Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 124
mjög trúaður á að hið tilvonandi fjölritaða blað myndi
blessast. Stakk hann upp á því, að skipuð yrði nefnd til
þess að gjöra ein heil lög úr báðum þeim breytingum, sem
fram hefðu komið. Þá talaði Vilhjálmur Heiðdal og kvað
sig mjög fylgjandi lagabreytingum yngrideildar, sérstak-
lega er lyti að stjórnarkosningunni, og sömuleiðis að allar
skemmtanir heyrðu undir lög félagsins. Var hann á móti
því, að skipuð yrði nefnd til þess að gjöra samsteypu úr
þeim lagabreytingum, sem fram hefðu komið. Næstur tók
til máls Svavar Marteinsson, og kvað hann sig einnig í
flestum greinum vera samþykkan þeim lagabreytingum,
sem hefðu verið lesnar upp frá yngrideild. Honum fannst
rétt að bæta því í lögin að sá gjaldkeri, sem kosinn yrði,
skyldi gjöra nákvæma skýrslu yfir það, sem hann gjörði
fyrir félagið og sýna þá reikninga mánaðarlega. Var hann
algjörlega á móti því að nafni félagsins yrði breytt. Þá
talaði Geirm. Jónsson og kom með þá fyrirspum, hvort
félagið félli ekki niður á vorin, því að hann sagðist líta
svo á að það félli niður á vorin og þessvegna yrði að kjósa
stjórn félagsins á fyrsta fundi hvers skólaárs. Guðm. Ingi
svaraði því á þá leið, að það hefði ekkert að segja þegar
varastjórn væri kosin úr yngrideild, þá hefði hún alla
stjórnina á hendi fyrstu 2 til 3 fundi vetrarins. Næstur tal-
aði Þórarinn Þórarinsson. Sagðist hann líta svo á, að fé-
lagið væri ekki uppleyst að vorinu. Einnig var hann á móti
því, að skipuð yrði nefnd til þess að gjöra samsteypu úr
þeim lagabreytingum, sem fram hefðu komið, og laga-
breytingarnar vildi hann að næðu fram að ganga strax á
fundinum. Þegar hér var komið var kominn mikill hiti í
fundarmenn og menn komnir dálítið út fyrir efnið. Þá
kvaddi sér hljóðs Svavar Marteinsson og kom hann málinu
aftur á rétta braut. Barst nú svo hljóðandi tillaga: „Fund-
urinn álítur rétt, að gengið verði til atkvæðagreiðslu nú
þegar um lög félagsins.“. Tillagan náði fram að ganga.
Vom þá lögin lesin upp og greidd atkvæði um hverja grein
fyrir sig. Fjórar fyrstu greinar laganna voru samþykktar
með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. 5. grein var
120