Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 132
lagði ríka áherslu á „Þú skalt ekki fremja morð“ og „þú
skalt ekki drýgja hór“, en að lokum talaði hann um Krist
persónulega, og um styrjaldir sagði hann: „Það er ekki
hægt að heyja styrjaldir friðarins vegna“.
Ásgeir Jóhannesson talaði næstur, fann lítið að ræðu
framsögumanns, og virtist ræðan vera niðurlag að ræðu
Rögnvalds Sigurðssonar. Þórarinn Magnússon ræddi um
trúhneigð sína, sagðist lesa „faðirvorið" á hverju kvöldi,
kvaðst ekki skilja, hvers vegna menn væru feimnir að
viðurkenna guðs orð. Að lokum sagði hann að bænirnar
styrktu sig mikið.
Héðinn Emilsson gagnrýndi ræður hinna ræðumann-
anna og fann þeim margt til foráttu, kvað Biblíuna ómerki-
lega skruddu.
Óskar Gunnarsson flutti hugvekju.
Baldur Halldórsson gagnrýndi mjög kristindóminn, lýsti
miðaldakirkjunni, árás kirkjunnar á vísindin, dauða Brun-
os og að lyktum sagði hann: „Ef helvíti er til, þá er það
heimili presta“.
Ásgeir gagnrýndi ræðu Baldurs mjög, sem Baldur svar-
aði.
Var nú mjög á daginn liðið, fundarmenn orðnir ókyrrir.
Fundurinn var fjölsetinn og umræður fjörugar og heiftúð-
legar en friðsamlegar þó.
Fundi slitið kl. 4 og hafði þá staðið í 2)4 tíma.
Báldur Hálldórsson
(ritari).
XI. ÁRSFUNDUR
Fundur settur í Skólafélaginu miðvikudaginn 17. marz
kl. 1.45 e. h.
Kjartan S. Júlíusson var settur fundarstjóri, en Baldur
Halldórsson annaðist ritarastörf.
Fundargerð síðasta fundar var lesin upp og samþykkt
með nokkurri breytingu.
128