Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Blaðsíða 38
nir Guðmundur og Sigurjón Friðjónssynir, við niðinn í
Laxá ólust þau Unnur Benediktsdóttir og Jóhann Sigur-
jónsson upp, og í faðmi Mývatnssveitar voru skáldin Jón
Stefánsson (Þorgils gjallandi), Sigurður Jónsson og Jón
Þorsteinsson, og fleira mætti telja.
Jóhannes, faðir Þorkels, hafði aflað sér nokkurrar skóla-
menntunar. Hann var Möðruvellingur, en hvarf að því búnu
heim í sveit sína og hóf búskap á Syðra-Fjalli. Þorkell var
eini sonurinn í f jölskyldunni, og að loknu námi í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri gekk hann sömu götu og faðir hans
heim í sveit sína til starfa við búskap og ræktun, en svo
sem lengi hafði verið kynfylgja í ætt hans, átti hann sér
fleiri hugðarefni en bústörfin og hugurinn leitaði á vit ís-
lenzkra fræða, þegar tóm gafst frá daglegri önn.
Á þessum árum hefir sú spurning sótt á Þorkel, hvort
hann ætti að velja það hlutskipti í lífinu að vera bóndi á
föðurleifð sinni eða hverfa á braut úr föðurgarði. Sú
staðreynd blasti við, að feðrajörð hans þarfnaðist allrar
orku hans, og til að mæta kröfu tímans og skila umtals-
verðu ævistarfi var ekki hægt að stunda búskap og fræði-
mennsku jöfnum höndum, svo sem faðir hans og frændur
höfðu gert. Teningunum var kastað, Þorkell yfirgaf óðal
feðra sinna og settist á skólabekk í Reykjavík og lauk
stúdentsprófi árið 1922 og hóf nám í íslenzkum fræðum
sama ár og lauk námi í þeirri fræðigrein árið 1927.
Á háskólaárum sínum kenndi Þorkell við Samvinnuskól-
ann. Hann var þá orðinn kunnur forvígismönnum sam-
vinnustefnunnar í Reykjavík og þegar Jónas Jónsson, skóla-
stjóri Samvinnuskólans, varð ráðherra í ráðuneyti Tryggva
Þórhallssonar árið 1927, tók Þorkell við skólastjóm Sam-
vinnuskólans og gegndi því starfi fram til ársins 1931, að
Jónas tók við á ný. Jafnhliða skólastjórninni varð hann
ritstjóri Samvinnunnar ásamt Jónasi frá Hriflu 1927-1930
og ritstjóri Nýja dagblaðsins og Dvalar 1933-1934. Á þess-
um árum var Þorkell mjög handgenginn þeirri stjórn- og
félagsmálastefnu, sem hann var fóstraður upp við heima
í héraði, en um þetta leyti þurru afskipti hans af skóla-
34