Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Blaðsíða 9
FORMÁLI
Bók sú, er hér kemur fyrir almenningssjónir, hefur verið
lengi í smíðum. Ýmislegt má vafalaust tína til, sem leitt
hefur til þessarar tafar á útkomu bókarinnar, en þyngst
er á þeim metum að breyting hefur orðið á högum rit-
stjórans frá því að fyrri bækurnar tvær komu út, sem hef-
ur leitt til þess að tími til að reka bókina rösklega saman
hefur verið harla lítill. Þurfi að skamma einhvern, ber því
að skamma undirritaðan.
Það verkefni að móta Árbók NSS hefur verið býsna
skemmtilegt. Ekki síst fyrir það, að þar hafa ýmis ljón
verið á veginum, sem þurft hefur að berjast við til þess
að komast á leiðarenda. Þeir, sem hafa fyrri bækurnar
undir höndum, geta séð í hendi sér, að annað bindi er að
flestri gerð nokkuð frábrugðið hinu fyrsta, en það, sem
hér kemur, er í litlu frábrugðið öðru bindi. Það verður
ekki séð í fljótu bragði að minnsta kosti, að annað form
sé öllu heppilegra.
Við undirbúning þriðja bindis kom í ljós, að öllu fleiri
voru tregir til þátttöku en þegar unnið var að gerð fyrri
bindanna. Þetta hefur átt sinn þátt í að draga verkið á
langinn, þar sem reynt var tii þrautar að fá upplýsingar
frá fyrstu hendi, áður en farið var aðrar leiðir til þess að
afla þess fróðleiks um fyrrverandi nemendur Samvinnu-
skólans, sem hvort eð er má fá úr almennum skýrslum og
gögnum. Þess vegna eru tiltölulega fleiri persónuupplýs-
ingar í þessari bók heldur en þeim fyrri, sem sækja varð
5
L