Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2017, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.11.2017, Qupperneq 34
Margir þurfa að láta af störfum þegar sjö-tugsafmælið brestur á svo Ingibjörg Hafstað kennari sem fyllir sjöunda tuginn í dag er spurð hvort um meiriháttar tímamót sé að ræða. „Nei, ég er nú eiginlega hætt að vinna reglubundið, veiktist í fyrra svo það kom af sjálfu sér. Nú tek ég bara að mér verkefni. Ég kenndi útlendingum íslensku í mörg ár. Stofnaði lítið fyrirtæki utan um það sem heitir Fjölmenning og hafði nóg að gera, ég hefði getað haldið áfram þess vegna.“ Þegar Ingibjörgu er slegið upp í Íslendingabók kemur í ljós að í hennar formæðra- og feðrahópi  eru auk Haf- staðs, ættarnöfnin Hafstein, Scheving, Stephensen og Kvaran. Hún hlær þegar hún er spurð hvort það sé gaman að heita Hafstað? „Ég reyndi einu sinni að hætta að nota þetta nafn en það tókst ekki. Nafnið er það mikill hluti af manni. Ég heiti Ingi- björg Sigurðardóttir og þar var fræg skáld- kona fyrir á fleti. Amma hét Ingibjörg og ég á fullt af alnöfnum.“ Hún segir Hafstaðsnafnið koma úr Skagafirði. „Afi minn bjó í Vík í Skagafirði, það er óðalið og þar býr ein nafna mín.“  Þótt Ingibjörg reki ættir sínar norður kveðst hún hafa alist upp í útlöndum að mestu leyti. „Ég er diplómatabarn, fædd í Moskvu og þaðan fóru foreldrar mínir, Sigurður Hafstað og Ragnheiður Kvaran, til Svíþjóðar, svo til Noregs, síðan til Frakklands og aftur til Moskvu svo það var mikið rót á okkur,“ útskýrir hún. „Ég mundi ekki gera mínu barni það að alast upp á svo mörgum og ólíkum stöðum, held að það sé ekkert hollt en ég lærði mörg tungumál og það hefur komið sér vel í kennslu fyrir útlendinga.“ Nú þarf Ingibjörg að rjúka því hún á tíma hjá tannlækni uppi á Akranesi en hún hefur pottþétt frá mörgu að segja, svo það væri efni í heila bók. Kemur sú bók kannski einhvern tíma? „Það gæti bara vel verið nú þegar ég er hætt að vinna!“ gun@frettabladid.is Ég á fullt af alnöfnum Ingibjörg Hafstað kennari sem þekkt er fyrir áhuga sinn og atorku í sambandi við ís- lenskukennslu nýbúa er sjötug í dag. Hún stofnaði og rekur fyrirtækið Fjölmenningu. Ingibjörg útilokar ekki að skrifa bók nú þegar hún er hætt að vinna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég mundi ekki gera mínu barni það að alast upp á svo mörgum og ólíkum stöðum, held að það sé ekkert hollt en ég lærði mörg tungumál og það hefur komið sér vel í kennslu fyrir útlendinga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hadda Benediktsdóttir áður til heimilis Suðurtúni 11, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík laugardaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 15. nóvember kl. 13.00. Stefán Hans Stephensen Kristín Jóhanna Kjartansdóttir Lára G. Stephensen Jakob Svanur Bjarnason Eiríkur G. Stephensen María Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Hans Meinhard Jensen áður Kjarnagötu 14, Akureyri, lést 26. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Áslaug Á. Jóhannsdóttir Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdafaðir og a , Svavar Kristinsson rafverktaki, Logafold 136, Reykjavík, lést laugardaginn 28. október sl. Útför hans fer fram í Langholtskirkju mmtudaginn 9. nóvember klukkan 15.00. Þökkum kveðjur og hlýhug. Anna Steindórsdóttir Sólveig María Svavarsdóttir Jón Heiðar Hannesson Svavar Már Svavarsson Elísabet Esther Sævarsdóttir Sigríður Inga Svavarsdóttir Rósant Friðrik Skúlason Sindri Snær Svavarsson og afabörnin Steindór Sólon, Ísold Svava, Bjarmi Sær, Maísól Mirra og Ronja. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólína Anna Guðjónsdóttir frá Eiðhúsum, Miklaholtshreppi, síðast til heimilis að Björtuhlíð 33, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ föstudaginn 3. nóvember. Hún verður jarðsungin föstudaginn 10. nóvember 2017 frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ klukkan 13.00. Erling Jóhannesson Eva Erlingsdóttir Lárus Björnsson Una Erlingsdóttir Vagn Ingólfsson Jóhannes Erlingsson Valborg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elín Sigurjónsdóttir Vesturtúni 28, Álanesi, lést mmtudaginn 2. nóvember. Guðný Lára Petersen Selma Björk Petersen Ellert Gissurarson Styrmir Petersen Margrét Gilsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kapitolu Snjólaugar Jóhannsdóttur Mýrargötu 18, Neskaupstað, áður Hamragerði 7, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Neskaupstað. Sveinn Árnason Jóhann S. Hákonarson Sigríður Kristinsdóttir Aðalsteinn Hákonarson Elínborg Valsdóttir Inga Birna Hákonardóttir Þórveig Hákonardóttir Guðmundur Ólafsson Elín Hildur Sveinsdóttir Ragnar Guðmundsson Stefanía Anna Hoskins Chris Hoskins Eva Steinunn Sveinsdóttir Þorvarður Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Snorradóttir Þykkvabæ 14, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 4. nóvember 2017. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Jón Magngeirsson Reynir Jónsson Þorgerður Ernudóttir Birgir Jónsson Elsa Óskarsdóttir Birna Jónsdóttir Sigfús Ásgeir Kárason og barnabörn. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Lára Árnadóttir, skrifstofustjóri 18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R TÍMAMÓT Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.