Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 2
Menning Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu jóla- ljósmyndina. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. Besta myndin verður á forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag og fleiri myndir úr keppninni í blað- inu og á Vísi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni eru vin- samlegast beðnir um að senda myn dir s ínar á netf angi ð j o l a m y n d a k e p p n i @ 3 6 5 . i s . Les end ur munu svo geta kosið bestu myndina á Vísi. Niður staða þeirra gildir að hálfu á móti áliti dóm nefndar blaðsins. Hver þátttakandi má senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í aðdraganda jólanna. Jólaljósmyndakeppnin stendur frá deginum í dag, 10. desember, fram að miðnætti mánudaginn 21. desember. Tilkynnt verður um úrslitin á aðfangadag. – fbj Tekur þú bestu jólamyndina í ár? Verðlaunamyndina í fyrra tók Kristín Valdemarsdóttir. Í dag er útlit fyrir norðanátt og með éljum eða snjómuggu á norðanverðu landinu, en bjartviðri syðra. Fremur kalt í veðri. Sjá SÍðu 46 Veður Hífður upp úr höfninni ViðSkipti Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúð- irnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofn- andi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúð- vík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum rekist á bæði á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo við- skiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsaf- greiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sér- leyfi til að selja ísinn og verða þær nákvæmlega eins þar og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samninga- gerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík. saeunn@frettabladid.is Íslendingar opna 100 ísbúðir í Kína Lúðvík Georgsson hefur rekið jógúrtísbúðina Yogiboost í Svíþjóð í tvö ár. Hann hefur nú selt sérleyfi til Kína þar sem 100 ísbúðir verða opnaðar á næstu fimm árum. Viðræður eru einnig í gangi um opnun í öðrum Evrópulöndum og Mið-Austurlöndum. Úr einni af ísbúðunum í Svíþjóð. Báturinn Sæ mundur fróði var hífður upp úr höfninni í Reykja vík í gær. Bát ur inn er í eigu Háskóla Íslands. Hann sökk í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfaranótt þriðjudags. Báturinn Glaður, annar bátur sem sökk í höfninni, var hífður upp í fyrradag. Fréttablaðið/Pjetur Við erum Íslend- ingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á bæði á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hug- myndina í kringum þetta. Lúðvík Georgsson ísbúðaeigandi StjórnMál „Við fengum þau skila- boð á síðustu mínútum fyrir boð- aðan fund að honum væri frestað,“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Opnum fundi fjárlaganefndar á nefndasviði Alþingis var frestað í gærkvöldi. Fundurinn sem átti að vera opinn fjölmiðlum, fulltrúum öryrkja og aldraðra verður haldinn í dag klukkan 13.00. Á fundinum fá fulltrúar öryrkja og aldraðra að mæla fyrir umsögn sinni um fjárlögin. Ellen segist furðu lostin yfir ákvörðun ríkisstjórnar að greiða ekki fimm þúsund króna hækkun á framfærslu öryrkja afturvirkt. „Þetta er réttlætismál að við hækkum aftur- virkt eins og flestir aðrir launþegar. Við hækkum um fimm þúsund krón- ur. Þjóðkjörnir fulltrúar hækka lægst um 96 þúsund krónur og þeir fá sína hækkun afturvirkt til 1. mars.“ – kbg Fundi frestað með skömmum fyrirvara 1 0 . d e S e M b e r 2 0 1 5 F i M M t u d A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.