Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 125
felld með 15:4 atkvæðum. Þá kom svohljóðandi tillaga frá
Svavari Marteinssyni: „Legg til að stjóm félagsins skipi
3 menn, og orðið ritstjóri falli úr“. Var þá orðið svo mik-
ið samtal milli manna í sætum sínum, að fundarstjóri fékk
ekki við neitt ráðið og sá sér ekki annað fært en að slíta
fundi. Fundi slitið.
Jóhannes Helgason
(fundarritari).
Þriðjudaginn 3. nóvember 1931 var haldinn fundur í
Skólafélagi Samvinnuskólans kl. 2 e.h. Formaður setti
fundinn og skipaði til fundarstj. Guðm. Inga Kristjánsson
og fundarritara Sverri Guðmundsson. Fyrstur talaði form.
og skýrði frá því hversvegna til fundarins hefði verið boð-
að. Þar næst bar fundarstj. upp 5. grein frumvarps til laga
og var hún samþykkt umræðulaust með öllum greiddum
atkvæðum. Þar næst var borin upp 6. grein og samþykkt.
Þar næst var 7. grein borin upp. Var hún rædd dálítið.
Randver Sæmundsson vildi, að það ákvæði væri sett í lög-
in, að breytingar á þeim kæmu 2. fund fyrir aðalfund.
En Daníel Jónsson kvað það óþarfa. Var ’nún samþykkt
breytingalaust. Þá var 8. grein borin upp. Var hún rædd.
Vilhjálmur Heiðdal vildi að það væri ákvæði í lögunum
um það hvað blaðið mætti vera dýrast. Daníel Jónsson
sagði, að það myndi ekki verða svo dýrt, að það yrði ekki
kaupandi. Taldi hinsvegar óþarfa að vera að setja ákvæði
um það í lögin. Guðlaugur Rósinkranz skýrði frá því, að
hægt væri að fá blaðið fjölritað hjá SlS fyrir ekki neitt,
nema borga pappírinn og stensil. Lýsti hann einnig ánægju
sinni yfir þvi, að skólafélagið skyldi ráðast í að fjölrita
blaðið. Formaður þakkaði Guðlaugi fyrir hjálpina. Þar
næst var gengið til atkvæða um greinina og samþykkt með
öllum atkvæðum. 9. grein var samþykkt umræðulaust. Við
10. grein kom fram breytingatillaga og var hún samþykkt.
121