Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 39
Runólfur Sveinsson, f. 27.12 1909 að Ásum,
Skaftárt., V-Skaft., ólst upp þar og að
Neðra-Fossi í Mýrd. D. 4.2. 1954. For.:
Jóhanna Sigurðardóttir frá Breiðabólst.,
Hörgslandshr. og Sveinn Sveinsson frá Ás-
um í Skaftártungu. Maki: 18.8. 1940 Val-
gerður Halldórsdóttir, f. 2.4. 1912, frá
Hvanneyri í Borgarf., skólastj. að Lauga-
landi í Eyjaf. Börn: Þórhallur, f. 23.5. 1944,
íþróttakenn., Sveinn, f. 28.4. 1946, land-
græðslustj. og Halldór, f. 7.3. 1948, dýra-
lækn. Sat y.d. SVS 1931-’32, lauk ekki pr.
Nám áður: Lauk pr. frá Bændask. á Hvann-
eyri 1929. Nám og störf síðan: Lauk pr.
frá Landbún.hásk. í Khöfn 1936, settur
skólastj. á Hvanneyri 1936 og skip. skóla-
stj. 1937 og starfaði þar til 1947, er hann
var skip. sandgræðslustj., sem hann var til
æviloka. Félagsst.: Starfaði mikið að fé-
lagsmálum sem skólastj., virkur félagi í
störfum UMFÍ. Skrifaði ótal greinar í blöð
og tímarit um landbúnaðar- og sand-
græðslumál.
Sigríður Stefánsdóttir Thorlacius, f. 13.11.
1913 að Völlum í Svarfaðard. og ólst þar
upp. For.: Solveig Pétursdóttir Eggerz, f. á
Borðeyri og Stefán Baldvin Kristinsson,
prófastur að Völlum, f. að Ystabæ í Hrísey.
Maki: 13.5. 1939 Birgir Thorlacius, f. 28.7.
1913, ráðuneytisstj. Sat SVS e.d. 1931-’32.
Störf síðan: Verslunar- og skrifst.st. 1933
-’42, m.a. hjá Tryggingastofnun rík. 1936
-’41. Samtímis þingskrifari á nokkrum
þingum. Ritstörf, félagsm. og fl.: Umsjón
og flutn. útvarpsefnis í þættinum ,,Við sem
35