Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Side 135
og hefði hann sagt að von væri á fyrirlesurum, en ekki
rithöfundum.
Ólafur Haraldsson taldi Guðbjart vilja standa fyrir ýmsu,
en flýja síðan af hólmi, þegar á reyndi.
Jón Kristinsson taldi niðurstöðu varðandi tillögu Guð-
bjarts vera þá að Guðbjartur gengi í leiklistarklúbb og
sæi um bókmenntakynningar þar.
Formaður vildi leiðrétta misskilning í sambandi við
fjárlög skólans. Stjórn Skólafélagsins hafi að undanförnu
séð um að rithöfundar kæmu hingað og ekki væri ennþá
búið að veita úr félagsmálasjóði að fullu og öllu. Gat hann
þess ennfremur að allar hugdettur, sem kæmu til með a§
hlúa að félagslífinu á einhvem hátt væru vel þegnar.
Halldór Sigurjónsson bar fram tillögu þess efnis, að þar
sem Guðbjartur hefði lýst því yfir að þetta félag gæti
ekki starfað í vetur sökum tímaskorts, að tillaga hans yrði
tekin af dagskrá.
Guðbjartur sagðist aðeins hafa komið með tillögu til
þess að bæta úr aðgerðarleysinu, sem væri á kvöldin.
Tillaga Halldórs var borin undir atkvæði og var sam-
þykkt.
Aðalmál fundarins var tekið fyrir og voru það umræður
um ,,rauðsokkur“. Frummælendur voru Agnes Ingvars-
dóttir og Skarphéðinn Ragnarsson.
Tók nú fyrri frummælandi, Agnes, til máls. Líkti hún
rauðsokkum við grátklökk spendýr sem útrýmdu smám
saman þeirri aðdáun sem kvenfólk nyti. Áleit hún samt að
rauðsokkur myndu aldrei geta brotið þá aðdáun alveg
niður. Til þess skorti þær kraft. Hún sagði einnig að mörg
hjónabönd hefðu lagst í rústir vegna þessara kvenna. Dá-
læti rauðsokka á barnaheimilum væri ótrúlegt, þar væru
börn alin upp á vélrænan hátt og gætu fóstrur ekki komið
í móður stað. Einnig bað hún fundarmenn að hugsa sér
kvenmann sem togarasjómann og hélt hún að einhver
myndi bugast þrátt fyrir sterkan vilja.
Seinni frummælandi, Skarphéðinn, tók nú til máls. Hóf
hann mál sitt með bví að fullyrða að rauðsokkur væru
131