Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Qupperneq 127
skólagöngu og opinberra starfa. Var framsöguræða hans
stutt en góð.
Næstur tók til máls Gunnar Steindórsson, sagði hann
meðal annars, að þetta væri gamalt og þó nýtt vandamál
bæði hér og annarsstaðar. Var hann á þeirri skoðun að
staða konunnar væri innanhúss sem húsmóðir og eigin-
kona og að hún ætti að eiga og ala upp hrausta syni og
dætur.
Þá tók Gunnar Sveinsson til máls. Var hann á annarri
skoðun en fyrri ræðumenn, var hann eindregið með kven-
frelsinu, sagði hann meðal annars, að kvenfólkið hefði alls
ekki notað sér frelsið sem skyldi, t. d. væru þær ekki prest-
ar hér eins og þær hefðu þó rétt til, og var ekki að heyra
annað en að hann syrgði það mjög.
Konráð Axelsson sagði, að stúlkurnar ættu aðeins að
menntast til þess starfs, sem væri köllun þeirra í lífinu,
en það væri húsmóðurstaðan. Sagði hann ennfremur, að
hann væri þeirrar skoðunar að talsverð breyting þyrfti að
verða frá því sem nú er, ef karlmennirnir ættu að vera
heima og hugsa um börnin, en konurnar að vinna úti.
Marías Guðmundsson taldi, að kvenfrelsið væri algjör-
lega ómissandi i nútíma siðmenntuðu þjóðfélagi, en rétt
væri þó að staða konunnar væri innan heimilisins.
Rannveig Þorsteinsdóttir veittist mjög gegn þeim, er
ekki vildu að kvenfólkið gengi á aðra skóla, en hina svo-
kölluðu „grautarskóla“, sagðist hún gera þær kröfur til
heimilanna að stúlkurnar lærðu þar að gera grauta og
stoppa í sokka, en þyrftu ekki að kosta sig á skóla til þess.
Stefán Jónsson var einlægur kvenfrelsissinni, sagðist
hann vera hræddur um að það væri af eigingirni, að menn
væru á móti því að kvenfólkið ynni andleg störf. Þeir væru
hræddir um að þær kynnu ekki að búa til nógu góðan
mat, þegar þær loksins létu undan þrábeiðni þeirra og
giftust þeim. Var helst að heyfa á honum að það gerði ekki
mikið til, þó að þær gætu ekki soðið graut, bara að þær
vildu giftast þeim.
Umræður urðu mjög fjörugar um þetta málefni, en svo
123