Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2017, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.11.2017, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 2 . T Ö L U B L A Ð 1 7 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 FRÍTT Fréttablaðið í dag SKOÐUN Hanna Katrín Friðriksson vill hnykkja enn frekar á sam- félagslegri ábyrgð lífeyrissjóða. 14 SPORT Heimir Guðjónsson, flytur til Færeyja og tekur við liði HB. 16 MENNING Bæði léttleiki og dramatík verða í sal Tónlistar- skólans í Garðabæ í kvöld. 22 LÍFIÐ Laddi opnar myndlistar- sýningu á fimmtudaginn. 30 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ  FÓLK  BÍLAR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 MIÐASALA Á MIÐI.IS ,,Salurinn EMJAÐI úr hlátri” ,,Mér er illt í maganum eftir allan þennan hlátur” FANGELSISMÁL „Á Sogni eru fanga- verðir valdafígúrur sem halda sig að mestu á bak við luktar dyr,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, í aðsendri grein í blaðinu í dag. Þar deilir hann mjög á fangelsið Sogn sem hann segir að ætti ekki að falla undir opið fangelsi. Hann lýsir gjá á milli starfsfólks og vistmanna og segir eftirlitið of mikið, regluverk íþyngjandi og pappírsvinnu í tengslum við ein- földustu beiðnir óþarflega flókna. – ósk / sjá síðu 15 Gagnrýnir Sogn Mikil fundahöld voru hjá öllum stjórnmálaflokkum í gær og fram á kvöld eftir að upp úr slitnaði í tilraun Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, til þess að mynda stjórn með Samfylkingu, Pírötum og Framsókn. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var á hraðferð inn á þingflokksfund í Valhöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Guðmundir Ingi Þóroddson, for- maður Afstöðu Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Katrínu Jakobsdóttur tókst ekki að mynda stjórn Vinstri-grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata. Sjálfstæðismönnum sem blaðið ræddi við hugnast best þriggja flokka ríkisstjórn með Vinstri-grænum og Framsóknarflokki, en slík stjórn gæti reynst Katrínu erfið. VÍSINDI Ekki voru til staðar tilskilin leyfi fyrir rannsóknum sem gerðar voru á sjúklingi á Landspítala Íslands í tilefni af skrifum á vísindagrein sem birt var í læknatímaritinu The Lancet. Þetta er meðal fjölmargra aðfinnslna í niðurstöðum rannsókn- arnefndar um aðkomu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans að Plastbarkamálinu. Í niðurstöðu nefndarinnar er einnig rakið hvernig ítalski skurðlæknirinn Paolo Macc- hiarini hafi fengið íslenskan skurðlækni, Tómas Guðbjarts- son, til að breyta tilvís- unarvottorði sínu fyrir sjúkling í málinu. Að mati nefndarinnar var orðalag vottorðsins óvarlegt og bauð upp á mistúlkun. Í athugasemdum sínum til nefndar- innar segist Tómas hafa verið beittur blekkingum. Í skýrslunni kemur einnig fram að víða hafi pottur verið brotinn í mál- inu hér á landi. Ekki er hins vegar talið, eða í það minnsta ósannað, að það hafi verið gert af ásetningi. Nefndin leggur til að heimildir vísindasiðanefndar til að grípa inn í óleyfisrannsóknir verði auknar og að nefndin gefi út leiðbeinandi álit vegna rann- sókna. Að auki er lagt til að ekkju sjúklingsins verði veitt fjárhagsaðstoð til að sækja mögulegan rétt sinn. – jóe / sjá síðu 6 Víða pottur brotinn í Plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson STJÓRNMÁL Eftir atburði gærdags- ins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðis- flokks. Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum síðdegis í gær eftir að Framsóknarmenn slitu stjórnar- myndunarviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna daga. Í samtali við fjölmiðla á Bessa- stöðum gaf Katrín Jakobsdóttir til kynna að ekki væri grundvöllur til að taka Flokk fólksins og Viðreisn inn í þær formlegu viðræður sem slitið var í gær, í stað Framsóknar- flokksins. Þeim Sjálfstæðismönnum sem Fréttablaðið hefur rætt við lýst best á myndun þriggja flokka stjórnar með Vinstri grænum og annað hvort Framsóknarflokki eða Samfylkingu. Vinstri græn eru sögð þrýsta mjög á síðari kostinn, enda verði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Fram- sóknarflokki Katrínu erfið vegna baklandsins og auðveldara verði að hafa Samfylkinguna með. Samfylk- ingin útilokar ekki lengur samstarf með Sjálfstæðisflokki samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Flokkur- inn er þó enn tregur í taumi en lítur með jákvæðari augum á þátttöku ef Viðreisn yrði tekin að borðinu. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar hefði 34 manna meirihluta á þingi; 38 manna meirihluta ef Viðreisn fengi að fljóta með. Enginn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við í gær úr röðum þessara flokka útilokaði að þessi stjórn gæti orðið að veruleika, þótt Sjálfstæðis- mönnum hugnist þessi kostur, að sögn, ekki eins vel og þriggja flokka stjórn. Aðrir viðmælendur blaðsins hafa haft á orði að jafn breið stjórn og þessi sé líklegri en aðrar stjórnir til að auka stöðugleika í stjórnmál- um. Viðmælendur blaðsins úr hópi Samfylkingar segjast þó ekki fara í stjórn nema um raunverulega upp- byggingu í velferðarmálum verði að ræða og stjórnarskrármálin yrðu einnig að komast á dagskrá. – aá / sjá síðu 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.