Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 122
máli og beita sér aldrei ósæmilega gegn andstæðingum
sínum.
En vandratað er meðalhófið, hélt ræðumaður, og að tala
of mikið væri eigi óskaðlegra en að tala of lítið. 1 þessu
tilliti áleit hann nauðsynlegt sérhverjum félaga að halda
ræður við og við til eflingar á þeirri list. Leiðbeindi þá og
að punkta niður athugasemdir sem og taldi upp ýmsar
reglur fyrir ræðuhöldum o. s. frv.
Því næst stakk fundarstjóri upp á Ragnari Hjálmars-
syni til að skýra frá fundarkvöldum félagsins í vetur sem
leið, sem og að skýra frá blaði því er það gaf út. Að því
búnu las fundarstjóri upp lög félagsins frá því í fyrravetur.
Þá töluðu nokkrir af fundarmönnum og héldu því fram
að ekki væri heppilegt að hafa fundi á laugardagskvöld-
um sökum annarra fundahalda, sem venju fremur tíðkast
þá, töldu margir og nauðsynlegt að gefa út blaðið. Talaði
þá fundarstjóri og skýrði frá því að um fundahöld á laug-
ardagskvöldum gæti ekki verið að ræða þar sem skólinn
hefði ekki ráð á húsinu þann tíma dags.
Töluðu svo nokkrir um fyrirkomulag blaðsins, en að því
búnu tók fundarstjóri á ný til máls, taldi þennan fund
meira til undirbúnings og stakk upp á því að félagsstjórn
yrði ekki kosin fyrr en á næsta fundi sökum ókunnugleika
félagsmanna, svo stakk fundarstjóri upp á því að gamlir
skólasveinar skyldu teknir í félagið ef þeir vildu og væru
hér í bænum, þá stakk og fundarstjóri upp á að 5 manna
nefnd yrði kosin til að endurskoða lög félagsins og koma
fram með góðar tillögur um það hvernig fyrirkomulag fé-
lagsskaparins skyldi vera í framtíðinni, nefndin var þeg-
ar kosin og var hennar formaður Kristján Benediktsson.
Loks voru sungin nokkur fögur ættjarðarkvæði, þar næst
sagði fundarstjóri fundi slitið.
Jónas Jónsson
fundarstjóri.
Ari Þorgilsson
skrifari.
118