Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Síða 140
væru að skorast undan starfi sínu, með því að styðja til-
löguna. Einnig sagði hann að sófinn á ganginum væri al-
þingi götunnar í skólanum. Þar fengi fólk að tjá sig, en
ekki yrði mikið um það framan við sjónvarp. Lokaorð hans
voru: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.
Borin var fram frávísunartillaga á þeim forsendum að
fundurinn vildi ekki taka svo mikilsverða ákvörðun fyrir
komandi árganga. Var hún samþykkt með handaupprétt-
ingu.
Viðar Elísson taldi, að umræður mættu vera um frá-
vísunartillögu. Fannst honum að félagslífið hefði verið
gott í vetur og að nægur tími væri aflögu til að horfa á
sjónvarp. Það mætti búast við dofa í félagslífi eftir að það
kæmi, en sjónvarp væri nauðsynlegt til að mynda sér
skoðanir um þjóðarmál. Samþykkti hann einnig að sófinn
væri félagslíf út af fyrir sig.
Jóni Kristinssyni fannst óþægilegt að sitja fund, þar sem
fundarreglur væru brotnar. Sagði hann að aldrei hefði
verið bannað að dreifa bæklingum á fundum fyrr. Las
hann siðan bæklinginn upp. Nokkrir fundarmenn yfirgáfu
fundinn og taldi Jón það vera þá er rætt höfðu mest um
félagsþroska. Þetta væri einkenni þeirra, er hefðu lélegan
málstað. Vildi hann bera fram aðra tillögu, á næsta fundi,
svo að fólk gæti greitt atkvæði um þetta mál á heiðar-
legan hátt.
Guðmundur Hermannsson áleit þetta alvarlegt mál, en
var ánægður með hvað margir hefðu lýst stuðningi sínum
við það að fá ekki sjónvarp. Þótti honum sárt að Jón skyldi
hafa yfirgefið fundinn. Hann sagði ennfremur að það sætu
alltaf 15—20 manns fyrir framan sjónvarpið og við því
mætti skólalífið ekki. Gerði Guðmundur ýmsar athuga-
semdir við bækling þann, er Jón hafði lesið upp.
Axel Ketilsson sagði, að í Reykholti hefði félagslífið
ekki farið forgörðum vegna sjónvarpsins. Erlendur Ein-
arsson hefði sagt að skólinn yrði aldrei fluttur til Reykja-
víkur, því þá yrði autt hús að Bifröst. Taldi svartsýni að
reglur um að ekki mætti vera á herbergjum frá kl. 8—10
136