Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Side 22
hann all lengi við rafstöðvarbygg. víðsveg-
ar, aðall. í Skaftaf.s., en einnig á austurl.
við alls konar smíðar og viðgerðir á vinnu-
vélum og fleiru. Auk þess annaðist hann
smíðar á vatnstúrbínum við flestar stöðv-
arnar sem hann vann við. Félagsst.:
Hefur verið í hreppsn. Kirkjubæjarhr. og
sýslunefndarm. fyrir sama hrepp um langt
árabil eða þar til hann gaf ekki lengur
kost á sér 1974. 1 stjórn Kf. Skaftfell. þar
til 1974. Bróðir, Karl H., sat SVS 1928-’30,
sjá Árbók I.
Snorri Hannesson, f. 25.3. 1901 að Hleið-
argarði í Eyjafirði og ólst þar upp. D. 26.3.
1963. For.: Jónína Jóhannsdóttir frá Gauts-
stöðum, Svalbarðsstr., og Hannes Jónsson
frá Hleiðarg., búendur þar. Maki: 10.6.
1927, Sigríður Jóna Jóhannsdóttir, f. 10.
8. 1903, frá Selá á Árskógsstr., ættuð frá
Hauganesi. Börn: Jóhannes Hleiðar, f. 18.3.
1928, kaupm. í Ytri-Njarðv., Arnaldur Ey-
fjörð, f. 21.3. 1942, verkam. á Akureyri,
Jón, f. 4.11. 1946, símtengjari á Akureyri.
Sat y.d. SVS 1921-’22. Störf síðan: Hóf bú-
skap í Hleiðargarði 1927 og bjó þar til ævi-
loka. Vann á ýmsum stöðum utan heimilis.
Var eitt sumar á síldveiðisk. og vann ýmis
störf á Sigluf. Var umboðsm. fyrir bóka-
útg. Menningarsj. í mörg ár. Vann töluvert
að endurskoðun reikninga, einkum fyrir
Flutningafél. Saurbæjarhr. Var forðagæslu-
m. í mörg ár. Tók þátt í leikstarfsemi í
hreppnum.
18