Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Síða 123
VETURINN 1931—’32
Laugardaginn 30. okt. 1931 var haldinn fundur í Mál-
fundafélagi Samvinnuskólans í kennslustofum skólans.
Fundurinn var settur kl. 8.15 e. m. af formanni félagsins
og nefndi hann til fundarstjóra Þórarinn B. Pétursson og
fundarritara Jóhannes Helgason. Dagskráin var þessi:
1. Fundargjörð síðasta fundar lesin upp og samþykkt í
einu hljóði.
2. Breyting á lögum félagsins. Framsögum. Páll H. Jón-
asson. Sökum forfalla framsögum. tók Guðm. Ingi
Kristjánsson að sér framsögu málsins.
Fundarstjóri las upp nöfn þeirra er æskt höfðu breyt-
inganna. Guðm. Ingi las síðan upp lögin og þær lagabreyt-
ingar, sem fram höfðu komið. Skýrði hann síðan allar
lagabreytingarnar og kvað sig ekki fylgja þeim mjög fast
eftir. Einnig kvað hann rétt vera að ræða breytingarnar
lið fyrir lið. Þá tók til máls Þórarinn Þórarinsson. Skýrði
hann frá því, er yngrideild hefði aðhafst á fundum þeim,
er hún hélt innbyrðis. Aðalefni þeirra funda var, að semja
lagabreytingar. Las hann síðan upp þær breytingar, sem
fram höfðu komið af hálfu yngrideildar og gjörði all ýtar-
lega grein fyrir þeim. Voru þær mjög í samræmi við áður
komnar breytingar. Næstur talaði Guðm. Ingi og sagði,
að sér líkaði betur þær breytingar, sem komið hefðu frá
yngrideild en þær, sem áður hefðu komið. Meðal annars
sagði hann að sér líkaði best sú breyting, er hljóðaði um
það, að eigi skyldi kjósa stjórn félagsins fyrr en á 2. til
3. fundi hvers skólaárs, því þá fyrst þekktu nemendur
hverjir aðra. Þá talaði Geirmundur Jónsson. Kvað hann
sig í ýmsum greinum vera samþykkan þessum lagabreyt-
ingum, en hann kvað sig algjörlega á móti því að félagið
réðist í að gefa út fjölritað blað. Páll Jónasson talaði því
næst nokkur orð og sagði að það gleddi sig mjög hvað
yngrideild hefði mikinn áhuga fyrir þessum efnum, og
kvað sig vera mjög fylgjandi þeim breytingum, sem hún
hefði komið með á lögunum. Einnig sagðist hann vera
119