Fréttablaðið - 07.11.2017, Page 2

Fréttablaðið - 07.11.2017, Page 2
Veður Breytileg átt á landinu og vindhraði hóflegur. Það verða dálítil él á víð og dreif um landið vestanvert. Á austurhelmingi landsins verður hins vegar slydda eða snjókoma um tíma því snaggarlegt úrkomusvæði mun ganga þar yfir. SJÁ SÍÐU 20 Eftirköst óveðursins Vindhviður fóru í allt að 65 metra á sekúndu þegar mikið óveður gekk yfir landið í fyrrakvöld og mátti sjá eldingar og heyra þrumur sem fylgdu. Yfir 40 þúsund Íslendingar glímdu við rafmagnsleysi. Flest verkefni björgunarsveitanna og viðbragsaðila tengdust byggingarsvæðum í borginni og voru menn enn að í gær við að ganga frá hlutum sem fuku þegar veðrið var sem verst. Mikil mildi þykir að ekkert stórtjón hafi orðið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Rafvirkjar LED skápalampar www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is STJÓRNSÝSLA ÁTVR hefur ekki sótt sérstaklega um leyfi hjá bæjar- stjórn Garðabæjar fyrir opnun fyrirhugaðrar Vínbúðar í Kaup- túni sem bæjarstjórn telur nauð- synlegt. Fyrra leyfi bæjarins til ÁTVR fyrir vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við aðra staðsetningu. Bæjarfull- trúi furðar sig á málinu og skorar bæjarstjórn á ÁTVR að sækja um leyfi fyrir versluninni í Kauptúni. ÁTVR stefnir á að opna verslunina 15. nóvember. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis samþykkti starfsleyfi ÁTVR í Kauptúni 3 til allt að 12 ára á fundi sínum 30. október. Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar síðastliðinn fimmtudag lagði bæjar- fulltrúi meirihlutans, Sigurður Guð- mundsson, fram bókun þar sem hann fagnaði því að Vínbúð væri að opna aftur í Garðabæ eftir margra ára fjarveru. Hins vegar vekti það furðu hans að ÁTVR hafi ekki sótt um leyfi fyrir áfengissölu á nýjum stað, líkt og kveðið er á um í áfengis- lögum. ÁTVR rak fyrir mörgum árum Vínbúð við Garðatorg en Sigurður segir ÁTVR hafa lokað henni ein- hliða og án samráðs eða samvinnu við bæjarstjórn Garðabæjar. Árið 2003 hafi bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt að veita ÁTVR leyfi til reksturs vínbúðar en leyfið var bundið skilyrði um staðsetningu við Garðatorg. „Nú fréttir maður af því að þeir ætli að opna í Kauptúni, en þá hafa þeir ekki sótt um leyfi sérstaklega til þess,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Vilja að ÁTVR sæki um nýtt leyfi fyrir vínbúð Bæjarstjórn Garðabæjar skorar á ÁTVR að sækja um leyfi fyrir nýrri Vínbúð sem til stendur að opna í Kauptúni. ÁTVR sótti ekki um leyfi til bæjarstjórnar fyrir nýrri staðsetningu en fyrri leyfisveiting gerði ráð fyrir vínbúð við Garðatorg. Framkvæmdir við nýja Vínbúð ÁTVR í Kauptúni eru langt komnar og stefnt á opnun 15. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sigurður Guð- mundsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Sigurður bendir á í bókun sinni að samkvæmt áfengislögum skal leita álits skipulagsnefndar sveitarfélaga varðandi rekstur áfengisverslunar. Í lögunum komi einnig fram að sveit- arstjórn sé heimilt að binda veitingu leyfis til reksturs útsölustaðar áfengis skilyrðum um staðsetningu versl- unar og afgreiðslutíma. Í ljósi þess að ÁTVR hafi ekki farið að þessum lögum sammæltist bæjar- stjórn Garðabæjar því um að beina því til ÁTVR með bókuninni að stofn- unin sæki um leyfi fyrir opnun vín- búðar í Kauptúni, þar sem leyfi var áður bundið við rekstur vínbúðar að Garðatorgi. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að í áratugi hafi verið í gildi það verklag hjá stofnuninni að sækja um starfs- leyfi fyrir nýjum staðsetningum á vínbúðum til heilbrigðisnefnda við- komandi sveitarfélaga. „Ef vínbúð hefur ekki verið áður í sveitarfélaginu hefur verklagið verið þannig að sótt er um leyfi til sveitar- stjórna. Ef það leyfi hefur fengist hefur verið talið nægjanlegt að sækja um leyfi fyrir starfseminni á nýjum stað til heilbrigðisnefndar.“ Segir Sigrún Ósk að ÁTVR muni þó hafa samband við bæjaryfirvöld í framhaldinu og kanna málið nánar en vonar að ágreiningurinn valdi ekki töfum á fyrirhugaðri opnun, þann 15 nóvember næstkomandi. mikael@frettabladid.is SLYS Karlmaður lést í umferðar- slysi á gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands í Reykjavík í gær þegar reiðhjól og bifreið rákust saman. Hinn látni var á reiðhjólinu. Lögreglunni barst tilkynning um slysið upp úr klukkan eitt í gær. Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa og lögreglan rannsaka tildrög slyssins og lögreglan segir að ekki sé unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan óskar eftir vitnum að slysinu og biður þá sem hafa upp- lýsingar um slysið að hafa sam- band. – ósk Lést í umferðarslysi í gær Slysið varð á gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Facebook mun á næstu vikum gera fólki utan Bandaríkj- anna kleift að millifæra fjármuni í gegnum smáforritið Messenger. Þjónustan hefur verið í boði í Bandaríkjunum frá 2015. Tilkynnt var í gær um að stefnt sé að því að opna þjónustuna fyrir notendur annars staðar á allra næstu vikum. Facebook bætist þar með í hóp tæknirisa sem bjóða upp á slíka þjónustu. Apple hefur boðað komu Apple Pay Cash sem leyfir fólki að senda fé í gegnum iMessage. Þá hafa PayPal og Square Inc. boðið upp á svipaðar leiðir. Óvíst er hvaða áhrif, ef einhver, þjónustan mun koma til með að hafa á starfsemi banka og hvort þeir komi til með að missa spón úr aski sínum vegna þessa. – jóe Millifæra fé í gegnum Fésbók 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.