Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 121
Jón Benediktsson um skólalíf okkar. Urðu litlar umræður
en gerður góður rómur og engin ályktun tekin.
Þá var kosin stjórn og hlutu þessir kosningu: Formaður
Jón Benediktsson með 6 atkv. Ritari Benedikt Gíslason með
5 atkv. Féhirðir Hannes Pálsson með 5 atkv.
Þá nefndi fundarstjóri til fundarstjóra fyrir næsta fund,
Jón Jónsson, en í dagskrárnefnd Þorlák Jónsson, Hannes
Pálsson og Þorvald Jónsson.
Fundarbókin lesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Benedikt Gíslason.
Þess má geta, að þetta er fyrsta fundargerðin, sem vitað
er að til sé frá starfi Skólafélags Samvinnuskólans.
Ritstjóri.
1919—’'20
Sunnudaginn 9. nóv. 1919 var haldinn fundur í „Mál-
fundafélagi Samvinnuskólans“ hér í bæ, að viðstöddum
skólastjóra. Fundurinn var hafinn með því að sungin voru
nokkur ættjarðarkvæði. Að því loknu tók skólastjóri við
stjórn fundarins, að ósk allra nemenda. Fundarstjóri setti
fundinn með langri og góðri ræðu, þar sem hann skýrði
frá tilgangi félagsins, hafði mörg og fögur orð um kosti
mælskunnar, sé henni beitt í áttina til að sinna að réttu
og göfugu málefni. Taldi hann feimnina og óframfærnina
eigi all lítilvæga ókosti ungra manna er löngun hefðu til
að birta almenningi hugsanir sínar.
En þó væri það eigi síður ókostur að ætla sér of mikið
tala fyrir mælsku sakir eða misbeita hæfileikum sínum á
einn eða annan hátt. Þeir sem fyndu sig eigi skorta mælsk-
una skyldu varast viti það er gæti stafað af ónærgætni í
of persónulegum svörum, gerast ekki of ákafir í neinu
117