Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 74
Við nám og störf í Bretl. frá febr. 1955 til
júní ’56, í Co-operative College, Loughbor-
ough, Leicestershire, frá sept. 1955 til júní
’56. Frá 1.4. 1953 hjá Skipadeild SlS, deild-
arstj. þar frá maí 1959 til maí ’69. Fram-
kv.stj. SlS í London frá júní 1969. Bróðir,
Guðmundur Kr., sat SVS 1948-’50. Sjá
Árbók I.
Magnús Kristinsson, f. 6.1. 1933 á Horni,
Hornvik, N-ls., ólst upp þar og á ísaf. For.:
Guðný Halldórsdóttir og Kristinn P. Gríms-
son, bóndi. Maki: 22.6. 1957, Svanhildur
Eyjólfsdóttir, f. 4.3. 1934, frá Kirkjubæ á
Rangárvöllum. Börn: Kristinn Pétur, f. 14.
11. 1957 og Guðný, f. 11.7. 1966. Sat SVS
1951-’52 og framhaldsd. SVS 1952-’53. Nám
og störf síðan: 1 breska Samvinnusk. 1954-
’55. Viðskiptastörf og atvinnurekstur.
Ólafur Magnússon, f. 25.4. 1934 í Rvík og
ólst þar upp. For.: Fanney Ásgeirsdóttir
frá Eskifirði og Magnús Þorsteinsson af
Álftanesi, forstjóri sælg.verksm. Freyju.
Maki: 30.5. 1952 Fanney Sigurjónsdóttir.
Börn: Ásdís Helga, f. 25.11. 1951 og Magn-
ús, f. 22.12. 1955. Sat SVS 1951-’52. Störf
síðan: Verslunar- og viðskiptastörf hjá
sælg.v. Freyju 1952-’59, rak kvenfatagerð-
ina Carabellu 1959-’64, hjá Kf. Fáskrúðs-
fj. 1964-’66 og Kf. Seyðisfj. 1966-’68. Síðan
sölumaður og fleira.
70