Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Blaðsíða 23
EINKAHEIMILI JÓNASAR OG GUÐRÚNAR
Vestur í bæ, þar sem mætast Hofsvallagata og Hávalla-
gata, stendur reisulegt hús, fallegt, en lætur ekki mikið yfir
sér. Umhverfis er garður, vel ræktaður og hirtur, um-
kringdur steinvegg. Þarna bjó áður Jónas Jónsson frá
Hriflu, og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir. Þau fluttu
inn í þennan bústað skólastjóra Samvinnuskólans strax og
hann var fullger árið 1941 og bjuggu þar til æviloka. Síðan
hefur húsið verið félagsheimili samvinnumanna. Þetta eru
Hamragarðar.
Inn í húsið er gengið frá Hofsvallagötu, nær miðja vegu
milli Hávallagötu og Túngötu. Þó telst þetta hús til Há-
vallagötu. Svona undarleg er nú sumstaðar hún Reykjavík.
En þetta skiftir líklega engu máli, því að við, sem notum
þetta hús, hugsum ekki um það aðeins sem númer við
götu, heldur sem Hamragarða, og þeir eru í sjálfu sér
hafnir yfir tölur og traðir.
Þeir sem eru á líku reki og ég eða yngri muna ekki
Hamragarða sem heimili Jónasar. Og það vill gjarnan fara
svo að þegar umsvifamikilla athafnamanna er minnst,
gleymist að þeir hafi átt einkalíf og f jölskyldu. Og það var
einmitt til þess að bregða upp mynd af heimili Jónasar og
Guðrúnar og varðveita hana, að ég bað dætur þeirra, Auði
og Gerði, að eiga með mér dagstund í Hamragörðum og
rifja upp minningar. Þær urðu ljúflega við þeirri bón og
það var hlýlegur haustdagur, sem við áttum þar saman.
Þeir, sem þekkja til Hamragarða, og þeim fer sífellt
19