Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 13
ég á von á, að lengst haldi minningu hans á lofti, en það
er hið geisimikla rit hans um kirkjur og kirkjustaði á Is-
landi frá öndverðu. Hann hóf þetta verk meðan hann var
biskupsritari, og segir mér kona hans, að ótrúlegum tíma
hafi hann fórnað þessu verki um áratugi og fram að síð-
ustu dögum. En honum entist aldur til að ljúka því.
Sr. Sveinn Víkingur átti vinsældum að fagna, en í einka-
lífinu var þó gæfa hans mest. Árið 1925 kvæntist hann
heitmey sinni, Sigurveigu Gunnarsdóttur, bónda í Skógum
í öxarfirði, einstaklega glæsilegri konu og góðri. Hálf-
áttræður lifði hann enn með henni það tilhugalíf, að augu
hans leiftruðu og rómur hans varð enn hlýrri en ella, er
hann leit til þeirrar áttar, þar sem hún var. Þeim hjónum
varð fjögurra barna auðið. Þótt sr. Sveinn væri orðinn
þetta mikið við aldur, vakti andlát hans fjölskyldunni mik-
inn harm. Ekki kom það kunnugum á óvart. Það er sjón-
arsviptir að manni, sem minniháttar er en Sveinn Víkingur
var.
Og þó, — hvað er að harma, þegar hið gamla verður
aftur ungt og brákaður reyr að beinum viði?
Sveinn Víkingur elskaði vorið. Hið mikla máttarorð
9