Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 50
Bosch er rótgróið þýskt vörumerki
sem hefur verið leiðandi á heims-
markaði fyrir rafmagnsverkfæri í
fjölda ára. Sögu Bosch má rekja allt
aftur til ársins 1886 en þá stofnaði
Robert Bosch véla- og rafmagns-
verkstæði í nágrenni við Stuttgart.
Á næsta ári eru því 130 ár frá stofn-
un fyrirtækisins.
Alla tíð hefur verið lögð áhersla
á gæði og þægindi í framleiðslu
Bosch. Bosch skiptir vörulínunni
sinni í bláan og grænan Bosch.
Græna vörulínan er markaðssett til
einstaklinga en bláa línan til fag-
manna og miðast notkun hennar og
ending við þarfir þeirra. Bláa línan
er hönnuð og þróuð í samvinnu við
fagmenn úr öllum iðngreinum.
BYKO leggur mikla áherslu á
gæðaverkfærin frá Bosch. Í Bosch
vörulínunni má finna mörg vönd-
uð rafmagnsverkfæri sem henta
afar vel í jólapakka fagmanns-
ins sem og allra annarra. Þar má
til dæmis nefna 10,8 volta og 18
volta hleðsluborvélar frá Bosch.
„Það eru létt og öflug rafmagns-
verkfæri með góðum rafhlöðum
sem flestir fagmenn yrðu ánægð-
ir með,“ segir Sveinbjörn Svein-
björnsson, deildar stjóri verkfæra-
deildar BYKO í Breidd.
Meðal helstu nýjunga í bláu lín-
unni eru kolalausar hleðsluborvél-
ar með þráðlausri hleðslu en það
hleðslukerfi gengur út á að hlaða
rafhlöður verkfæra án þess að taka
þurfi rafhlöðuna úr. „Verkfærið
með rafhlöðunni er þá sett á platta
sem hleður meðan það er ekki
notkun,“ útskýrir Sveinbjörn. „Af
öðrum nýjungum má nefna FC2
borvélina en skammstöfunin í nafni
hennar stendur fyrir „Flexi-Click“
kerfi sem miðast við að hafa sem
fjölbreyttasta notkunarmöguleika
á öflugri borvél. Þess má geta að sú
borvél hlaut alþjóðlegu viðurkenn-
inguna „Red-Dot Award 2015“ fyrir
vöruhönnun í flokki rafmagnsverk-
færa,“ upplýsir Sveinbjörn.
Auk bláu línunnar fyrir fag-
menn býður BYKO að sögn Svein-
björns upp á fjölbreytt úrval raf-
magnsverkfæra í grænu línu Bosch
en hún inniheldur vönduð og fjöl-
breytt verkfæri sem henta flestum
til margvíslegra starfa.
BYKO býður einnig upp á mikið
úrval verkfæra frá öðrum fram-
leiðendum sem henta jafnt almenn-
ingi til heimilisnota, handverks-
fólki, listafólki og fagmönnum, allt
eftir þörfum hvers og eins. Má þar
nefna rafmagnsverkfæri frá Skil,
Einhell, Dremell og Bavaria. „Auk
þess erum við með mikið úrval
alls kyns fylgihluta fyrir þau raf-
magnsverkfæri sem BYKO selur.
Til dæmis sagarblöð, sandpappír,
bora, slípiskífur og margt fleira. Þá
erum við með góðar hirslur fyrir
hvers kyns verkfæri. Til dæmis
rekka fyrir verkfæri og verkfæra-
töskur af ýmsum gerðum. Sömu-
leiðis skrúfubox sem henta bæði
fagmönnum og einstaklingum.“
Gæðaverkfæri í pakkann
BYKO leggur áherslu á gæðaverkfæri frá Bosch ásamt fjölbreyttu úrvali annarra
verkfæra. Bláa vörulínan frá Bosch er fyrir fagmenn en notkunarmöguleikar og
ending miðast við þarfir þeirra. Græna línan hentar svo flestum til margvíslegra nota.
BYKO leggur mikla áherslu á gæðaverkfæri frá Bosch. MYnd/GVA
„Ég er móttökustjóri Mözdu og
Citroën, ráðgjafi vara-, aukahluta og
þjónustu hjá Brimborg,“ segir Ásdís
Gréta Hjálmarsdóttir hress þegar
hún er spurð út í vinnuna. Ásdís
er menntaður bifvélavirki og vann
í mörg ár á verkstæði Ræsis. Hún
fékk bílabakteríuna nánast í vöggu-
gjöf og lauk sveinsprófinu árið 2007.
„Ég stefndi alltaf á bifvélavirkj-
ann. Svo bætti ég einnig við mig
orku- og umhverfistæknifræði en
þetta tengist auðvitað allt bílum;
umhverfisviðmið og nýir orkugjaf-
ar,“ segir Ásdís og viðurkennir að
sakna stundum smurolíuatsins á
verkstæðinu.
„Bæði og. Ég er auðvitað alltaf
með puttana inni á verkstæði til að
fylgja eftir því sem viðskiptavin-
irnir vilja. Þó að ég sé ekki á kafi
í smurningunni lengur í vinnunni
þá er stutt í hana. Ég er líka hald-
in fornbíladellu sem ég deili með
pabba mínum. Hann er bifvélavirki,
eins og afi minn var líka. Ég ólst
upp í skúrnum hjá pabba í kring-
um allt bílastússið. Hann var alltaf
í skúrnum og í raun eins og heima-
vinnandi foreldri. Hann var alltaf
við og ég hékk í skúrnum hjá honum
eftir skóla,“ segir Ásdís.
Hún er sjálf ekki með skúr til að
vinna í heima en gerir þó það sem
gera þarf við fjölskyldubílana.
„Ég á alltaf samfesting og
vinnuskó í forstofunni heima ef ég
þarf að hendast undir bílinn. Ég
sinni svona því helsta sem þarf við
venjulegt viðhald, bremsuviðgerðir,
olíuskipti og þess háttar.“
Hvað er svona heillandi við bifvéla-
virkjun?
„Þetta er svo fjölbreytt starf.
Maður er aldrei að gera það sama og
alltaf að fást við eitthvað nýtt, allt
frá rafmagnskerfi bílsins og upp í að
taka upp vél. Maður þarf að spanna
þetta svið allt en margir sérhæfa sig
með tímanum í einhverju ákveðnu.“
Áttu eitthvert uppáhaldsverkfæri?
„Það eiga allir eitt uppáhalds-
verkfæri og mitt er skralllyklar.
Þeir eru svo þægilegir í noktun. Ég
á að sjálfsögðu skralllyklasett en ef
ég ætti að óska mér einhvers í jóla-
gjöf þá væri það átaksmælir 3/8.
Með honum get ég stillt átakið sem
hver bolti þolir. Það kæmi sér afar
vel að eiga einn slíkan.“
Það eiga allir
eitt uppáhald
Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir fékk bílabakteríuna nánast í
vöggugjöf og aldrei kom annað nám til greina en
bifvélavirkjun. Hún hendist undir heimilisbílinn ef skipta
þarf um olíu og hana dauðlangar í átaksmæli í jólagjöf.
Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir bifvélavirki segir alla eiga sér eitthvert uppáhaldsverkfæri. Skralllyklasettið er hennar uppáhald
og svo dauðlangar hana í átaksmæli í jólagjöf. MYnd/GVA
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna
og snjallsímann með Fréttablaðsappinu.
Nálgastu appið á visir.is/fbl
eða beint í gegnum:
jólAGjöf fAGMAnnSinS i Kynningarblað
10. desember 20156