Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 8
Stjórnmál Breytingatillögur meiri- hluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir til- lögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vest- fjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingatillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráð- herra á laggirnar nefnd um atvinnu- ástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokks- ins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtök- um auk Sambands íslenskra sveitar- félaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar. „Þessar breytingatillögur eru að okkar mati landsbyggðarmið- aðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðara- verkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo s e t j u m við 400 m i l l j - ónir í hafnar- framkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfið- leikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytinga- tillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vestur- land. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssam- bands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sann- mælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar. Vigdís Hauksdóttir, ormaður fjárlaga- nefndar Markmið að færa fé út á landsbyggðina Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það markmið tillagna meirihluta nefndarinnar að færa fé út á land. Styrkja þurfi grunnstoðir samfélaga vítt og breitt um landið. Fé sett í samgöngumannvirki, fjarskipti og uppbyggingu ljósleiðara á landsbyggðinni. menntamál Fram undan er átak í að fjölga nemendum sem ljúka starfs- námi. Til þess að svo verði þarf að koma á markvissu námi sem höfðar til nemenda, tryggja nemendum vinnustaðanám og stofna faghá- skólastig þannig að ungt fólk líti á starfsnám sem lykil í áframhaldandi nám á háskólastigi, þetta kom fram á fundi Menntamálastofnunar og Rannís á miðvikudaginn undir yfir- skriftinni: Átak í starfsmenntun – starfsgreinaráðin, skólarnir og stoðkerfið. M e n n t a m á l a s t o f n u n , s e m tók formlega til starfa í október, vinnur með framhaldsskólum og starfsgreina ráðum að námsbrauta- lýsingum í starfsnámi. Menntamála- stofnun vill tryggja samtal atvinnu- lífs og skóla á þessari vegferð og leggur áherslu á að nám taki mið af þörfum atvinnulífsins. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að þetta sé eitt af málunum sem hafi verið í umræðunni í þó nokkurn tíma. „Þetta kom fram meðal annars í vinnuhóp sem ráðuneytið setti af stað. Menn sjá sér ávinning í að efla starfsmenntun. Það er ákveðin brú upp í háskóla eftir starfsnám á framhaldsskólastigi. Í löndum eins og Sviss og Austurríki, þar sem er gömul hefð fyrir starfsmenntun, horfa menn á að beint framhald liggi frá starfsmenntun upp á háskólastig,“ segir hann. Arnór segir að enn hafi ekki verið komist að neinni niðurstöðu um málið, enn þá sé verið að ræða hvort eigi að byggja þetta upp innan fram- haldsskóla, háskóla eða í sérskólum. Menntamálaráðuneytið ákveði hvernig eigi að útfæra þetta. – sg Menn sjá ávinning í að efla starfsmenntun Menntamálastofnun vinnur með framhaldsskólum og starfsgreinaráðum að náms- brautalýsingum í starfsnámi. fréttablaðið/vilhelM Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is ✿ Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar Reykjanes 187,8 milljónir kr. 22.026 íBúar Vesturland 198,2 milljónir kr. 14.931 íBúi Vestfirðir 82,2 milljónir kr. 6.497 íBúar NV-land 368,7 milljónir kr. 6.723 íBúar NA-land 437,8 milljónir kr. 26.707 íBúar Austurland 302,1 milljón kr. 12.496 íBúar Suðurland 435,2 milljónir kr. 23.750 íBúar Hægt er að greina hvert rúmir fimm milljarðar í breytingatillögum meirihlutans fara. Þar af eru 1.172 milljónir króna sem eiga að renna til landsbyggðanna án þess að það sé greint nánar í breytingatillögunum. Landsbyggð óstaðsett 1.172 milljónir kr. Höfuðborgarsvæðið 1.853,9 milljónir kr. 211.282 íBúar alÞingi VIRK starfsendurhæfingar- sjóður telur mikilvægt að sjóður- inn fá aukna aðkomu að þeim lið aðgerðaáætlunar stjórnvalda í geð- heilbrigðismálum sem snýr að ráðn- ingu ríkis og sveitarfélaga á fólki sem lent hefur utan vinnumarkaðar vegna langvinnra geðsjúkdóma. Í umsögn sinni um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðir í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára fagnar VIRK mark- miðum stefnu og aðgerðaáætlunar. „Sérstaklega því „að þjónusta við einstaklinga með geðraskanir sé samþætt og samfelld“, eins og segir í undirmarkmiði áætlunarinnar,“ segir á vef VIRK. VIRK bendir meðal annars á að geðræn vandamál séu mjög algeng hjá þeim sem horfið hafi af vinnu- markaði vegna heilsubrests og slysa og að rúmlega 40 prósent fólks sem hefji starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK segi geðræn vanda- mál hamla atvinnuþátttöku sinni. Hlutfallið  fari vaxandi. Bent er á að sérhæfð þjónusta á þessu sviði sé  stór þáttur í þjónustu VIRK og því skynsamlegt að sjóðurinn verði talinn með sem samstarfsaðili í fleiri aðgerðum í stefnu- og aðgerðaáætl- uninni en nú sé gert ráð fyrir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra  mælti fyrir tillögunni á Alþingi í nóvember, en velferðar- nefnd hefur hana til umfjöllunar áður en hún gengur til annarrar umræðu í þinginu. – óká VIRK vill aukinn hlut í aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum Geðdeild landspítalans við hringbraut. fréttablaðið/Gva 1 0 . d e S e m B e r 2 0 1 5 F i m m t U d a g U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.