Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Blaðsíða 65
Friðjón Magnússon Stephensen, f. 7.12.
1905 í Meðalholtahjáleigu, Ámessýslu, og
ólst þar upp. For.: Magnús Stephensen frá
Mýrum, Álftaveri, og Sesselja Jónsdóttir
frá Berustöðum, Rang. Maki: 6.12. 1946,
Anna Oddsdóttir, f. 20.10. 1908, úr Rvík.
Sat SVS 1929-’31. Störf áður: Algeng
verkamannastörf. Störf síðan: Verkstjóm
við síldarsöltun til 1943, lengst af hjá Ás-
geiri Péturssyni og Co. á Sigluf. Birgða-
stjóri hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna
1943-’49. Rak Garðyrkjustöð að Stóra-
Fljóti, Bisk. 1949-’55. Stofnaði Efnalaug-
ina Hjálp hf. í Rvík 1955 og hefur starfað
þar síðan.
Guðmundur Jakobsson, f. 26.2. 1913 í Bol-
ungarvík, ólst upp á Hanhóli, Hólshr. For.:
Jakob Bárðarson formaður, frá Bolungar-
vík og Dóróthea Jónasdóttir úr Húnavatns-
sýslu. Maki: 25.12. 1945, sambúð frá 1931,
Guðfinna Gísladóttir, f. 8.1. 1912, úr Bol-
ungarvík. Börn: Arnar, f. 1.10. 1931, Val-
gerður Bára, f. 20.2. 1936, Theódór Jakob,
f. 2.8. 1944, Soffía, f. 15.10. 1948 og Gísl-
ína, f. 25.9. 1951. Sat SVS 1930-’31. Störf
áður: Sveitastörf og sjóróðrar. Störf síðan:
Sjómaður á ýmsum skipum, formaður á
bátum í 6 ár. Vann í vélsmiðju og við mið-
stöðvarlagnir í 3 ár. Við verslun og verk-
stjórn í fiskvinnslu 2 ár. Verkstjóri við
hafnargerð í 4 ár. Rak verslun og útgerð
6-8 ár. Við ritstjórn og blaðaútgáfu 10 ár,
bókaútgáfan Ægisútgáfan o. fl. frá 1957,
prentsmiðjurnar Ásrún og Prentrún í 10
ár. Félagsst.: Form. Ungmennafél. Bol-
ungarvíkur 10 ár og í hreppsnefnd 1 kjör-
tímabil.
61