Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 126
Þar næst var greinin borin undir atkvæði og samþykkt.
11. grein var einnig samþykkt. Þá kom fram svohljóðandi
tillaga: ,,Þar eð stórfelldar breytingar hafa orðið á lögum
félagsins, samþykkir fundurinn að kosningar fari fram að
nýju á næsta fundi félagsins skv. 5. og 10. grein.
Daníel Jónsson, Birgir Thorlacius, Björn Stefánsson".
Var hún rædd dálítið; þar næst borin undir atkvæði og
samþykkt með 15:5 atkv.
Fleira ekki gjört; fundi slitið.
Sverrir Guðmundsson
(fundarritari).
VETURINN 1941—’'42
Föstudaginn 12. des. var haldinn fundur í Skólafélagi
Samvinnuskólans, fundinn setti gjaldkeri félagsins Gunn-
ar Steindórsson í forföllum formanns. Skipaði hann fund-
arstjóra Benedikt Franklínsson og fundarritara Guðna
Árnason.
Þetta gerðist:
I. Lesin fundargerð síðasta fundar, var hún litið rædd,
en samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
II. Einsöngur. Jóhann Björnsson söng en Gunnar Stein-
dórsson lék undir á gítar, var góður rómur gerður að
skemmtun þessari.
III. Lesið skólablaðið ,,Huginn“ las það ritstjórinn Stein-
grímur Þórisson. Blaðið var fjölbreytt að efni sem fyrr og
lesturinn hinn áheyrilegasti.
IV. Á kvenfólkið að vinna utan heimilisins? Framsögu-
maður var Jón Óli Elíasson. Talaði hann mikið um Bríet
Bjarnhéðinsdóttir og dáði hana mjög, sem eina hina mestu
kvenfrelsishetju okkar hér á landi. Hann var samt mjög á
móti því að kvenfólk hefði jafnan rétt á við karlmenn til
122