Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 148
aftur. Eins má geta þess, að samvinnustarfsmenn fá af-
slátt af ferðum með Samvinnuferðum og njóta NSS-félagar
að öllu leyti sömu skilmála. Hefur reynslan verið sú, að
í öllum samningum af slíku tagi hefur NSS setið við sama
borð og starfsmannafélög samvinnuhreyfingarinnar. Því
þótt ekki séu allir samvinnuskólamenn starfsmenn sam-
vinnuhreyfingarinnar hafa flestir verið það einhvern tíma
á starfsferli sínum, sumir stunda mjög nátengd störf að
félagsmálum, og yfirleitt hefur samvinnuhreyfingin átt
hauka í horni þar sem samvinnuskólafólk er, þó það sé
með sjálfstæðan atvinnurekstur eða starfi hjá einkafram-
takinu.
Helstu tengsl NSS við félaga sína var löngum tímaritið
Hermes sem gefið var út í alls fjórtán ár. Síðla árs 1973
lagðist hinsvegar útkoma þess niður, enda var útgáfan
orðin mjög dýr, því hér var um vandað rit að ræða sem
sent var félögum innifalið í árgjaldi, en því hefur ætíð
verið haldið í lágmarki. En síðla árs 1974 skipuðust mál
svo að Landssamband ísl. samvinnustarfsmanna tók að
gefa tímaritið Hlyn út á sínum vegum, en það rit hafði þá
komið út rúm 20 ár. Forráðamenn LlS, sem fjölmargir
eru líka NSS-félagar, buðu nemendasambandinu að vera
aðili að útgáfunni, var það þegið og hefur Hlynur síðan
komið út á vegum þessara félagasamtaka, sex blöð hvort
ár 1975 og 1976. Var blaðið 24 síður hvert hefti fyrra
árið, en var í ársbyrjun 1976 stækkað í 32 síður. Hefur
útgáfan gengið mjög vel og þó margir hafi saknað gamla
Hermesar hefur í Hlyn verið unnt að ná til mun stærri
hóps með málefni NSS heldur en áður var.
Skemmtanir hafa alltaf verið á dagskrá NSS. Ber þar
árshátíðina hæst, en hún hefur hin síðari ár verið haldin
að haustlagi. Ýmsar minni samkomur eru líka haldnar,
kynningardansleikir fyrir nýja nemendur á hverju hausti,
bingó eða félagsvist og dansleikir þegar henta þykir. Með
tilkomu Hamragarða voru tekin upp bekkjarkvöld, þar sem
brautskráðir bekkir koma saman einu sinni til tvisvar á
vetri. Er þar oft fjölmenni og menn skemmta sér á ýms-
144