Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 141
á kvöldin, yrðu settar á. Einnig sagði hann dæmisögu um
þetta efni. Fannst honum félagslíf vera lítið að laugardög-
um undanskildum og væri komið að félagsmálaráðgjafa
að koma með tillögu til breytinga.
Næst steig Ágúst Óskarsson í pontu og mátti hann vart
mæla fyrir reiði. Fannst honum fráleitt að mega ekki ræða
um frávisunartillögu. Vildi hann gjarnan leggja fleiri þús-
undir í sjónvarp. Að lokum spurði hann fundarstjóra og
formann hvort frávísunartillagan væri gild og svöruðu þeir
játandi.
Agnar Eide var ekki sammála gerðum fundarstjórnar og
sagði að skólinn klofnaði í tvennt ef sjónvörp yrðu á nokkr-
um herbergjum. Taldi hann þetta vera megnustu aftur-
haldssemi, því hann hefði verið í skóla þar sem sjónvarp
hefði verið og hefði það gengið ágætlega.
Baldri Jónassyni fannst ráðist harkalega á fundarstjóra
og taldi hann hafa farið rétt að. Spurði hann Viðar El-
ísson, hvort hann gæti ekki verið virkur þjóðfélagsþegn,
þó hann hefði ekki sjónvarp. Sagði að Erlendur Einarsson
réði ekki einn, heldur væru það fleiri aðilar sem rækju
Samvinnuskólann og þannig gæti hann einn ekki sagt til
um, hvort skólinn yrði fluttur eða ekki. Einnig væri ekki
hægt að segja, að gamlar reglur verði ekki teknar upp
aftur. Það væri skólastjóri sem réði því.
Ólafur Haraldsson taldi andann í skólanum vera þann
sama og var í fyrra. Fannst honum slæmt að vera truflað-
ur við matarborðið vegna úttugginna raka á móti sjón-
varpi. Líkti hann sjónvarpsmálinu við, þegar síminn kom
hingað til lands. Sagðist vera á móti sjónvarpi, ef það ætti
að valda honum magasári.
Björgúlfur áleit að taka ætti úrslitum með dómgreind.
Þótti honum mjög miður, ef fundarreglum hafi ekki verið
framfylgt. Taldi hann svartsýni að Samvinnuskólinn yrði
fluttur til Reykjavíkur. Ennfremur sagði hann, að sjón-
varp væri ekki afþreyingartæki, heldur menningartæki og
að hann langaði til að vera í sambandi við umheiminn.
Sagðist hann að lokum vona það, að við værum nógu
137