Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Blaðsíða 158
sem þakkaði starfsmönnum fundarins unnin störf, fundar-
gestum komuna, ánægjulegt samstarf, óskaði Skólafélaginu
allra heilla um ókomin ár og sagði fundi slitið.
Jakób Bjömsson, Guðriöur Ólafsdóttir,
formaður. ritari.
Fundur var settur í Skólafélagi Samvinnuskólans,
fimmtudaginn 8. október. Formaður setti fundinn, og bauð
gesti velkomna á þennan fyrsta skólafélagsfund. Hann las
svo upp lög félagsins. Að því loknu var lesin upp fundar-
gerð síðasta fundar, sem var samþykkt.
Síðan var gengið til atkvæða, og kosnir 5 menn í 1. des
nefnd, 3 úr 2. bekk, en 2 úr 1. bekk. Einnig voru kosnir 5
menn í ritnefnd Vefarans með sama hlutfalli.
Undir liðnum ýmis mál gerði Sigurður Kristjánsson
gjaldkeri fundarmönnum grein fyrir ýmsum kosnaði, sem
skólafélagið þyrfti að standa straum af. Borin var fram til-
laga frá gjaldkera þess efnis, að hann mætti innheimta
500,- krónur hjá meðlimum félagsins við tækifæri.
Kaupfélagsstjóri las upp reglur Kaupfélags Samvinnu-
skólans og bað einnig ölflokka að sjá um góða umgengni
um öl og flöskur.
Formaður talaði um, að ekki væri nógu góð umgengni
í setustofu og bað menn einnig að fara ekki með dagblöðin
upp á herbergi.
Nú var tekið fyrir aðalmál fundarins, sem var staða
konunnar í nútíma þjóðfélagi.
Fyrri frummælandi, Sigurlaug Stefánsdóttir, tók til
máls. Hún sagði, að staða konunnar mætti vera betri en
hún er, og þessa stöðu sina hefði konan fengið með langri
og strangri baráttu. Flestar konur þyrftu að sitja heima
154