fíusól, þær eru báðar fínar.
Bækurnar um Skyggni einhyrn
ing sem mamma og pabbi lásu
fyrir mig þegar ég var yngri eru
líka alltaf uppáhalds og þegar ég
var lítil dýrkaði ég líka bæk
urnar um litla skrímslið og stóra
skrímslið, við lásum þær svo
mikið að ein datt alveg í sundur
og mamma þurfti að kaupa nýja.
Núna les ég þær stundum fyrir
litlu systur mína á kvöldin.
Ég var því spennt að koma á
sýninguna í Gerðubergi og ganga
inn í heim skrímslanna, kíkja inn
til stóra skrímslisins og heim
sækja litla, fara um skrímsla
skóginn og inn í MJÖG drauga
legt hús.
Maður getur lært margt
af skrímslunum og svo eru þau
líka skemmtileg og fyndin.
Gaman að ganga inn
í heim skrímslanna
Brynhildur Fía Jónsdóttir var á sýningunni Skrímslin
bjóða heim í Gerðubergi og fór þar í mjög draugalegt hús.
Brynhildur Fía, Vala Ruther, Óðinn Breki Árnason og Þórey Hrund Jónsdóttir una sér vel í heimsókn hjá litla skrímslinu og stóra
skrímslinu í Gerðubergi. FRéttaBlaðið/GVa
Sú kona sem fann upp orðið
geislavirkni hét Marie Sklo
dowska Curie. Það var þó ekki
þess vegna sem hún fékk Nóbels
verðlaun fyrst kvenna en það
var í eðlisfræði árið 1903 og hún
hlaut þau ásamt manni sínum,
Pierre Curie. Þau höfðu upp
götvað að frumefnið radín gæti
komið að gagni við að vinna á
æxlum. Árið 1911 fékk Marie
aftur Nóbelsverðlaun, nú í efna
fræði er henni hafði tekist að ein
angra hreint sýnishorn radíns.
Marie fæddist í Varsjá árið
1867. Þá laut Pólland stjórn
Rússa og konum var ekki leyft
að afla sér æðri menntunar. Hún
hjálpaði systur sinni að komast
til Parísar í læknisnám og flutti
þangað síðan sjálf til að leggja
stund á stærðfræði, eðlisfræði
og efnafræði. Þar giftist hún
starfsbróður sínum, Pierre Curie,
en hann varð undir hestvagni
og lést á besta aldri. Marie þáði
prófessorsstöðu hans við Parísar
háskóla og var fyrst kvenna til að
gegna því embætti.
Heimild: Vísindabókin –
Mál og menning 2015.
Fyrsta konan í heiminum sem fékk Nóbelinn
Marie Curie við rannsóknarstörf sín í vinnuskúrnum sem hún hafði til afnota.
1. Hverju getur þú kastað
upp í loftið án þess að það
komi niður?
2. Hvað er það sem sólin
getur ekki skinið á?
3. Ég hreyfi mig þeim mun
meira sem fleiri gestir
koma. Hver er ég?
4. Hver er það sem sér
sólina, en aldrei sumarið?
5. Manneskja kom til okkar
og var þar um kyrrt. Hún
kom hvorki inn um dyrnar,
né í gegnum glugga. Hver
er það?
Svör:
1. Lifandi fuglum. 2. Skugginn 3. Hurðin 4. Ísinn
5. Lítið systkini sem fæddist heima.
7 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r60 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð