Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 152
mjög skilmerkilega grein um NSS eftir Gísla Haraldsson,
sem birtist í 4. tbl. Hlyns 1976.
Fyrir utan að auka tengsl og skilning yngri og eldri fé-
laga, sem jafnan hefur reynst auðvelt, er helsta mál NSS
á næstunni hvernig það getur best stutt Samvinnuskólann,
og sem að framan segir eru þegar fyrir hendi nokkuð
mótaðar tillögur í því efni. Málefni skólans og þá ekki síð-
ur framhaldsmenntun nemenda er mál, sem aldrei verður
fullrætt né fullunnið, heldur hlýtur það ætíð að vera ferskt
og taka breytingum í takt við breytt þjóðfélag á hverjum
tíma.
Að síðustu væri ekki úr vegi að nefna eldri nemendur eða
þá sem brautskráðust úr Reykjavíkurskólanum. Það eru
ef til vill eðlilegar ástæður til þess að þeir hafa ekki orðið
jafn virkir þátttakendur í starfi NSS og margir vildu. Þó
hafa þeir notfært sér Hamragarða að nokkru leyti og 1.
maí ár hvert hefur NSS haft þar opið hús fyrir Reykja-
víkurnemendurna og hefur þá verið gestkvæmt þar og
mikil ánægja ríkt, að fá enn einu sinni tækifæri til að hitta
gamla skólafélaga og það í því húsi sem þessu fólki er svo
kært. Árbókin hefur líka vakið almenna ánægju ekki síst
hjá elsta fólkinu, og í raun tala félagar NSS ávallt um
nemendur úr Reykjavik sem fullgilda félaga, enda stendur
þeim til boða að njóta allrar starfsemi þess. Árbókin hefur
ýtt undir þessi tengsl og regluleg útkoma hennar verður
enn til að auka styrk NSS, enda ætti þar að vera að finna
ekki aðeins mikinn fróðleik um nemendur skólans heldur
líka fróðleik um samvinnuskólann og bakhjarl hans, nem-
endasambandið.
Guðmundur R. Jóhannsson.
148