Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Blaðsíða 119
ÚR FUNDARGERÐARBÖKUM SKÖLAFÉLAGS SVS
1 árbókum NSS hefur verið venja að birta fundargerðir
frá þeim árum, sem tekin eru til meðferðar í bókunum
hverju sinni. Þetta er þó ekki alltaf hægt að gera, þar sem
ekki eru allar fundargerðabækur skólafélagsins — eða mál-
fundafélagsins — vísar. Þannig er til dæmis ekki vís nú sú
bók, er hefur að geyma fundargerðir þess hóps nemenda,
sem lauk námi við Samvinnuskólann árið 1962, hvernig
sem á því kann að standa. Einnig vantar fundargerðir frá
árunum 1921 til 1928.
Á sama hátt var ekki hægt í fyrstu árbókinni að birta
sýnishom af fundargerðum tveggja fyrstu vetranna, og
ekki var heldur hægt í annarri árbók að birta fundargerðir
þess hóps, sem brautskráðist árið 1921. En meðan stóð á
samantekt þriðju bókar, afhenti sonur eins þeirra, sem hér
er getið, ritstjóra árbókarinnar fundargerðabók Málfunda-
félags Samvinnuskólans, sem spannar yfir fyrstu árin, eða
frá hausti 1918 til janúar 1921. Bók þessi hafði orðið inn-
lyksa hjá föður skilandans og fundist að honum látnum.
Að henni er hins vegar hinn mesti fengur og ástæða til að
skora hér með á alla, sem kunna að hafa fundargerða-
bækur skólafélagsins eða önnur plögg því viðkomandi að
skila þeim hið fyrsta til Nemendasambands Samvinnuskól-
ans, sem hefur tekist á hendur að varðveita minjar af
þessu tagi.
1 þessari andrá má til nefna blöð þau, sem skrifuð voru
og lesin upp á fundum skólafélagsins eða fjölrituð og gef-
in út. Af þeim virðist ekki vera til tangur né tetur. Að
minnsta kosti hafa fyrirspurnir þar að lútandi ekki borið
115