Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 11
SVEINN VlKINGUR
Sveinn Víkingur var svo óvenju fjölgáfaður og fjölþætt-
ur maður, og svo margar hugstæðar myndir af honum
geymir þjóð hans, að þær „myndir daganna“, sem ég dreg
hér upp verða fyrirferðarlitlar í því safni.
Hann var af gáfuðum, þingeyskum ættum kominn og
bar frá þeim arf mikinn og merkan.
Hann fæddist í Garði í Kelduhverfi 17. jan. 1896. For-
eldrar hans báðir, Grímur Þórarinsson bóndi og Kristjana
Guðbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, önduðust fyrir aldur
fram, rúmlega fimmtug.
Sveinn lauk stúdentsprófi utan skóla vorið 1917, guð-
fræðiprófi frá Háskóla Islands veturinn 1922 og vígðist þá
aðstoðarprestur sr. Halldórs Bjarnasonar, en vígsluna veitti
vígslubiskup Geir Sæmundsson í Akureyrarkirkju. Tveim
árum síðar var hann settur prestur í Þóroddsstaðapresta-
kalli og kosinn prestur tveim árum síðar til Dvergasteins
og bjó þar uns prestssetrið var flutt til Seyðisfjarðarkaup-
staðar vorið 1938.
Á þessum árum kynntist hann lífi sveitaprestsins í þeim
gamla stíl, og raunar samskiptum hans og sóknarbarn-
anna bæði í kaupstað og sveit, því að margvíslegum trún-
aðarstörfum gegndi hann fyrir trúar-, mennta- og menn-
ingarlíf sóknarbarnanna.
En þá urðu þáttaskil í lífi sr. Sveins, er Sigurgeir bisk-
up kallaði hann til starfs biskupsritara árið 1942. Til þess
starfa kom sr. Sveinn ágætlega búinn vegna reynslu sinnar
7