Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 130
nemendur viltust síður á herbergjum. Hann bar fram fyr-
irspurn um það efni.
Næstur talaði Guðlaugur Rósinkranz og svaraði fyrir-
spurnum. Hann kvað ekki neitt fast form komið á þetta
ennþá, en hann kvaðst hafa hugsað sér að hafa tvo inn-
gangá á efstu hæðina og yrði þá annar fyrir stúlkur en
hinn fyrir pilta.
Hann minntist einnig á staðinn og sagði að þeir sem
ekki væru í heimavist myndu leigja sér herbergi nálægt
skólanum, en hinir gætu fengið ódýrar máltíðir í skólanum
og farið með strætisvagni á milli. Hann taldi það mikinn
kost að hafa skólann fyrir utan bæinn eða í útjaðri hans,
og fyrir utan allan skarkala, sem við nú eigum að venjast.
Síðan tók Marías Guðmundsson til máls og fannst honum
skólamenntun Samvinnumanna hafa farið aftur. Honum
fannst skólinn hafa orðið aftur úr í þeirri stefnu Sam-
vinnumanna að hefja sig upp í verki. Hann gerði einnig
samanburð á Verslunarskólanum og Samvinnuskólanum.
Gunnar Sveinsson talaði næstur. Minntist hann á rekst-
ur skólans og taldi sjálfsagt að hækka skólagjaldið. Hann
taldi að það gerði hvorki til né frá hvar skólanum væri
ætlaður staður því að samgöngur væru orðnar svo góðar.
Guðlaugur Rósinkranz var Maríasi sammála um að hús-
næði skólans hefði farið aftur, en var ekki sammála hon-
um um að menntuninni hefði farið aftur, því að nú væri
krafist meiri kunnáttu af nemendum sem fara í skólann
en áður var. Síðan þakkaði hann góðar undirtektir. Þar
sem ekki voru fleiri sem óskuðu að taka til máls, var mál-
ið tekið út af dagskrá. Stungið var upp á 3 mönnum í
nefnd til þess að segja álit sitt á húsnæðismálunum, og
hlutu þessir kosningu: Magnús Kristjánsson, Marías Guð-
mundsson og Gunnar Sveinsson.
Þá var lesið upp blaðið „Huginn“ og var því vel tekið
af fundarmönnum.
Þessir menn voru kosnir í skemmtinefnd: Þorkell Magn-
ússon, Marteinn Friðriksson, Gísli Kristjánsson, Jóhann
Bjömsson, Guðbrandur Jakobsson og Guðríður Níelsdóttir.
126