Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Blaðsíða 12
og gáfnafars. Samvinna þessara manna varð með miklum
ágætum, og sama var að segja um samvinnu hans og Ás-
mundar biskups. En þegar hann lagði niður biskupsdóm,
dró sr. Sveinn Víkingur sig einnig í hlé og gaf sig eftir
það embættislaus að víðtækum ritstörfum. Á þessum ár-
um gerðist hann tvívegis skólastjóri Samvinnuskólans í
Bifröst. Hann var þá á sjötugsaldur kominn og tók þar um
skeið við starfi, sem hann hafði ekki gegnt áður. En hæfi-
leikar hans voru miklir, nálega til hverra þeirra starfa,
er hann tók að sér. Skólastjórnin og samstarfið með hinum
ungu nemendum tókst honum með þeim ágætum, að hann
hlaut mestu vinsældir af og hvers manns lof, sem til þekkti.
Um sum lífsviðhorf var sr. Sveinn mótaður í gömlum
skóla þeirrar bændamenningar, sem forfeður hans og -mæð-
ur voru verðugir fulltrúar fyrir. En jafnframt hafði hann
opinn hug við hverju því, sem vitsmunir hans sögðu hon-
um, að til heilla horfði. Þessvegna gat hann átt ánægju-
lega samleið með ungri kynslóð, án þess að glata ræktar-
semi við gamlan arf og gamalt feðragull.
Eftir að hann lét af störfum sem biskupsritari tók hann
fyrir alvöru að gefa sig að ritstörfum. Og þá með þeim ár-
angri, að eftir hann liggja 7 frumsamdar bækur og auk
þess um 20 bækur þýddar, auk þýðinga, sem hann gerði fyr-
ir Þjóðleikhúsið. Ritstjóm Kirkjublaðsins annaðist hann
í 16 ár og ritstjóri tímaritsins Morguns var hann síðustu
sex ár ævi sinnar. Hann sá um útgáfu bóka eftir próf.
Harald Níelsson, Einar H. Kvaran og Karl Finnbogason,
og ritgerðir og greinar reit hann fjölmargar í blöð og
tímarit.
Vinsælda mikilla um allar byggðir landsins naut sr.
Sveinn Víkingur sem fyrirlesari og útvarpsmaður. Þar nutu
sín vel gáfur hans og það, hver stílsnillingur hann var og
mannþekkjari. Frábært skopskyn hans, sem oftast var
blandið ósvikinni hjartahlýju, gaf fyrirlestrum hans og
flutningi hans ekki síður seiðmagn, sem smaug inn í hug
hlustendanna.
Af ritstörfum sr. Sveins er ógetið enn þess verks, sem
8