Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 131
Formaður kvaðst hafa talað við formann Skólafélags
Kennaraskólans um hinar væntanlegu kappræður og kvað
hann hann hafa tekið mjög vel í það mál.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Guðjón Guðjónsson
(fundarritari).
VETURINN 1951—’'52
VI. ÁRSFUNDUR
Miðvikudaginn 5. desember var haldinn málfundur í
skólafélaginu. Ritari setti fundinn, tilnefndi Kjartan Kjart-
ansson fundarstjóra, en Jónas Hólmsteinsson fundarritara,
sem sagði þeirri ábyrgð af sér, svo að Stefán Bjömsson
tók við.
I. mál: Lesin fundargerð síðasta fundar (Sighvatur
Karlsson), og var hún samþykkt samhljóða.
II. mál: Umræður um Laugarvatnsferð. Hverjir ættu að
greiða ferðakostnað. Ásgeir Jóhannesson hafði framsögu
um þetta mál, og taldi hann lög skólafélagsins hafa verið
brotin, með því að félagið hefði borgað fargjöld þeirra 10
manna, sem fóru.
Magnús Kristinsson talaði næstur og gagnrýndi ræðu
Ásgeirs heiftarlega. Fundarstj. áminnti hann. Þórarinn
Magnússon, Sighvatur Karlsson, Baldur Halldórsson og
Óskar Gunnarsson tóku einnig til máls í þessu sambandi,
en að lokum var borin upp tillaga, þar sem Skólafélaginu
var falið málið til athugunar. Að lokum tók Óskar Gunn-
arsson til máls og áminnti fundarmenn fyrir slæma fund-
armenningu.
III. mál: „Trúmál“. Rögnvaldur Sigurðsson hafði fram-
sögu, fagra og kristilega, ræddi um trú til forna og allt til
þessa dags, en lauslega þó. Hann minntist á boðorðin,
127